Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

TikTok ekki talið ógna þjóðaröryggi Íslands en notkun þess er til skoðunar hjá forsætisráðuneytinu

Meira en millj­arð­ur jarð­ar­búa nota TikT­ok. Nú hef­ur mörg­um op­in­ber­um starfs­mönn­um ver­ið bann­að að nota for­rit­ið af ör­ygg­is­ástæð­um. Síð­ast­lið­in fimmtu­dag mætti for­stjóri TikT­ok til yf­ir­heyrslu í banda­ríska þing­inu. Ung­ur ís­lensk­ur TikT­ok not­andi seg­ist ekki hrædd­ari við TikT­ok en önn­ur öpp.

TikTok ekki talið ógna þjóðaröryggi Íslands en notkun þess er til skoðunar hjá forsætisráðuneytinu

Opinberum starfsmönnum víða á Vesturlöndum er ekki heimilt að vera með samfélagsmiðilinn TikTok í snjallsímum sínum. Grunur leikur á að eigendur TikTok safni upplýsingum um notendur og deili þeim til kínverskra yfirvalda. 

Evrópusambandið og ríkisstjórnir Bretlands, Noregs, Hollands, Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada og Ítalíu hafa tekið fyrir notkun TikTok meðal starfsmanna sinna. Einnig hefur fjölmiðlafólki í þónokkrum ríkjum verið gert að eyða appinu úr þeim símum sem notaðir eru í vinnu.

TikTok ógnar ekki þjóðaröryggi Íslands

Talsmaður forsætisráðuneytis Íslands segir í samtali við Heimildina að verið sé að skoða málið nánar hér á landi. Þegar sé búið að banna starfsmönnum í utanríkisráðuneytinu að vera með TikTok í símum sínum vegna öryggisástæðna. 

Í svari frá utanríkisráðuneytinu segir að TikTok ógni ekki þjóðaröryggi Íslands né hafi áhrif á samskipti Íslands og Kína.

Hvað er TikTok?

TikTok var stofnað árið 2016 af kínverska tæknifyrirtækinu ByteDance. Áður fyrr hét hét forritið Musical.ly. Flestir notendur notuðu appið í þeim tilgangi að deila myndböndum af sér syngja eða dansa. Eftir að ByteDance keypti Musical.ly var því breytt í TikTok. 

Þegar heimsfaraldurinn COVID-19 skall á jukust vinsældir TikTok hratt. Fjölbreytni þess efnis sem notendur deildu var orðin mun meiri og fólk á öllum aldri stofnaði sér aðgang að appinu. Á meðan að fólk sat innilokað í sóttkví eða einangrun virkaði TikTok sem einhverskonar tengiliður við umheiminn. 

Biden hótar banni 

Í kjölfar vinsælda TikTok fór að bera á kenningum um að kínverski samfélagsmiðillinn safnaði gögnum um notendur og deildi þeim með kínverskum yfirvöldum. 

Árið 2020 reyndi fyrrum Bandaríkjaforseti Donald Trump fyrst að banna TikTok á grundvelli þjóðaröryggis en mistókst. Nú þremur árum síðar lýsir núverandi forseti, Joe Biden, yfir sömu áhyggjum. Stjórn Bidens hefur hótað mögulegu banni á appið verði ekki skipt um eigendur þess. Forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar sagði auðvelt fyrir Kínverja að nota appið til þess að safna gögnum um bandarískan almenning.

Sterk samstaða ríkir milli Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins um þetta mál. Nýlega lögðu flokkarnir tveir fram sameiginlegt frumvarp sem ætlað er að heimila þinginu að banna öpp sem talin eru ógna öryggi almennings.

Viðbrögð Kínverja

Kínversk stjórnvöld leggjast gegn tillögu Bandaríkjanna um sölu á appinu. Þau hafa áður gagnrýnt Bandaríkin fyrir skort á sönnunargögnum um að TikTok ógni þjóðaröryggi.

Eigendur TikTok segjast tilbúnir að semja við Bandaríkjamenn. Gagnageymsluverið Oracle geymir einhvern hluta þeirra gagna sem safnað er fyrir TikTok. Eigendur forritsins leggja til að Oracle muni alfarið sjá um gagnageymslu og þar með yrðu öll gögn í Bandaríkjunum. Þessi málamiðlun þykir ekki nægilega góð.

Áður en að hægt verður að banna appið þarf samþykki bandaríska þingsins.  Þrátt fyrir sterka samstöðu milli flokkana tveggja sem þar sitja er óvíst að bannið næði í gegn í ljósi þess að 150 milljónir manna nota TikTok í Bandaríkjunum.

Forstjóri TikTok, Shou Zi Chew, var kallaður fyrir orku- og viðskiptaráð fulltrúadeildar bandaríska þingsins vegna málsins síðastliðinn fimmtudag, 23. mars. Þar var honum gert að svara spurningum í fimm klukkustundir. Þingmenn beggja flokka spurðu Chew spjörunum úr. Chew viðurkenndi að eiga sjálfur hlut í ByteDance og sagði sín eigin börn ekki nota TikTok. Á TikTok eru nú fjöldamörg myndbönd þar sem forstjórinn er lofsunginn í athugasemdum undir myndböndum úr yfirheyrslunni fyrir einstaka yfirvegun og kurteisi.

Hvaða gögnum safnar TikTok?

Til þess að búa til TikTok aðgang þarf að deila tölvupóstfangi eða símanúmeri og að samþykkja skilmála. Það er einnig hægt að skrá sig í gegnum Facebook, Google og Twitter aðganga. Í skilmálunum kemur meðal annars fram að TikTok geti notað tækni sem greinir andlit notenda á meðan ef þeir nota filtera. 

Auk þessara upplýsinga greinir TikTok staðsetningu notenda, IP-tölu og það tæki sem viðkomandi er í. Appið fylgist með hefðbundinni notkun, til dæmis hversu lengi horft er á hvert myndband og hvaða myndbönd eru send áfram til annarra notenda.

Á síðasta ári kom í ljós að starfsmenn ByteDance notuðu TikTok til að nálgast upplýsingar um blaðamenn Buzzfeed og Financial Times. Þeir voru í kjölfarið reknir. 

Notendur TikTok hafa áhrif

Margir notendur segja TikTok ávanabindandi. Þegar forritið er opnað birtist forsíðan með sérsniðnu efni að viðkomandi notenda. Sú síða kallast „For you“ síðan. Þar birtist myndband sem algrímið telur að notandinn hafi áhuga á. Myndböndin geta verið frá nokkrum sekúndum og upp í þrjár mínútur. Notandinn getur síðan skrollað niður forsíðuna og hvert myndbandið birtist á fætur öðru. Notendum er síðan frjálst að búa til myndbönd og deila þeim. Myndbandið birtist síðan á forsíðum annarra notenda. Eftir því sem fleiri horfa á myndband, líka við það eða skilja eftir athugasemd, því líklegra er að myndbandið nái vinsældum. 

Fjöldahreyfingar eru áberandi á TikTok. Sumarið 2021 notuðu margir myllumerkið #BlackLivesMatter til þess að deila áfram efni og sýna stuðning. Í dag er búið að horfa á myndbönd undir því merki 34.000 milljarð sinnum. Annað dæmi er #freeBritney. Þegar aðdáendum poppstjörnunnar Britney Spears misbauð lögræðissvipting hennar byrjuðu þau að birta myndbönd undir því myllumerki. Byltingin endaði á því að Britney fékk sjálfræði sitt aftur.

Áhrif þess efnis sem notendur birta á TikTok hafa því sýnt sig að vera mikil.

“Ég er ekkert meira hrædd við TikTok heldur en önnur forrit”

Embla Rún Halldórsdóttir er 21 árs stjórnmálafræðinemi og TikTok notandi. Eins og svo margir aðrir byrjaði hún á TikTok í COVID af því að henni leiddist og var mikið inni. „Ég var búin að heyra fullt um TikTok og að það væri skemmtilegt en að maður þyrfti að passa tímann sinn því maður getur gleymt sér á TikTok.” 

Embla birtir sjálf myndbönd á TikTok og segir það góðan miðil til þess að vera skapandi. 

Aðspurð segir Embla að óþægilegt sé að TikTok safni um hana gögnum. „Mér finnst þetta náttúrulega óþægilegt en staðreyndin er líka að Facebook er líka að gera það. Og Google. Ég er ekkert meira hrædd við TikTok heldur en önnur forrit.”

EmblaEmbla byrjaði á TikTok í COVID

Embla segist hafa alist upp við að stór fyrirtæki væru að njósna um fólk á internetinu. „Þetta er orðinn raunveruleiki sem maður bara samþykkir”. Sem stjórnmálafræðinemi með mikinn áhuga á pólitík fær Embla oft pólitískt myndbönd á TikTok. Hún segist ekki hafa upplifað neinn áróður frá kínverska Kommúnistaflokknum. Í framhaldi segir hún "Ég fer á TikTok þegar ég er ekki að hugsa um pólitík."

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Spurningin er alltaf: hver safnar upplýsingum um okkur og hvernig eru þær notaðar?
    Ég sé mestu hættu fyrir mér þannig að urmull af netsporum ungrar manneskju sé safnaður og geymdur í ólýðræðislegu ríki (t.d. Kína). Flestar þessarar ungu manneskja vaxa úr grasi, stofna fjölskyldu og vinna óáhugaverða vinnu (frá sjónarhóli njósnara).
    Sumar verða þó þingmenn, ráðherrar, embættismenn, sjá um þjóðaröryggi og meira í þeim dúr.
    Þá getur verið gagnlegt að grafa upp það sem einstaklingurinn hefur fyrr á árum gert og skoðað: fór hann á klámsíðu þegar var 16 ára, sagði eitthvað óvarlegt þegar var 18 ára, gældi einhvern tíma við öfgasamtök áður en komst til vits, hélt fram hjá konu sinni fyrir 10 árum o.s.frv.
    Þetta gerir einstaklinginn berskjaldaðan fyrir óvinveitt ríki: hann gæti staðið frammi fyrir því að ekki komist upp um "ódæðið" með því að tjá sig um ákveðin mál, greiða atkvæði í þágu óvinveitta ríkisins (á þjóðþingi, hjá SÞ) eða einfaldlega að njósna fyrir það og alkt þar á milli.
    Vitað er að TikTok safnar upplýsingum um nethreyfingar og geymir í Kína.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár