Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

TikTok ekki talið ógna þjóðaröryggi Íslands en notkun þess er til skoðunar hjá forsætisráðuneytinu

Meira en millj­arð­ur jarð­ar­búa nota TikT­ok. Nú hef­ur mörg­um op­in­ber­um starfs­mönn­um ver­ið bann­að að nota for­rit­ið af ör­ygg­is­ástæð­um. Síð­ast­lið­in fimmtu­dag mætti for­stjóri TikT­ok til yf­ir­heyrslu í banda­ríska þing­inu. Ung­ur ís­lensk­ur TikT­ok not­andi seg­ist ekki hrædd­ari við TikT­ok en önn­ur öpp.

TikTok ekki talið ógna þjóðaröryggi Íslands en notkun þess er til skoðunar hjá forsætisráðuneytinu

Opinberum starfsmönnum víða á Vesturlöndum er ekki heimilt að vera með samfélagsmiðilinn TikTok í snjallsímum sínum. Grunur leikur á að eigendur TikTok safni upplýsingum um notendur og deili þeim til kínverskra yfirvalda. 

Evrópusambandið og ríkisstjórnir Bretlands, Noregs, Hollands, Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada og Ítalíu hafa tekið fyrir notkun TikTok meðal starfsmanna sinna. Einnig hefur fjölmiðlafólki í þónokkrum ríkjum verið gert að eyða appinu úr þeim símum sem notaðir eru í vinnu.

TikTok ógnar ekki þjóðaröryggi Íslands

Talsmaður forsætisráðuneytis Íslands segir í samtali við Heimildina að verið sé að skoða málið nánar hér á landi. Þegar sé búið að banna starfsmönnum í utanríkisráðuneytinu að vera með TikTok í símum sínum vegna öryggisástæðna. 

Í svari frá utanríkisráðuneytinu segir að TikTok ógni ekki þjóðaröryggi Íslands né hafi áhrif á samskipti Íslands og Kína.

Hvað er TikTok?

TikTok var stofnað árið 2016 af kínverska tæknifyrirtækinu ByteDance. Áður fyrr hét hét forritið Musical.ly. Flestir notendur notuðu appið í þeim tilgangi að deila myndböndum af sér syngja eða dansa. Eftir að ByteDance keypti Musical.ly var því breytt í TikTok. 

Þegar heimsfaraldurinn COVID-19 skall á jukust vinsældir TikTok hratt. Fjölbreytni þess efnis sem notendur deildu var orðin mun meiri og fólk á öllum aldri stofnaði sér aðgang að appinu. Á meðan að fólk sat innilokað í sóttkví eða einangrun virkaði TikTok sem einhverskonar tengiliður við umheiminn. 

Biden hótar banni 

Í kjölfar vinsælda TikTok fór að bera á kenningum um að kínverski samfélagsmiðillinn safnaði gögnum um notendur og deildi þeim með kínverskum yfirvöldum. 

Árið 2020 reyndi fyrrum Bandaríkjaforseti Donald Trump fyrst að banna TikTok á grundvelli þjóðaröryggis en mistókst. Nú þremur árum síðar lýsir núverandi forseti, Joe Biden, yfir sömu áhyggjum. Stjórn Bidens hefur hótað mögulegu banni á appið verði ekki skipt um eigendur þess. Forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar sagði auðvelt fyrir Kínverja að nota appið til þess að safna gögnum um bandarískan almenning.

Sterk samstaða ríkir milli Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins um þetta mál. Nýlega lögðu flokkarnir tveir fram sameiginlegt frumvarp sem ætlað er að heimila þinginu að banna öpp sem talin eru ógna öryggi almennings.

Viðbrögð Kínverja

Kínversk stjórnvöld leggjast gegn tillögu Bandaríkjanna um sölu á appinu. Þau hafa áður gagnrýnt Bandaríkin fyrir skort á sönnunargögnum um að TikTok ógni þjóðaröryggi.

Eigendur TikTok segjast tilbúnir að semja við Bandaríkjamenn. Gagnageymsluverið Oracle geymir einhvern hluta þeirra gagna sem safnað er fyrir TikTok. Eigendur forritsins leggja til að Oracle muni alfarið sjá um gagnageymslu og þar með yrðu öll gögn í Bandaríkjunum. Þessi málamiðlun þykir ekki nægilega góð.

Áður en að hægt verður að banna appið þarf samþykki bandaríska þingsins.  Þrátt fyrir sterka samstöðu milli flokkana tveggja sem þar sitja er óvíst að bannið næði í gegn í ljósi þess að 150 milljónir manna nota TikTok í Bandaríkjunum.

Forstjóri TikTok, Shou Zi Chew, var kallaður fyrir orku- og viðskiptaráð fulltrúadeildar bandaríska þingsins vegna málsins síðastliðinn fimmtudag, 23. mars. Þar var honum gert að svara spurningum í fimm klukkustundir. Þingmenn beggja flokka spurðu Chew spjörunum úr. Chew viðurkenndi að eiga sjálfur hlut í ByteDance og sagði sín eigin börn ekki nota TikTok. Á TikTok eru nú fjöldamörg myndbönd þar sem forstjórinn er lofsunginn í athugasemdum undir myndböndum úr yfirheyrslunni fyrir einstaka yfirvegun og kurteisi.

Hvaða gögnum safnar TikTok?

Til þess að búa til TikTok aðgang þarf að deila tölvupóstfangi eða símanúmeri og að samþykkja skilmála. Það er einnig hægt að skrá sig í gegnum Facebook, Google og Twitter aðganga. Í skilmálunum kemur meðal annars fram að TikTok geti notað tækni sem greinir andlit notenda á meðan ef þeir nota filtera. 

Auk þessara upplýsinga greinir TikTok staðsetningu notenda, IP-tölu og það tæki sem viðkomandi er í. Appið fylgist með hefðbundinni notkun, til dæmis hversu lengi horft er á hvert myndband og hvaða myndbönd eru send áfram til annarra notenda.

Á síðasta ári kom í ljós að starfsmenn ByteDance notuðu TikTok til að nálgast upplýsingar um blaðamenn Buzzfeed og Financial Times. Þeir voru í kjölfarið reknir. 

Notendur TikTok hafa áhrif

Margir notendur segja TikTok ávanabindandi. Þegar forritið er opnað birtist forsíðan með sérsniðnu efni að viðkomandi notenda. Sú síða kallast „For you“ síðan. Þar birtist myndband sem algrímið telur að notandinn hafi áhuga á. Myndböndin geta verið frá nokkrum sekúndum og upp í þrjár mínútur. Notandinn getur síðan skrollað niður forsíðuna og hvert myndbandið birtist á fætur öðru. Notendum er síðan frjálst að búa til myndbönd og deila þeim. Myndbandið birtist síðan á forsíðum annarra notenda. Eftir því sem fleiri horfa á myndband, líka við það eða skilja eftir athugasemd, því líklegra er að myndbandið nái vinsældum. 

Fjöldahreyfingar eru áberandi á TikTok. Sumarið 2021 notuðu margir myllumerkið #BlackLivesMatter til þess að deila áfram efni og sýna stuðning. Í dag er búið að horfa á myndbönd undir því merki 34.000 milljarð sinnum. Annað dæmi er #freeBritney. Þegar aðdáendum poppstjörnunnar Britney Spears misbauð lögræðissvipting hennar byrjuðu þau að birta myndbönd undir því myllumerki. Byltingin endaði á því að Britney fékk sjálfræði sitt aftur.

Áhrif þess efnis sem notendur birta á TikTok hafa því sýnt sig að vera mikil.

“Ég er ekkert meira hrædd við TikTok heldur en önnur forrit”

Embla Rún Halldórsdóttir er 21 árs stjórnmálafræðinemi og TikTok notandi. Eins og svo margir aðrir byrjaði hún á TikTok í COVID af því að henni leiddist og var mikið inni. „Ég var búin að heyra fullt um TikTok og að það væri skemmtilegt en að maður þyrfti að passa tímann sinn því maður getur gleymt sér á TikTok.” 

Embla birtir sjálf myndbönd á TikTok og segir það góðan miðil til þess að vera skapandi. 

Aðspurð segir Embla að óþægilegt sé að TikTok safni um hana gögnum. „Mér finnst þetta náttúrulega óþægilegt en staðreyndin er líka að Facebook er líka að gera það. Og Google. Ég er ekkert meira hrædd við TikTok heldur en önnur forrit.”

EmblaEmbla byrjaði á TikTok í COVID

Embla segist hafa alist upp við að stór fyrirtæki væru að njósna um fólk á internetinu. „Þetta er orðinn raunveruleiki sem maður bara samþykkir”. Sem stjórnmálafræðinemi með mikinn áhuga á pólitík fær Embla oft pólitískt myndbönd á TikTok. Hún segist ekki hafa upplifað neinn áróður frá kínverska Kommúnistaflokknum. Í framhaldi segir hún "Ég fer á TikTok þegar ég er ekki að hugsa um pólitík."

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Spurningin er alltaf: hver safnar upplýsingum um okkur og hvernig eru þær notaðar?
    Ég sé mestu hættu fyrir mér þannig að urmull af netsporum ungrar manneskju sé safnaður og geymdur í ólýðræðislegu ríki (t.d. Kína). Flestar þessarar ungu manneskja vaxa úr grasi, stofna fjölskyldu og vinna óáhugaverða vinnu (frá sjónarhóli njósnara).
    Sumar verða þó þingmenn, ráðherrar, embættismenn, sjá um þjóðaröryggi og meira í þeim dúr.
    Þá getur verið gagnlegt að grafa upp það sem einstaklingurinn hefur fyrr á árum gert og skoðað: fór hann á klámsíðu þegar var 16 ára, sagði eitthvað óvarlegt þegar var 18 ára, gældi einhvern tíma við öfgasamtök áður en komst til vits, hélt fram hjá konu sinni fyrir 10 árum o.s.frv.
    Þetta gerir einstaklinginn berskjaldaðan fyrir óvinveitt ríki: hann gæti staðið frammi fyrir því að ekki komist upp um "ódæðið" með því að tjá sig um ákveðin mál, greiða atkvæði í þágu óvinveitta ríkisins (á þjóðþingi, hjá SÞ) eða einfaldlega að njósna fyrir það og alkt þar á milli.
    Vitað er að TikTok safnar upplýsingum um nethreyfingar og geymir í Kína.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár