Allt í allt eru 16,6 prósent íbúðarhúsnæðis á Akureyri í eigu einstaklinga og lögaðila sem eru með skráð heimilisfesti utan sveitarfélagsins. Alls eru 1.442 íbúðir á Akureyri í eigu fólks eða félaga sem búa eða hafa aðsetur utan sveitarfélagsins. Formaður bæjarráðs segir stöðuna geta verið áhyggjuefni í samhengi við möguleika ungs fólks til að komast inn á húsnæðismarkað en að sama skapi fylgi stöðunni einnig jákvæð áhrif.
757
Tölur þessa efnis má finna í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn þingmanns Viðreisnar, Hönnu Katrínar Friðriksson, sem spurði um fjölda íbúða í eigu einstaklinga og lögaðila í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Í ljós kom að Akureyri sker sig algjörlega úr í þessum efnum. Alls eru 8,7 prósent allra íbúða á Akureyri í eigu einstaklinga sem búa annars staðar og 7,9 prósent allra íbúða eru í eigu lögaðila sem eru …
Athugasemdir