Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Einn sjötti íbúða á Akureyri í eigu aðila utan sveitarfélagsins

Hátt í 1.500 íbúð­ir á Ak­ur­eyri eru í eigu fólks eða lög­að­ila sem hafa heim­il­is­festi ann­ars stað­ar. Ak­ur­eyri sker sig frá sveit­ar­fé­lög­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Einn sjötti íbúða á Akureyri í eigu aðila utan sveitarfélagsins
Sker sig úr Fjöldi íbúða í eigu aðila utan svæðis er langmest á Akureyri. Mynd: Shutterstock

Allt í allt eru 16,6 prósent íbúðarhúsnæðis á Akureyri í eigu einstaklinga og lögaðila sem eru með skráð heimilisfesti utan sveitarfélagsins. Alls eru 1.442 íbúðir á Akureyri í eigu fólks eða félaga sem búa eða hafa aðsetur utan sveitarfélagsins. Formaður bæjarráðs segir stöðuna geta verið áhyggjuefni í samhengi við möguleika ungs fólks til að komast inn á húsnæðismarkað en að sama skapi fylgi stöðunni einnig jákvæð áhrif.

757
íbúðir á Akureyri eru í eigu einstaklinga utan svæðisins.

Tölur þessa efnis má finna í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn þingmanns Viðreisnar, Hönnu Katrínar Friðriksson, sem spurði um fjölda íbúða í eigu einstaklinga og lögaðila í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Í ljós kom að Akureyri sker sig algjörlega úr í þessum efnum. Alls eru 8,7 prósent allra íbúða á Akureyri í eigu einstaklinga sem búa annars staðar og 7,9 prósent allra íbúða eru í eigu lögaðila sem eru …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár