Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“

Það er stað­reynd að mark­að­irn­ir hafa misst trú á að stjórn­völd nái verð­bólg­unni nið­ur á næstu miss­er­um, sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Við verð­um að gang­ast við því,“ seg­ir hann. Taka þurfi hönd­um sam­an og ná nið­ur verð­bólgu­vænt­ing­un­um.

Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“
Hugmyndir Samfylkingarinnar einskis virði Bjarni Benediksson segir að hugmyndir Samfylkingarinnar hafi verið einskis virði í tengslum við umræðuna um verðbólgu í ár. Mynd: Bára Huld Beck

„Auðvitað er það bara staðreynd, og það er mælanleg staðreynd, að markaðirnir hafa misst trú á að við náum verðbólgunni niður á næstu misserum. Það er bara mælanleg staðreynd. Við verðum að gangast við því.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurn sinni að það hlyti að vera hlutverk ráðherrans að sjá til þess að fólk fengi aftur trú á því að hægt væri að ná verðbólgunni niður. Ekki væri hægt að skilja vandann eftir hjá Seðlabankanum. 

Bjarni sagði jafnframt að taka þyrfti höndum saman og ná niður verðbólguvæntingunum. Það væri vel gerlegt. „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús,“ sagði hann. 

Ætlar ríkisstjórnin að breyta um nálgun í fjármálaáætlun?

Logi rifjaði upp í fyrirspurn sinni að fjármálaráðherra hefði kynnt fjárlög síðasta haust undir yfirskriftinni „Unnið gegn verðbólgu“. 

„Við í Samfylkingunni bentum strax á að fjárlögin væru hvorki til þess fallin að vinna gegn verðbólgu né verja heimilisbókhald viðkvæmustu hópanna. Sú gagnrýni reyndist rétt. Verðbólgan er vaxandi, er komin upp í 10 prósent og heimilin standa berskjölduð gagnvart vaxtahækkununum; hærri vöxtum en við höfum séð síðan skömmu eftir hrun. Því féll ríkisstjórnin á því prófi að minnsta kosti. 

En Samfylkingin hefur ekki látið sér nægja að gagnrýna ríkisstjórnina. Við höfum þvert á móti lagt fram tillögur að aðgerðum gegn verðbólgunni og til að verja viðkvæmustu hópa landsins. Samfylkingin kynnti kjarapakka sem gekk út á að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru, eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórútgerð og methagnað hjá bönkunum, að draga þannig úr hallarekstri ríkissjóðs en hlífa um leið heimilum, til dæmis með því að falla frá ýtrustu gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar,“ sagði hann. 

Ráðherra svari með skætingiLogi segir að fjármála- og efnahagsráðherra svari með skætingi

Logi telur að Bjarni viti þetta en hafi hingað til helst svarað tillögum þeirra með hefðbundnum „pólitískum skætingi“. 

„Hann sagði til dæmis hér í ræðustól að háttvirtur þingmaður Kristrún Frostadóttir væri að ala á öfund með hófsömum og ábyrgum tillögum um aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs. Nú hefur hæstvirtur forsætisráðherra hins vegar kallað eftir aðhaldi á tekjuhlið ríkissjóðs og seðlabankastjóri, peningastefnunefnd, gerði slíkt hið sama í gær,“ sagði hann og spurði Bjarna hvort vænta mætti þess að ríkisstjórnin breytti um nálgun í fjármálaáætlun í næstu viku. „Kemur til greina að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru, eins og Samfylkingin hefur bent á, til dæmis með því að eigendur fjármagnsins leggi meira af mörkum eða með hvalrekaskatti á banka og stórútgerðir?“

Hefur ekki staðið á ráðherra að beita sköttum

Bjarni svaraði og sagði að honum fyndist nú svolítið mikið í lagt að halda því fram að tillögur Samfylkingarinnar hefðu skipt einhverju máli í tengslum við fjárlög ársins. 

„Þegar lagðar eru saman tekju- og gjaldatillögur Samfylkingarinnar þá átti afkoman að batna um heila 4 milljarða. Nú vorum við að greina frá því í gær að afkoma ríkissjóðs er að batna um 70 milljarða af frumjöfnuði á þessu ári sem sýnir að þessi stóru kerfi okkar virka eins og til er ætlast. Þegar það er spenna í hagkerfinu taka tekjuskattskerfin meira til sín. Virðisaukaskattur vex, tekjuskattur einstaklinga hækkar, tekjuskattur fyrirtækja hækkar og svo framvegis. Þess vegna segi ég að þessar hugmyndir Samfylkingarinnar, sem voru kynntar hér í þinginu, voru einskis virði í tengslum við umræðuna um verðbólgu í ár.

Ef við skoðum hins vegar af einhverri sanngirni það sem er að gerast í frumjöfnuði í ríkisfjármálunum þá er það í raun og veru með miklum ólíkindum að orðið hefur tæplega 200 milljarða bati á frumjöfnuði á tveimur árum. Og batinn heldur áfram. Við erum aftur komin í jákvæðan frumjöfnuð á þessu ári á undan áætlun. Ekki er hægt að halda öðru fram, vegna þess hvernig staðan er að þróast frá ári til árs, en að ríkið sé á þennan mælikvarða að reka aðhaldssamari stefnu en opinber umræða ber með sér,“ sagði Bjarni. 

Ráðherrann sagði jafnframt að ekki kæmi á óvart að Samfylkingin vildi tala fyrir skattahækkun. „Það er almennt þannig með Samfylkinguna að hún talar fyrir sköttum til þess að eyða þeim samstundis. Það hefur ekkert staðið á mér þegar við hefur átt að beita sköttum. Ég held ég hafi sótt, í ríkisstjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, mestu skatta í Íslandssögunni í einu frumvarpi sem endaði í um 400 milljarða tekjum fyrir ríkissjóð. En skattar sem eru eingöngu til þess ætlaðir að auka útgjaldastigið hjálpa ekki við þær aðstæður sem eru uppi núna.“

Ekki hægt að skilja vandann eftir hjá Seðlabankanum

Logi hélt áfram fyrirspurn sinni og sagði að ráðherra hefði verið í lófa lagið að samþykkja tekjuaðgerðir Samfylkingarinnar vegna þess að þær hefðu verið upp á 17 milljarða króna, 0,5 prósent af vergri landsframleiðslu. Það væri ótrúlegt að fjármálaráðherra héldi því fram að slíkt skipti ekki máli þegar kæmi að ríkisfjármálum. „Hér erum við að tala um þá hópa sem hafa í rauninni haft það allra best og haft það mjög gott í gegnum þetta tímabil.“

Varðandi það að björt tíð væri í vændum þá benti Logi á að Bjarni hefði nýlega sagt að fólk væri hætt að hafa trú á því að hægt væri að ná verðbólgunni niður. „Það hlýtur að minnsta kosti að vera hans hlutverk að sjá til þess að fólk fái aftur trú á því. Það er ekki hægt að skilja vandann eftir bara hjá Seðlabankanum. Þannig að ég ítreka spurninguna: Kemur til greina í fjármálaáætlun að breyta um takt og sækja tekjur til allra best stöddu hópanna í samfélaginu?“ spurði hann. 

Seðlabankinn hefur „svo sem ekkert verið fullkominn“

Bjarni steig aftur í pontu og sagði að hann teldi það almennt ekki góðri lukku stýra að líta í hina áttina þegar einhverjar staðreyndir blöstu við. 

„Auðvitað er það bara staðreynd, og það er mælanleg staðreynd, að markaðirnir hafa misst trú á að við náum verðbólgunni niður á næstu misserum. Það er bara mælanleg staðreynd. Við verðum að gangast við því. Ég er að benda hér á að í ár er aðhald ríkisfjármálanna miklu meira en almenn umræða hefur gefið til kynna. Við þurfum að horfa til þess í næstu áætlun okkar hvað við gætum gert frekar til þess, já, að standa með Seðlabankanum, sem hefur þetta skýra hlutverk að halda verðgildi peninganna í skefjum, þ.e. að halda verðbólgunni í skefjum þannig að verðgildi peninganna sé verndað. 

Við höfum 2,5 prósent verðbólgumarkmið og þegar okkur rekur mjög langt frá því þá er það mjög skaðlegt. Ég get alveg tekið undir það að Seðlabankinn getur ekki einn staðið í því. Ég hef heldur aldrei haldið því fram, en Seðlabankinn hefur svo sem ekkert verið fullkominn og óskeikull í öllu því sem hann hefur verið að fást við. Aðalatriðið er það að við komumst ekkert með því að vera að benda fingrinum hvert á annað. Það þarf að taka höndum saman og ná niður verðbólguvæntingunum og það er vel gerlegt. Ég hef trú á því og við munum skila því í hús,“ sagði ráðherrann í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁS
    Áslaug Sigurjónsdóttir skrifaði
    BB er að svara eins og DO, búinn að læra eitthvað af honum. Það skilur enginn almenningur svörin hans og vita ekki hvað er fram undan. BB er með þöggun eins og þetta komi honum ekki við. Í daglegu tali kallast þetta hroki til þjóðarinnar. Katrín hvað er næst á dagskrá.?
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Þú þarna Vellýgni Bjarni! Ef þú hefðir einhverja döngun í þér til að gera eitthvað, tala nú ekki um dómgreind eða vilja væri þjóðin ekki í þessum djúpa skít! Við getum þakkað þér og seðlabankastjóra um þessar fjárhagslegu hamfarir sem á þjóðinni dynja! Svei þér!
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    „Auðvitað er það bara staðreynd, og það er mælanleg staðreynd, að markaðirnir hafa misst trú á að við náum verðbólgunni niður á næstu misserum. Það er bara mælanleg staðreynd. Við verðum að gangast við því.“

    Í burtu með þessa ríkisstjórn VG liða í boði sjálfstæðisflokksins.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár