Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skortur á orku til jöfnunar gerir vindorkuáform lítt raunhæf

Raf­orku­fyr­ir­tæk­in hér­lend­is búa að lít­illi sem engri orku sem hægt er að selja einka­að­il­um til að jafna orku­fram­boð frá vind­myll­um. Af þeim sök­um eru áform um stór­fellda upp­bygg­ingu vindorku­vera í eigu einka­að­ila svo gott sem óraun­hæf.

Skortur á orku til jöfnunar gerir vindorkuáform lítt raunhæf
Illgerlegt Vart er gerlegt fyrir einkaaðila að koma upp vindorkuverum þar eð enga orku er að hafa til að jafna sveiflur í framleiðslunni. Mynd: EPA

Nánast enga raforku er að hafa í landinu til að sveiflujafna raforkuframleiðslu frá vindorkuverum. Það þýðir að hugmyndum einkaaðila um uppbyggingu vindorkuvera eru töluverð takmörk sett. Framleiðsla rafmagns með vindorku er þeim takmörkunum háð að vindur verður að vera til staðar, og til að hægt sé að tryggja viðskiptavinum sem kaupa raforku sem aflað er með vindorku stöðugt og öruggt afl, er nauðsynlegt að hafa upp á að hlaupa rafmagn sem framleitt er með vatnsaflsvirkjunum.

Sex fyrirtæki framleiða rafmagn hér á landi nú um stundir til sölu á markaði. Af þeim er Landsvirkjun langsamlega stærst, framleiðir um 71 prósent allrar raforku í landinu. Eftirspurn eftir orku frá Landsvirkjun er afar mikil og meiri en fyrirtækið nær að anna um þessar mundir. Svipaða sögu er að segja um hin orkufyrirtækin. Orka náttúrunnar kemur næst Landsvirkjun að framleiðslugetu og framleiðir um 19 …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Ef menn gefa sér ranga forsendu í upphafi og draga svo ályktun byggða á henni, þá er líklegt að sú ályktun verði röng. Hér gefur blaðamaður sér að allir hegði sér eins og stóriðja og vilji stöðgut afl. Það eru margir aðilar, t.d. gagnaver og rafeldsneytisframleiðsla, þar sem lágt raforkuverð fyrir ótrygga sveiflukennda raforku er hagkvæmari en dýr raforka sem er jöfn, trygg og á forgangi.
    Svo vitnað sé í Auði Nönnu Baldvinsdóttur hjá IðunnH2, sem hyggst framleiða rafeldnseyti fyrir flug:
    "En jú, fyr­ir svona vinnslu á þess­ari stærðargráðu sem við erum að tala um þá verður aug­ljós­lega verður ein­hver virkj­un sem fylg­ir því.“
    Fram­leiðslan geti þó farið fram með sveigj­an­leg­um hætti, sem leiði til heild­ar­nýt­ingu raf­orku­kerf­is­ins.
    „Það sem er gott við svona vinnslu er að vera með sveigj­an­lega notk­un. Það er verið að tala um að það verði hægt að keyra slíka vinnslu þegar það er rok eða þegar það er mikið rennsli í lón­um. Þannig sveigj­an­leiki í notk­un bæt­ir í raun heild­ar­nýt­ingu raf­orku­kerf­is­ins.“
    https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/03/kaupa_45_thusund_tonn_af_kolefnishlutlausu_eldsneyt/
    0
  • Ingibjörg Eiríksdóttir skrifaði
    Hvers vegna er þá HS orka, sem eigandi Qair, að vinna að því hörðum höndum að reisa fjölda vindorkuvera? Getur einhver frætt mig um það??!
    0
    • Geir Gudmundsson skrifaði
      Qair, hefur lýst því yfir að fyrirtækið ætli að framleiða rafeldsneyti og hefur m.a. tryggt sér lóð fyrir slíka verksmiðju á Grundartanga. Rafeldsneytisframleiðsla þarf mjög mikla raforku, en þarf ekki endilega jafnt rafafl til að vera hagkvæm. Lágt raforkuverð skiptir meira máli en aukin fjárfestingakostnaður í framleiðslubúnaði sem keyrður er á lélegri nýtni, þ.e. framleiðslan á rafeldsneytinu er látin sveiflast í takt við raforkuframleiðslu vindmyllanna. Miðað við tölur frá Noregi er framleiðslukostnaður raforku frá vindmyllum 60- 70% af framleiðslukostnaði vatnsafls sem myndi réttlæta stærri rafelsneytisframleiðslubúnað sem framleiðir minna (lélegri nýtni).
      0
  • S
    skalp skrifaði
    Hér vantar umfjöllun um þann möguleika að framleiðsla rafeldsneytis geti sætt sig við ótrygga raforku frá vindmyllum og geta þá hugsanlega keypt jöfnunarorku á dagprísum.
    Innskotið frá EXIT/TJN gefur pistlinum það yfirbragð að höfundur leitist við að þóknast andstæðingum vindorkuvinnslu fremur en öðrum og hlutleysis því etv. ekki gætt.
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Orkubú Vestfjarða: „Það er álit fyrirtækisins að vindorka og vatnsafl geti unnið mjög vel saman, ..."
    Erlendis eru einmitt uppistöðulón notuð til jöfnunar. Á Íslandi eru mörg uppistöðulón en til orkujöfnunar þurfa fyrirtækin þá að vinna saman.
    Þegar vindur blæs hvílir rafmagnsframleiðslan úr vatnsafli eða minnkar og lónin fyllast, við logn má svo tæma lónin hraðar en ella í þeirri vissu að lognið varar aldrei lengi.
    Vandamálið er ekki tæknilegs eðlis heldur viðskiptalegt vandamál, hvernig fyrirtækin gera upp við hvert annað fyrir greiðann.
    Svo má bæta 3. kostinn við: photovoltaic á útlensku, mjög stöðug og fyrirsjáanleg framleiðsla á rafmagni frá mars til óktober. Núna eru m.a.s. Norðmenn að tala um hana og það jafnvel mun norðar en við erum.
    Kerfin verða auðvitað að vera samanlögð mun öflugri en stöðuga eftirspurnin krefst en hugsanleg umframorka gæti nýst til framleiðslu á vetni eða annari orku til útflutnings.
    1
    • Geir Gudmundsson skrifaði
      Til að nýta vatnsafl til sveiflujöfnunar í raforkukerfinu, þarf að auka aflgetu vatnsaflsvirkjanna, en við það eykst ekki orkuframleiðslan, því hún er háð árlegu vatnsstreymi í gegnum virkjunina, sem aftur er háð úrkomunni og vatnasviðinu. Fleiri aflvélar sem keyra á lægri nýti kostar auka fjárfestingu án þess að hægt sé að selja meira magn raforku. Því þarf raforkuverðið að hækka, og sá kostaður lendir væntanlega á vindorkunni sem þarf að kaupa aukið sveiflukennt afl af vatnsaflvirkjunum.
      Stundum er samt erfitt að auka aflið. Hámarksafl Fljótsdalsvirkjunar (Kárahnjúkar) takmarkast af stærð aðfallsganganna sem hafa ákveðið hámarksstreymi. Ef tvöfalda ætti afl Fljótsdalsvirkjunar þyrfti sennilega að leggja önnur göng (ein lengstu aðfallsgöng í heimi) frá Hálslóni niður í virkjun. Þannig væri hægt að sveiflujafna um 150 vindmyllur með 5 MW uppsett afl. Sumstaðar er þó auðveldara að auka aflgetu vatnsaflsvirkjunar, jafnvel byggja pumped-storage virkjun, eins og er í flestum löndum til að jafna sveiflur í raforkunotkun. Í Noregi eru sveifluafls virkjanir upp á 1,5 GW, eða helmingurinn af því rafafli sem er á Íslandi. En svo megum við ekki gleyma að núna þarf að virkja mikið fyrir erfiðustu orkuskiptin (skip og flugvélar) og rafeldsneytisframleiðsla þarf ekki stöðugt afl til að vera hagkvæm, getur jafvel verið hagkvæmari á ódýru ótryggu afli.
      https://en.wikipedia.org/wiki/Pumped-storage_hydroelectricity
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár