Nánast enga raforku er að hafa í landinu til að sveiflujafna raforkuframleiðslu frá vindorkuverum. Það þýðir að hugmyndum einkaaðila um uppbyggingu vindorkuvera eru töluverð takmörk sett. Framleiðsla rafmagns með vindorku er þeim takmörkunum háð að vindur verður að vera til staðar, og til að hægt sé að tryggja viðskiptavinum sem kaupa raforku sem aflað er með vindorku stöðugt og öruggt afl, er nauðsynlegt að hafa upp á að hlaupa rafmagn sem framleitt er með vatnsaflsvirkjunum.
Sex fyrirtæki framleiða rafmagn hér á landi nú um stundir til sölu á markaði. Af þeim er Landsvirkjun langsamlega stærst, framleiðir um 71 prósent allrar raforku í landinu. Eftirspurn eftir orku frá Landsvirkjun er afar mikil og meiri en fyrirtækið nær að anna um þessar mundir. Svipaða sögu er að segja um hin orkufyrirtækin. Orka náttúrunnar kemur næst Landsvirkjun að framleiðslugetu og framleiðir um 19 …
Svo vitnað sé í Auði Nönnu Baldvinsdóttur hjá IðunnH2, sem hyggst framleiða rafeldnseyti fyrir flug:
"En jú, fyrir svona vinnslu á þessari stærðargráðu sem við erum að tala um þá verður augljóslega verður einhver virkjun sem fylgir því.“
Framleiðslan geti þó farið fram með sveigjanlegum hætti, sem leiði til heildarnýtingu raforkukerfisins.
„Það sem er gott við svona vinnslu er að vera með sveigjanlega notkun. Það er verið að tala um að það verði hægt að keyra slíka vinnslu þegar það er rok eða þegar það er mikið rennsli í lónum. Þannig sveigjanleiki í notkun bætir í raun heildarnýtingu raforkukerfisins.“
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/03/kaupa_45_thusund_tonn_af_kolefnishlutlausu_eldsneyt/
Innskotið frá EXIT/TJN gefur pistlinum það yfirbragð að höfundur leitist við að þóknast andstæðingum vindorkuvinnslu fremur en öðrum og hlutleysis því etv. ekki gætt.
Erlendis eru einmitt uppistöðulón notuð til jöfnunar. Á Íslandi eru mörg uppistöðulón en til orkujöfnunar þurfa fyrirtækin þá að vinna saman.
Þegar vindur blæs hvílir rafmagnsframleiðslan úr vatnsafli eða minnkar og lónin fyllast, við logn má svo tæma lónin hraðar en ella í þeirri vissu að lognið varar aldrei lengi.
Vandamálið er ekki tæknilegs eðlis heldur viðskiptalegt vandamál, hvernig fyrirtækin gera upp við hvert annað fyrir greiðann.
Svo má bæta 3. kostinn við: photovoltaic á útlensku, mjög stöðug og fyrirsjáanleg framleiðsla á rafmagni frá mars til óktober. Núna eru m.a.s. Norðmenn að tala um hana og það jafnvel mun norðar en við erum.
Kerfin verða auðvitað að vera samanlögð mun öflugri en stöðuga eftirspurnin krefst en hugsanleg umframorka gæti nýst til framleiðslu á vetni eða annari orku til útflutnings.
Stundum er samt erfitt að auka aflið. Hámarksafl Fljótsdalsvirkjunar (Kárahnjúkar) takmarkast af stærð aðfallsganganna sem hafa ákveðið hámarksstreymi. Ef tvöfalda ætti afl Fljótsdalsvirkjunar þyrfti sennilega að leggja önnur göng (ein lengstu aðfallsgöng í heimi) frá Hálslóni niður í virkjun. Þannig væri hægt að sveiflujafna um 150 vindmyllur með 5 MW uppsett afl. Sumstaðar er þó auðveldara að auka aflgetu vatnsaflsvirkjunar, jafnvel byggja pumped-storage virkjun, eins og er í flestum löndum til að jafna sveiflur í raforkunotkun. Í Noregi eru sveifluafls virkjanir upp á 1,5 GW, eða helmingurinn af því rafafli sem er á Íslandi. En svo megum við ekki gleyma að núna þarf að virkja mikið fyrir erfiðustu orkuskiptin (skip og flugvélar) og rafeldsneytisframleiðsla þarf ekki stöðugt afl til að vera hagkvæm, getur jafvel verið hagkvæmari á ódýru ótryggu afli.
https://en.wikipedia.org/wiki/Pumped-storage_hydroelectricity