Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skortur á orku til jöfnunar gerir vindorkuáform lítt raunhæf

Raf­orku­fyr­ir­tæk­in hér­lend­is búa að lít­illi sem engri orku sem hægt er að selja einka­að­il­um til að jafna orku­fram­boð frá vind­myll­um. Af þeim sök­um eru áform um stór­fellda upp­bygg­ingu vindorku­vera í eigu einka­að­ila svo gott sem óraun­hæf.

Skortur á orku til jöfnunar gerir vindorkuáform lítt raunhæf
Illgerlegt Vart er gerlegt fyrir einkaaðila að koma upp vindorkuverum þar eð enga orku er að hafa til að jafna sveiflur í framleiðslunni. Mynd: EPA

Nánast enga raforku er að hafa í landinu til að sveiflujafna raforkuframleiðslu frá vindorkuverum. Það þýðir að hugmyndum einkaaðila um uppbyggingu vindorkuvera eru töluverð takmörk sett. Framleiðsla rafmagns með vindorku er þeim takmörkunum háð að vindur verður að vera til staðar, og til að hægt sé að tryggja viðskiptavinum sem kaupa raforku sem aflað er með vindorku stöðugt og öruggt afl, er nauðsynlegt að hafa upp á að hlaupa rafmagn sem framleitt er með vatnsaflsvirkjunum.

Sex fyrirtæki framleiða rafmagn hér á landi nú um stundir til sölu á markaði. Af þeim er Landsvirkjun langsamlega stærst, framleiðir um 71 prósent allrar raforku í landinu. Eftirspurn eftir orku frá Landsvirkjun er afar mikil og meiri en fyrirtækið nær að anna um þessar mundir. Svipaða sögu er að segja um hin orkufyrirtækin. Orka náttúrunnar kemur næst Landsvirkjun að framleiðslugetu og framleiðir um 19 …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Ef menn gefa sér ranga forsendu í upphafi og draga svo ályktun byggða á henni, þá er líklegt að sú ályktun verði röng. Hér gefur blaðamaður sér að allir hegði sér eins og stóriðja og vilji stöðgut afl. Það eru margir aðilar, t.d. gagnaver og rafeldsneytisframleiðsla, þar sem lágt raforkuverð fyrir ótrygga sveiflukennda raforku er hagkvæmari en dýr raforka sem er jöfn, trygg og á forgangi.
    Svo vitnað sé í Auði Nönnu Baldvinsdóttur hjá IðunnH2, sem hyggst framleiða rafeldnseyti fyrir flug:
    "En jú, fyr­ir svona vinnslu á þess­ari stærðargráðu sem við erum að tala um þá verður aug­ljós­lega verður ein­hver virkj­un sem fylg­ir því.“
    Fram­leiðslan geti þó farið fram með sveigj­an­leg­um hætti, sem leiði til heild­ar­nýt­ingu raf­orku­kerf­is­ins.
    „Það sem er gott við svona vinnslu er að vera með sveigj­an­lega notk­un. Það er verið að tala um að það verði hægt að keyra slíka vinnslu þegar það er rok eða þegar það er mikið rennsli í lón­um. Þannig sveigj­an­leiki í notk­un bæt­ir í raun heild­ar­nýt­ingu raf­orku­kerf­is­ins.“
    https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/03/kaupa_45_thusund_tonn_af_kolefnishlutlausu_eldsneyt/
    0
  • Ingibjörg Eiríksdóttir skrifaði
    Hvers vegna er þá HS orka, sem eigandi Qair, að vinna að því hörðum höndum að reisa fjölda vindorkuvera? Getur einhver frætt mig um það??!
    0
    • Geir Gudmundsson skrifaði
      Qair, hefur lýst því yfir að fyrirtækið ætli að framleiða rafeldsneyti og hefur m.a. tryggt sér lóð fyrir slíka verksmiðju á Grundartanga. Rafeldsneytisframleiðsla þarf mjög mikla raforku, en þarf ekki endilega jafnt rafafl til að vera hagkvæm. Lágt raforkuverð skiptir meira máli en aukin fjárfestingakostnaður í framleiðslubúnaði sem keyrður er á lélegri nýtni, þ.e. framleiðslan á rafeldsneytinu er látin sveiflast í takt við raforkuframleiðslu vindmyllanna. Miðað við tölur frá Noregi er framleiðslukostnaður raforku frá vindmyllum 60- 70% af framleiðslukostnaði vatnsafls sem myndi réttlæta stærri rafelsneytisframleiðslubúnað sem framleiðir minna (lélegri nýtni).
      0
  • S
    skalp skrifaði
    Hér vantar umfjöllun um þann möguleika að framleiðsla rafeldsneytis geti sætt sig við ótrygga raforku frá vindmyllum og geta þá hugsanlega keypt jöfnunarorku á dagprísum.
    Innskotið frá EXIT/TJN gefur pistlinum það yfirbragð að höfundur leitist við að þóknast andstæðingum vindorkuvinnslu fremur en öðrum og hlutleysis því etv. ekki gætt.
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Orkubú Vestfjarða: „Það er álit fyrirtækisins að vindorka og vatnsafl geti unnið mjög vel saman, ..."
    Erlendis eru einmitt uppistöðulón notuð til jöfnunar. Á Íslandi eru mörg uppistöðulón en til orkujöfnunar þurfa fyrirtækin þá að vinna saman.
    Þegar vindur blæs hvílir rafmagnsframleiðslan úr vatnsafli eða minnkar og lónin fyllast, við logn má svo tæma lónin hraðar en ella í þeirri vissu að lognið varar aldrei lengi.
    Vandamálið er ekki tæknilegs eðlis heldur viðskiptalegt vandamál, hvernig fyrirtækin gera upp við hvert annað fyrir greiðann.
    Svo má bæta 3. kostinn við: photovoltaic á útlensku, mjög stöðug og fyrirsjáanleg framleiðsla á rafmagni frá mars til óktober. Núna eru m.a.s. Norðmenn að tala um hana og það jafnvel mun norðar en við erum.
    Kerfin verða auðvitað að vera samanlögð mun öflugri en stöðuga eftirspurnin krefst en hugsanleg umframorka gæti nýst til framleiðslu á vetni eða annari orku til útflutnings.
    1
    • Geir Gudmundsson skrifaði
      Til að nýta vatnsafl til sveiflujöfnunar í raforkukerfinu, þarf að auka aflgetu vatnsaflsvirkjanna, en við það eykst ekki orkuframleiðslan, því hún er háð árlegu vatnsstreymi í gegnum virkjunina, sem aftur er háð úrkomunni og vatnasviðinu. Fleiri aflvélar sem keyra á lægri nýti kostar auka fjárfestingu án þess að hægt sé að selja meira magn raforku. Því þarf raforkuverðið að hækka, og sá kostaður lendir væntanlega á vindorkunni sem þarf að kaupa aukið sveiflukennt afl af vatnsaflvirkjunum.
      Stundum er samt erfitt að auka aflið. Hámarksafl Fljótsdalsvirkjunar (Kárahnjúkar) takmarkast af stærð aðfallsganganna sem hafa ákveðið hámarksstreymi. Ef tvöfalda ætti afl Fljótsdalsvirkjunar þyrfti sennilega að leggja önnur göng (ein lengstu aðfallsgöng í heimi) frá Hálslóni niður í virkjun. Þannig væri hægt að sveiflujafna um 150 vindmyllur með 5 MW uppsett afl. Sumstaðar er þó auðveldara að auka aflgetu vatnsaflsvirkjunar, jafnvel byggja pumped-storage virkjun, eins og er í flestum löndum til að jafna sveiflur í raforkunotkun. Í Noregi eru sveifluafls virkjanir upp á 1,5 GW, eða helmingurinn af því rafafli sem er á Íslandi. En svo megum við ekki gleyma að núna þarf að virkja mikið fyrir erfiðustu orkuskiptin (skip og flugvélar) og rafeldsneytisframleiðsla þarf ekki stöðugt afl til að vera hagkvæm, getur jafvel verið hagkvæmari á ódýru ótryggu afli.
      https://en.wikipedia.org/wiki/Pumped-storage_hydroelectricity
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
6
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
7
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
8
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Heimilið er að koma aftur í tísku
10
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár