„Hvað á ég að hafa í matinn?“ og „Getur þú skrifað starfsumsókn fyrir mig?“ eru á meðal spurninga sem samtalsgreindin ChatGPT, afurð mállíkansins GPT-4, fer létt með að svara og einfalda þannig líf okkar með ýmsum hætti. Um er að ræða nýjustu afurð bandaríska fyrirtækisins OpenAI, sem er þekkt fyrir nýstárlegar gervigreindarlausnir. Nýjasta útgáfan, GPT-4, er nokkuð lunkin í íslensku og þar hefur íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind gegnt lykilhlutverki.
„Möguleikarnir varðandi þessa tækni takmarkast aðallega af hugmyndaflugi okkar sjálfra,“ segir Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar. GPT-4 var kynnt í síðustu viku en samstarf Miðeindar og OpenAI hófst í kjölfar heimsóknar forseta Íslands og sendinefndar til höfuðstöðva OpenAI í San Francisco síðasta vor.
Viðtökurnar voru framar vonum og eru langir biðlistar eftir prófunaraðgangi að GPT-4. „Öll sem hafa áhuga á að prófa þetta …
Athugasemdir