Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Á bilinu tveir til 166 leikskólakennarar hafa útskrifast árlega frá 2005

Braut­skrán­ing­um úr leik­skóla­kenn­ara­fræði fækk­aði gríð­ar­lega eft­ir að nám­ið var lengt úr þrem­ur í fimm ár­ið 2008. Braut­skrán­ing­um fer nú aft­ur fjölg­andi eft­ir að meist­ara­nám til kennslu var inn­leitt ár­ið 2020 auk laga­breyt­ing­ar sem veit­ir kennslu­rétt­indi óháð skóla­stigi. Því er ekki víst að all­ir leik­skóla­kenn­ar­ar skili sér inn á leik­skóla­stig­ið.

Á bilinu tveir til 166 leikskólakennarar hafa útskrifast árlega frá 2005
Óvíst hvort leikskólakennarar stafi á leikskólastiginu Brautskráðum leikskólakennurum fer fjölgandi eftir að þeim fækkaði mikið þegar námið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2008. Ný lög um kennaranám tóku gildi 2020 sem veitir kennurum eitt leyfisbréf óháð skólastigi og því er óljóst hvort leikskólakennarar skili sér á leikskólastigið. Mynd: Heiða Helgadóttir

73 brautskráðust úr leikskólakennarafræði á síðasta ári, 93 færri en árið 2006, þegar 166 luku námi og höfðu aldrei verið fleiri. Aðeins tveir brautskráðust árið 2013 þegar útskrift fór fram í fyrsta sinn eftir að leikskólakennaranám var lengt úr þremur árum í fimm með lagasetningu árið 2008. 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svari háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um hversu margir hafa útskrifast með B.Ed.-gráðu og M.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði ár hvert á árunum 2005-2022.

Mannekla hefur einkennt leikskóla borgarinnar svo árum skiptir en undanfarið hefur annar vandi bæst við þar sem leikskólum hefur verið lokað og starfsemi færð annað vegna raka- og mygluskemmda. Biðlistar eftir leikskólaplássi lengjast og foreldrar hafa komið saman í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir fundi borgarráðs á fimmtudögum síðustu vikur og mótmælt stöðunni. Reykjavíkurborg greindi frá því í síðustu viku að einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum í haust og að endurbætur og framkvæmdir á leikskólahúsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla.   

Óvíst hvort leikskólakennarar starfi á leikskólastiginu

Eftir að námið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2008 fækkaði brautskráðum leikskólakennurum úr 47 árið 2012 í 2 árið 2013 þegar aðeins tveir brautskráðust. Á árunum 2014-2020 voru brautskráningar á bilinu 12-31. Árið 2021 fjölgaði brautskráningum á ný eftir innleiðingu svokallaðs MT-náms, sem er á sama stigi og M.Ed.-nám, sem veitir kennararéttindi. 

Þannig voru brautskráningar 31 árið 2020 en 41 árið 2021 þegar fyrsta brautskráningin úr MT-náminu fór fram. Meistaranám til kennslu, MT-nám, er aðgengilegt þeim sem hafa lokið 120 einingum á bakkalárstigi í kennslugreinum grunnskóla. Að loknu tveggja ára námi er hægt að sækja um leyfisbréf sem kennari óháð skólastigi. Í fyrra voru brautskráningarnar 73 eins og áður segir. 

Brautskráðum leikskólakennurum er því farið að fjölga á ný en ljóst er að lenging námsins annars vegar og lagabreyting sem tók gildi í upphafi árs 2020 þar sem kennarar fá eitt leyfisbréf óháð skólastigi hafa haft áhrif á fjölda leikskólakennara sem starfa á leikskólastigi.

Mannekla birtingarmynd á alvarlegasta vanda leikskólastigsins

Skúli Helga­son, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi formaður skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, vakti athygli á þróun fjölda brautskráðra úr leikskólakennarafræði á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði manneklu vera birtingarmynd á al­var­leg­asta vanda leik­skóla­stigs­ins í borg­inni und­an­far­inn ára­tug.

Skúli sagði áhrif lengingar námsins árið 2008 vega þungt, auk þess sem lagabreytingin um eitt leyfisbréf óháð skólastigi sem tók gildi í upphafi árs 2020 hafi haft alvarlegar afleiðingar þar sem aðsókn í námið hafi hrunið.  „Og í stað þess að við vær­um að út­skrifa í kring­um átta­tíu nýja kenn­ara inn í leik­skól­ana á hverju ári eins og var frá ár­un­um 2010-2011, þá fór fjöld­inn þegar verst lét í rúm­lega tutt­ugu á ári. Og hélst þannig í mörg ár, lung­ann af síðasta ára­tug. Þannig að það var fall í fjölda út­skrifaðra um 75 prósent,“ sagði Skúli á fundi borgarstjórnar í gær þar sem tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um bráðaaðgerðir í málefnum barna á leikskólaaldri var til umfjöllunar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár