Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Á bilinu tveir til 166 leikskólakennarar hafa útskrifast árlega frá 2005

Braut­skrán­ing­um úr leik­skóla­kenn­ara­fræði fækk­aði gríð­ar­lega eft­ir að nám­ið var lengt úr þrem­ur í fimm ár­ið 2008. Braut­skrán­ing­um fer nú aft­ur fjölg­andi eft­ir að meist­ara­nám til kennslu var inn­leitt ár­ið 2020 auk laga­breyt­ing­ar sem veit­ir kennslu­rétt­indi óháð skóla­stigi. Því er ekki víst að all­ir leik­skóla­kenn­ar­ar skili sér inn á leik­skóla­stig­ið.

Á bilinu tveir til 166 leikskólakennarar hafa útskrifast árlega frá 2005
Óvíst hvort leikskólakennarar stafi á leikskólastiginu Brautskráðum leikskólakennurum fer fjölgandi eftir að þeim fækkaði mikið þegar námið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2008. Ný lög um kennaranám tóku gildi 2020 sem veitir kennurum eitt leyfisbréf óháð skólastigi og því er óljóst hvort leikskólakennarar skili sér á leikskólastigið. Mynd: Heiða Helgadóttir

73 brautskráðust úr leikskólakennarafræði á síðasta ári, 93 færri en árið 2006, þegar 166 luku námi og höfðu aldrei verið fleiri. Aðeins tveir brautskráðust árið 2013 þegar útskrift fór fram í fyrsta sinn eftir að leikskólakennaranám var lengt úr þremur árum í fimm með lagasetningu árið 2008. 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svari háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um hversu margir hafa útskrifast með B.Ed.-gráðu og M.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði ár hvert á árunum 2005-2022.

Mannekla hefur einkennt leikskóla borgarinnar svo árum skiptir en undanfarið hefur annar vandi bæst við þar sem leikskólum hefur verið lokað og starfsemi færð annað vegna raka- og mygluskemmda. Biðlistar eftir leikskólaplássi lengjast og foreldrar hafa komið saman í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir fundi borgarráðs á fimmtudögum síðustu vikur og mótmælt stöðunni. Reykjavíkurborg greindi frá því í síðustu viku að einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum í haust og að endurbætur og framkvæmdir á leikskólahúsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla.   

Óvíst hvort leikskólakennarar starfi á leikskólastiginu

Eftir að námið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2008 fækkaði brautskráðum leikskólakennurum úr 47 árið 2012 í 2 árið 2013 þegar aðeins tveir brautskráðust. Á árunum 2014-2020 voru brautskráningar á bilinu 12-31. Árið 2021 fjölgaði brautskráningum á ný eftir innleiðingu svokallaðs MT-náms, sem er á sama stigi og M.Ed.-nám, sem veitir kennararéttindi. 

Þannig voru brautskráningar 31 árið 2020 en 41 árið 2021 þegar fyrsta brautskráningin úr MT-náminu fór fram. Meistaranám til kennslu, MT-nám, er aðgengilegt þeim sem hafa lokið 120 einingum á bakkalárstigi í kennslugreinum grunnskóla. Að loknu tveggja ára námi er hægt að sækja um leyfisbréf sem kennari óháð skólastigi. Í fyrra voru brautskráningarnar 73 eins og áður segir. 

Brautskráðum leikskólakennurum er því farið að fjölga á ný en ljóst er að lenging námsins annars vegar og lagabreyting sem tók gildi í upphafi árs 2020 þar sem kennarar fá eitt leyfisbréf óháð skólastigi hafa haft áhrif á fjölda leikskólakennara sem starfa á leikskólastigi.

Mannekla birtingarmynd á alvarlegasta vanda leikskólastigsins

Skúli Helga­son, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi formaður skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, vakti athygli á þróun fjölda brautskráðra úr leikskólakennarafræði á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði manneklu vera birtingarmynd á al­var­leg­asta vanda leik­skóla­stigs­ins í borg­inni und­an­far­inn ára­tug.

Skúli sagði áhrif lengingar námsins árið 2008 vega þungt, auk þess sem lagabreytingin um eitt leyfisbréf óháð skólastigi sem tók gildi í upphafi árs 2020 hafi haft alvarlegar afleiðingar þar sem aðsókn í námið hafi hrunið.  „Og í stað þess að við vær­um að út­skrifa í kring­um átta­tíu nýja kenn­ara inn í leik­skól­ana á hverju ári eins og var frá ár­un­um 2010-2011, þá fór fjöld­inn þegar verst lét í rúm­lega tutt­ugu á ári. Og hélst þannig í mörg ár, lung­ann af síðasta ára­tug. Þannig að það var fall í fjölda út­skrifaðra um 75 prósent,“ sagði Skúli á fundi borgarstjórnar í gær þar sem tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um bráðaaðgerðir í málefnum barna á leikskólaaldri var til umfjöllunar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár