Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stýrivextir hækkaðir um eitt prósentustig og komnir í 7,5 prósent

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hef­ur enn og aft­ur ákveð­ið að hækka stýri­vexti. Þetta er í tólfta sinn í röð sem vext­ir hafa ver­ið hækk­að­ir.

Stýrivextir hækkaðir um eitt prósentustig og komnir í 7,5 prósent
Seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson er formaður peningastefnunefndar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Seðla­­­banki Íslands hefur hækkað stýrivexti sína upp í 7,5 prósent. Þetta er í tólfta sinn í röð sem bankinn hækkar vexti, en þeir voru 0,75 prósent í maí 2021. Fyrir vikið eru íbúða­lána­vextir hærri en þeir hafa verið í tólf ár, eða frá árinu 2010, skömmu eftir banka­hrunið þegar enn var verið að end­­­­ur­reisa föllnu bank­ana og íslenskt atvinn­u­líf, með tilheyrandi hærri greiðslubyrði fyrir heimili í landinu. Eftir nýjustu stýrivaxtahækkunina er viðbúið að slíkir vextir muni hækka enn á ný.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands segir að verðbólguþrýstingur haldi áfram að aukast og verðhækkanir ná til æ fleiri þátta. „Verðbólga mælist nú 10,2 prósent og undirliggjandi verðbólga er 7,2 prósent. Verðbólguvæntingar til lengri tíma eru enn vel yfir markmiði og raunvextir bankans hafa lækkað frá síðasta fundi nefndarinnar. Útlit er fyrir að verðbólga verði meiri á næstunni en spáð var í febrúar þótt hægt hafi á húsnæðismarkaði.“

Hagvöxtur hafi verið mikill í fyrra og vel umfram það sem þjóðarbúskapurinn geti staðið undir til lengdar. Innlend eftirspurn hafi aukist meira en gert var ráð fyrir í febrúar og vísbendingar séu um að hún hafi verið kröftugri í ársbyrjun en talið var. Spenna á vinnumarkaði sé jafnframt töluverð. „Við þessar aðstæður er mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags, sérstaklega þegar litið er til mikillar spennu í þjóðarbúinu og komandi kjarasamninga. Peningastefnunefnd mun beita tækjum sínum til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið.“

Vaxtabyrði bítur heimilin fast

Áætlað er, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands, að vaxtagjöld heimila hafi aukist um 35,5 prósent á árinu 2022. Það skýrist bæði af því að heimilin juku í heild við útlán sín en einnig vegna hækkunar á vöxtum. Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkuðu úr 1,75 prósent í 5,75 prósentustig á síðasta ári, með tilheyrandi áhrifum á vexti íbúðalána.  Vegnir meðalvextir útistandandi óverðtryggðra íbúðalána með breytilega vexti voru 7,76 prósent í janúar síðastliðnum og höfðu þá ríflega tvöfaldast frá því að vextir voru lægstir á árinu 2021, en þá voru þeir 0,75 prósent. 

Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru nú orðnir 7,5 prósent, 1,75 prósentustigi hærri en þeir voru í janúar, og vaxtabyrði heimila mun aukast í beinu samhengi við þá stöðu. 

Vaxtagjaldahækkanirnar leggjast þyngst á þau heimili sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Samkvæmt nýjustu birtu mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hefur afborgun af 50 milljóna króna óverðtryggðu íbúðaláni á breytilegum vöxtum hækkað um 155.375 krónur á mánuði, upp í 344 þúsund krónur, frá því í apríl 2021. 

Um fjórðungur allra íbúðalána eru óverðtryggð. Þar af ber rúmur helmingur fasta vexti, eða lán upp á 707 milljarða króna. Af þeim stabba eru lán upp á næstum 600 milljarða króna, sem hafa verið á föstum vöxtum, að losna á næstu þremur árum. Þar af rennur binditími lána upp á 74 milljarða króna út á þessu ári.

Toppnum var ekki náð

Ásgeir Jóns­­son seðla­­banka­­stjóri lét hafa eftir sér þegar vextir voru hækkaðir í 5,75 prósent í október 2022 að toppnum á vaxtahækkunarferlinu væri mögulega náð. Mánuði síðar voru vextirnir hins vegar hækkaðir aftur, nú upp í sex prósent. Þá sagði Ásgeir að sú hækkun ætti að vera nóg til að ná verðbólgu niður í markmið, sem er 2,5 prósent, á ásættanlegum tíma. Boltinn væri hjá aðilum vinnumarkaðarins og ríkisvaldinu. 

Um 80 prósent af almenna vinnumarkaðnum, sem var með samninga lausa í fyrrahaust, samdi til skamms tíma við Samtök atvinnulífsins um kjarasamninga á síðasta ári sem gilda út janúar 2024. Á þessu ári hefur Efling bæst við þá sem samið hafa með þessum hætti.

Fjárlög voru hins vegar afgreidd með 120 milljarða króna halla, sem var umtalsvert meiri halli en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram í september 2022. Þá var hallinn áætlaður 89 milljarðar króna. Í nýlega birtu áhættumati vegna framkvæmdar fjárlaga yfirstandandi árs boðaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að gjöld vegna vaxtakostnaðar verði 27 milljörðum krónum hærri en gert var ráð fyrir og að kostnaður við ýmsa ríkisaðila muni kosta 12,2 milljörðum krónum meira en áætlað var. Því liggur fyrir að gjaldahlið ríkisfjármála hefur verið að vaxa. 

Bjarni mun kynna fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í næstu viku.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Evran er það sem koma skal, kronan er löngu buin og henni haldið a lyfi i Öndunarvel.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár