Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vinirnir og einræðisherrarnir Pútín og Xi boða breytt valdajafnvægi heimsins

Klofn­ing­ur heims­ins milli lýð­ræð­is­ríkja og ein­ræð­is­ríkja tók á sig skýr­ari mynd í dag eft­ir „vin­gjarn­leg­an“ fund Xi Jin­pings Kína­for­seta og Vla­dimirs Pútíns Rúss­lands­for­seta. Rík­in lýsa yf­ir auknu sam­starfi og sam­stöðu, vináttu sem ekk­ert geti breytt.

Vinirnir og einræðisherrarnir Pútín og Xi boða breytt valdajafnvægi heimsins
Forsetarnir skála Blokk Rússlands og Kína hefur verið nefnt „evrasíueinræðið“. Þrátt fyrir að taka afstöðu með túlkun Vladimirs Pútíns á innrás hans í Úkraínu segjast kínversk yfirvöld taka sanngjarna og hlutlausa afstöðu og boða friðaráætlun. Mynd: PAVEL BYRKIN / SPUTNIK / AFP

„Ég kalla þig líka kæran vin minn,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, eftir fund þeirra í Moskvu í dag, annan daginn í röð, þar sem niðurstaðan var aukin samstaða ríkjanna, breytt valdajafnvægi heimsins og afneitun á ábyrgð Rússa á innrás þeirra í Úkraínu sem stendur enn yfir. 

Í stóryrtri og kærleiksríkri yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytisins er boðað að Kína og Rússland muni eiga „víðtækt, stefnumótandi samstarf um samhæfingu fyrir nýja tíð“ og sameiginlega „standa gegn inngripum í innanríkismál frá utanaðkomandi öflum“. Ekki var minnst á Úkraínu í yfirlýsingunni, en sagt: „Opinbera heimsóknin til Rússland er ferðalag vináttu, samvinnu og friðar.

Kínverjar boða í yfirlýsingu sinni aukið hlutverk Kína og Rússa í fjölhliða heimi: „Valdajafnvægi heimsins er að ganga í gegnum miklar sviptingar.“

Samstarf um fjölmiðla

Nýjar, formlegar yfirlýsingar um samstarf ná til landbúnaðar, skógræktar, grunnrannsókna í vísindum og tækni, regluverks í viðskiptum og fjölmiðla. Frá innrásinni í Úkraínu hafa kínverskir fjölmiðlar markvisst verið ritskoðaðir og þeim ritstýrt í þágu málstaðar Rússa.

Í yfirlýsingu frá rússneskum stjórnvöldum í Kremlin er boðað að ríkin tvö standi með frjálsum viðskiptum í ætt við Alþjóðaviðskiptastofnunina, WTO. „Báðir aðilar ítrekuðu fyrirætlun sína um að styrkja samhæfingu utanríkisstefnu ríkjanna, ástunda sannkallaða fjölhliða nálgun, styðja samvinnu á fjölhliða vettvangi, verja sameiginlega hagsmuni, styðja við alþjóðlegt og svæðisbundið valdajafnvægi og bæta alþjóðlega stjórnsýslu.

Fjölhliða heimsmynd með Kína í miðjunni

Í rússnesku yfirlýsingunni var lögð áhersla á samstarf BRICS-ríkjanna svokölluðu, Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku, allt frá stjórnmálum yfir í öryggismál og viðskipti. Auk þess kemur fram að Rússland og Kína ætli með víðtækum hætti að styrkja Sjanghæ Samvinnusamtakanna, Shanghai Cooperation Organization, til að mæta áskorunum og ógnunum við öryggi meðlimaríkja. Samtökin ná yfir 40% heimsbyggðarinnar, allt frá Íran í vestri til Pakistan og Indlands í suðri og Kína í norðri. Samstarfsfletirnir ná yfir stjórnmál, efnahagsmál og varnarmál, en eru ekki eiginlegt varnarbandalag eins og Norður-Atlantshafsbandalagið, NATÓ.

Engin breyting var boðuð opinberlega á afstöðu Kína til stríðsins í Úkraínu. Kínverjar hafa stóraukið viðskipti við Rússa eftir þeir hófu innrásina og vestræn lönd lögðu viðskiptabann á Rússland.

Á blaðamannafundi beint eftir viðræðurnar sagði Xi að Kínverjar hefðu alltaf tekið „hlutlæga og sanngjarna“ afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu, sem hann heldur áfram að nefna „Úkraínukrísuna“. Hann sagði að samtalið við Pútín hefði verið „hreinskiptið, vingjarnlegt og árangursríkt“.

Xi segir Rússa styðja Pútín

Í gær boðaði Xi Jinping að hann trúði því að rússneska þjóðin myndi styðja Pútín áfram til valdasetu, en Pútín hefur þó ekkert gefið uppi um hvort hann muni bjóða sig fram að nýju á næsta ári. Það er þó talið yfirgnæfandi líklegt, enda þurfi Pútín að halda völdum til að forðast persónulegar afleiðingar spillingarmála og innrásarinnar í Úkraínu, meðal annars handtökuskipun Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag vegna flutnings barna frá Úkraínu til Rússlands.

„Þeir voru sammála um að vera í nánu sambandi eftir mismunandi leiðum“
Kínverska utanríkisráðuneytið
Um Vladimir Pútín og Xi Jinping

Pútín og Xi Jinping hittust við upphaf Ólympíuleikanna í Beijing í fyrra og lýstu yfir „takmarkalausri vináttu“, líkt og lýst var þá í yfirlýsingu frá Kreml: „Bæði ríki lýsa andstöðu við að alþjóðasamskipti einkennist aftur af vígstöðu tveggja stórvelda, þegar þau veiku verða þeim sterku að bráð.“ Þremur vikum síðar fyrirskipaði Pútín allsherjarinnrás í Úkraínu, sem bæði hann og kínversk yfirvöld og fjölmiðlar kölluðu „sértæka hernaðaraðgerð“.

Ljóst er að ekkert hefur fallið á samband Rússlands og Kína, nema síður sé, og segir í kínversku yfirlýsingunni að vinskap ríkjanna „verði ekki breytt hvað sem gerist“. Forsetarnir tveir, sem hafa í reynd einræðisvald, verða áfram í nánum tengslum, segir í yfirlýsingunni: „Þeir voru sammála um að vera í nánu sambandi eftir mismunandi leiðum til þess að leiða saman heilbrigðan og stöðugan vöxt kínversk-rússneska sambandsins.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár