Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur lýst yfir áhyggjum af rannsóknarmiðstöð kínversku heimskautamiðstöðvarinnar (PRIC) og RANNÍS um norðurljósin sem staðsett er á Kárhóli í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi. Áhyggjur NATO snúast um þjóðaröryggi og möguleikann á því að hægt sé að nota rannsóknarmiðstöðina til fjarskiptanjósna. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar.
Kínverska heimskautamiðstöðin er kínversk ríkisstofnun og heyrir því undir vald Kommúnistaflokksins þar í landi sem er eini stjórnmálaflokkurinn sem leyfður er. Á síðustu misserum hafa verið sagðar margar fréttir af því hvernig grunur leiki á að kínverska ríkið stundi njósnir, meðal annars með loftbelgjum sem skotnir hafa verið niður yfir Bandaríkjunum. Þá hafa fjölmörg ríki bannað opinberum starfsmönnum að nota kínverska samfélagsmiðilinn TikTok auk þess sem yfirvöld í mörgum ríkjum notast ekki við fjarskiptabúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei. Ástæðan fyrir þessum aðgerðum er meðal annars sú að skilin á milli …
Athugasemdir (1)