Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

NATO hefur lýst áhyggjum af rannsóknarmiðstöð Kína um norðurljósin

Norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöð Ís­lands og Kína að Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu hef­ur ver­ið vand­ræða­mál inni í stjórn­kerf­inu um nokk­urra ára skeið. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, furð­aði sig á mið­stöð­inni eft­ir að hann varð ut­an­rík­is­ráð­herra. Rann­sókn­ar­mið­stöð­in virð­ist hafa ver­ið ákveð­in og byggð nán­ast án póli­tískr­ar að­komu eða eft­ir­lits.

NATO hefur lýst áhyggjum af rannsóknarmiðstöð Kína um norðurljósin
Kárhóll hefur verið vandræðamál Norðurljósarannsóknarmiðstöð kínversku heimskautamiðstöðvarinnar og RANNÍS hefur verið vandræðamál í utanríkisráðuneytinu í nokkur mál. Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrverandi utanríkisráðherra, hafði til dæmis áhyggjur af rannsóknarmiðstöðinni og spurði spurninga um hana. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir er utanríkisráðherra í dag. Mynd: Heiða Helgadóttir

Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur lýst yfir áhyggjum af rannsóknarmiðstöð kínversku heimskautamiðstöðvarinnar (PRIC) og RANNÍS um norðurljósin sem staðsett er á Kárhóli í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi. Áhyggjur NATO snúast um þjóðaröryggi og möguleikann á því að hægt sé að nota rannsóknarmiðstöðina til fjarskiptanjósna. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar. 

Kínverska heimskautamiðstöðin er kínversk ríkisstofnun og heyrir því undir vald Kommúnistaflokksins þar í landi sem er eini stjórnmálaflokkurinn sem leyfður er. Á síðustu misserum hafa verið sagðar margar fréttir af því hvernig grunur leiki á að kínverska ríkið stundi njósnir, meðal annars með loftbelgjum sem skotnir hafa verið niður yfir Bandaríkjunum. Þá hafa fjölmörg ríki bannað opinberum starfsmönnum að nota kínverska samfélagsmiðilinn TikTok auk þess sem yfirvöld í mörgum ríkjum notast ekki við fjarskiptabúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei. Ástæðan fyrir þessum aðgerðum er meðal annars sú að skilin á milli …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kína og Ísland

Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.
Ísland gerði ekkert mat á starfsemi rannsóknarmiðstöðvar Kína út frá þjóðaröryggi
FréttirKína og Ísland

Ís­land gerði ekk­ert mat á starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar Kína út frá þjóðarör­yggi

Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að eng­ar heim­ild­ir séu til í ís­lensk­um lög­um sem heim­ila eft­ir­lit með rann­sókn­ar­mið­stöðv­um eins og þeirri sem heim­skautamið­stöð Kína og Ís­land reka á Kár­hóli. Hún seg­ir að sam­skipti Ís­lands við NATO um mið­stöð­ina séu háð trún­aði.
Íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit eða aðkomu að rannsóknarmistöð Kína
FréttirKína og Ísland

Ís­lensk stjórn­völd hafa ekk­ert eft­ir­lit eða að­komu að rann­sókn­ar­mi­stöð Kína

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla,-iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, seg­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi enga að­komu að rann­sókn­ar­mið­stöð kín­verskr­ar rík­i­s­tofn­un­ar á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. Hún svar­aði spurn­ing­um Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, á Al­þingi.
Katrín: Starfsemi kínversku rannsóknarmiðstöðvarinnar aldrei farið fyrir þjóðaröryggisráð
FréttirKína og Ísland

Katrín: Starf­semi kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar aldrei far­ið fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð

Mál­efni norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar Kín­versku heim­skauta­stofn­un­ar­inn­ar í Þing­eyj­ar­sýslu hafa aldrei far­ið fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð Ís­lands. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að eft­ir­lit með rann­sókn­ar­mið­stöð­inni sé hendi ráð­herra há­skóla­mála. NATO hef­ur með­al ann­ars haft áhyggj­ur af rann­sókn­ar­mið­stöð­inni.
Þingmaður spyr Katrínu um eftirlit með kínversku rannsóknarmiðstöðinni
FréttirKína og Ísland

Þing­mað­ur spyr Katrínu um eft­ir­lit með kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöð­inni

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, hef­ur spurt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra spurn­inga um kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöð­ina á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. NATO og ná­granna­ríki Ís­lands hafa lýst yf­ir áhyggj­um af starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar vegna mögu­legra áhrifa á þjóðarör­yggi. Ís­lensk stjórn­völd hafa haft litla yf­ir­sýn yf­ir starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar.
Önnur ríki hafa áhyggjur af norðurljósamiðstöð Kína á Íslandi
FréttirKína og Ísland

Önn­ur ríki hafa áhyggj­ur af norð­ur­ljósamið­stöð Kína á Ís­landi

Sér­fræð­ing­ar í þjóðarör­ygg­is­mál­um fjalla um norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöð Kína á Kár­hóli í rit­gerð. Einn af höf­und­un­um, Greg­ory Falco, seg­ir að stað­setn­ing rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar á Ís­landi sé of mik­il til­vilj­un í hans huga. NATO og önn­ur ríki á norð­ur­hveli jarð­ar hafa áhyggj­ur af því að Kína stundi eft­ir­lit og njósn­ir á Ís­landi í gegn­um mið­stöð­ina.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár