1. Fyrstu útlendingalögin á Íslandi voru samþykkt árið 1920. Þau voru kölluð Lög um eftirlit með útlendingum og fjölluðu fyrst og fremst um heimild til komu og dvalar – og svo brottvísunar. Með lögunum var lögð áhersla á að koma í veg fyrir að glæpamenn og misindismenn kæmust inn í landið og aðrir sem ekki gátu framfleytt sér. Innflytjendur áttu í hættu á að vera vísað úr landi ef þeir gátu ekki framfleytt sér.
Næstu lög um eftirlit með útlendingum voru samþykkt árið 1936 og voru þá fyrri lög leyst af hólmi. Ekki var um mikla breytingu að ræða frá fyrri lögum, fyrir utan ítarlegra ákvæði um eftirlit með útlendingum. Í þessum lögum mátti sjá fyrstu skilgreininguna á því hvað það er að vera „útlendingur“ eða „útlendur“.
2. Árið 1954 gerði Ísland samkomulag við hin Norðurlöndin um að leysa ríkisborgara þeirra landa undan skyldu til að hafa undir höndum vegabréf …
Athugasemdir