Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir rétt að skoða all­ar hug­mynd­ir og nýj­ung­ar er varð­ar bætta með­ferð og þjón­ustu við fanga.

Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum

„Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum átti ráðherra óformlegt samtal við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar þar sem þeir ræddu m.a. þá þróun sem hefur átt sér stað innan geðlæknisfræðinnar er varðar meðferð þar sem notast er við hugvíkkandi efni. Það er vel þekkt að margir einstaklingar innan fullnustukerfisins glíma við margháttaðan geðrænan vanda og er að mati ráðherra rétt að skoða allar hugmyndir og nýjungar er varðar bætta meðferð og þjónustu við þennan hóp.“ 

Þetta segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort ráðherrann hafi viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum.

Tilefni fyrirspurnar var að Jón lét hafa eftir sér í hlaðvarpsþætti í síðasta mánuði að hann hefði viðrað það, í óformlegu spjalli við Kára, að gera tilraunir á rannsóknum með hugvíkkandi efni á þremur tugum fanga í því skyni að reyna að bæta lífsgæði þeirra. Dæmi um þau hugvíkkandi efni sem um ræðir eru LSD, ketamín, DMT, MDMA og sílósíbín sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Víða er fari ðað nota slík efni í meðferð við þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun en þau eru, enn sem komið er, að mestu ólögleg sem meðferðarefni hérlendis. 

Í svari sínu við fyrirspurn Jóhanns Páls segir Jón að það væri aldrei í verkahring dómsmálaráðherra ða taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir, og vísaði í forsetaúrskurð stjórnmálaefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands því til stuðnings. „Í samræmi við það hefur ekki verið sett af stað vinna innan ráðuneytisins hvað þetta varðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár