Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir rétt að skoða all­ar hug­mynd­ir og nýj­ung­ar er varð­ar bætta með­ferð og þjón­ustu við fanga.

Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum

„Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum átti ráðherra óformlegt samtal við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar þar sem þeir ræddu m.a. þá þróun sem hefur átt sér stað innan geðlæknisfræðinnar er varðar meðferð þar sem notast er við hugvíkkandi efni. Það er vel þekkt að margir einstaklingar innan fullnustukerfisins glíma við margháttaðan geðrænan vanda og er að mati ráðherra rétt að skoða allar hugmyndir og nýjungar er varðar bætta meðferð og þjónustu við þennan hóp.“ 

Þetta segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort ráðherrann hafi viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum.

Tilefni fyrirspurnar var að Jón lét hafa eftir sér í hlaðvarpsþætti í síðasta mánuði að hann hefði viðrað það, í óformlegu spjalli við Kára, að gera tilraunir á rannsóknum með hugvíkkandi efni á þremur tugum fanga í því skyni að reyna að bæta lífsgæði þeirra. Dæmi um þau hugvíkkandi efni sem um ræðir eru LSD, ketamín, DMT, MDMA og sílósíbín sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Víða er fari ðað nota slík efni í meðferð við þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun en þau eru, enn sem komið er, að mestu ólögleg sem meðferðarefni hérlendis. 

Í svari sínu við fyrirspurn Jóhanns Páls segir Jón að það væri aldrei í verkahring dómsmálaráðherra ða taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir, og vísaði í forsetaúrskurð stjórnmálaefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands því til stuðnings. „Í samræmi við það hefur ekki verið sett af stað vinna innan ráðuneytisins hvað þetta varðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár