Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir rétt að skoða all­ar hug­mynd­ir og nýj­ung­ar er varð­ar bætta með­ferð og þjón­ustu við fanga.

Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum

„Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum átti ráðherra óformlegt samtal við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar þar sem þeir ræddu m.a. þá þróun sem hefur átt sér stað innan geðlæknisfræðinnar er varðar meðferð þar sem notast er við hugvíkkandi efni. Það er vel þekkt að margir einstaklingar innan fullnustukerfisins glíma við margháttaðan geðrænan vanda og er að mati ráðherra rétt að skoða allar hugmyndir og nýjungar er varðar bætta meðferð og þjónustu við þennan hóp.“ 

Þetta segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort ráðherrann hafi viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum.

Tilefni fyrirspurnar var að Jón lét hafa eftir sér í hlaðvarpsþætti í síðasta mánuði að hann hefði viðrað það, í óformlegu spjalli við Kára, að gera tilraunir á rannsóknum með hugvíkkandi efni á þremur tugum fanga í því skyni að reyna að bæta lífsgæði þeirra. Dæmi um þau hugvíkkandi efni sem um ræðir eru LSD, ketamín, DMT, MDMA og sílósíbín sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Víða er fari ðað nota slík efni í meðferð við þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun en þau eru, enn sem komið er, að mestu ólögleg sem meðferðarefni hérlendis. 

Í svari sínu við fyrirspurn Jóhanns Páls segir Jón að það væri aldrei í verkahring dómsmálaráðherra ða taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir, og vísaði í forsetaúrskurð stjórnmálaefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands því til stuðnings. „Í samræmi við það hefur ekki verið sett af stað vinna innan ráðuneytisins hvað þetta varðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
4
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár