Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sögudólgurinn í Covid-plágunni? Hver er marðarhundurinn?

Sögudólgurinn í Covid-plágunni? Hver er marðarhundurinn?
Marðarhundar eru einu dýrin í sínum ættboga sem leggjast í dvala, eða geta það minnsta kosti ef þörf krefur.

Nýjar fregnir úr stríðinu gegn covid-19 herma að grunur hafi nú vaknað um að kannski hafi veiran sem veldur sjúkdómnum borist í menn frá marðarhundum. Hingað til hefur athyglin fyrst og fremst verið á leðurblökum.

En hver er marðarhundurinn?

Á ensku er marðarhundurinn nefndur „raccoon dog“ sem þýðir einfaldlega þvottabjarnar-hundur. Ástæða nafngiftarinnar er augljós, því marðarhundurinn er með svipaða „grímu“ í andliti og þvottabjörninn.

Sannleikurinn er þó sá að marðarhundurinn er ekki sérlega skyldur þvottabjörnum.

(Í því sambandi má reyndar nefna innan sviga að þvottabirnir eru heldur ekki sérlega skyldir raunverulegum björnum. Þvottabirnir teljast ásamt til dæmis pandabjörnum til dýraættarinnar Procyonidae, sem kallaðir hafa verið hálfbirnir á íslensku.)

Og þótt marðarhundurinn sé kallaður marðar-hundur víða í Evrópu, ekki síst á Norðurlöndum (martenhund í Svíþjóð, mårhund í Danmörku og Noregi) er hann í raun heldur ekki mjög skyldur mörðum.

Marðarhundareru óneitanlega ansi líkir þvottabjörnum í framan

Og nánustu frændur marðarhundsins eru raunar alls ekki hundar, þótt vissulega séu þeir af hundaætt (canid) heldur refir.

Marðarhundurinn er líka á giska jafn stór og vænn refur, eða fremur lítill hundur.

Dýrið er upprunnið í Austur-Asíu og býr fyrst og fremst í Síberíu, Kóreu og Kína, þótt marðarhunda hafi reyndar orðið vart alla leið suður í Víetnam. Önnur náskyld tegund býr í Japan en fleiri eru tegundir marðarhunda ekki.

Marðarhundar eru farnir að breiðast út um Evrópu eftir að hafa sloppið úr búrumen upprunalegt búsvæði þeirra í Austur-Asíu er hér í bláum lit.

Vetur eru kaldir víðast hvar á bólsvæði marðarhunda og þeir eru eina dýrið af hundaætt sem getur lagst í dvala yfir veturinn — líkt og hinir fjarskyldu frændur þeirra birnirnir gera.

Marðarhundar „sofa“ þó sjaldnast stöðugt í lengri tíma.

Snemma vetrar kosta marðarhundar kapps um að éta sem mest til að auka fituforða líkamans um allt að rúm 20 prósent.

Þeir sem ekki ná því lifa fæstir veturinn af. Þegar holur þeirra eða greni hyljast snjó halda marðarhundarnir að mestu kyrru fyrir, Þá dregur úr líkamsstarfseminni um 25 prósent. Sumir leggjast þó eingöngu í þennan dvala rétt á meðan mestu snjóstormarnir ganga yfir.

Seint í febrúar fara marðarhundarnir á stjá aftur, útvega sér maka og hefja síðan yrðlingaframleiðslu. Yfir sumarið eiga marðarhundar til að bregða sér upp í tré til að eltast við alls konar fæðu, en marðarhundurinn er alæta.

Marðarhundur klífur tré

Marðarhundur er eina dýrið í sínum ættboga sem klifrar í trjám, fyrir utan grárefinn sem býr fyrst og fremst í Bandaríkjunum.

Grárefurinn er reyndar skyldari marðarhundi en venjulegum refum.

Marðarhundurinn er eftirsóttur vegna skinnanna. Kínverjar framleiða langmest af skinnum af dýrinu, eða 14 milljónir á ári. Framleiðsla í ýmsum Evrópuríkjum hefur þó verið að aukast upp á síðkastið. Þá hafa Kínverjar tíðkað að éta dýrið og þannig er talið að veiran sem veldur Covid-19 gæti hafa borist í menn frá matarmarkaðinum fræga (eða alræmda) í Wuhan.

Marðarhundurinn hefur hingað til verið talinn alveg meinlaus mönnum.

Japanskur marðarhundur

 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár