Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sögudólgurinn í Covid-plágunni? Hver er marðarhundurinn?

Sögudólgurinn í Covid-plágunni? Hver er marðarhundurinn?
Marðarhundar eru einu dýrin í sínum ættboga sem leggjast í dvala, eða geta það minnsta kosti ef þörf krefur.

Nýjar fregnir úr stríðinu gegn covid-19 herma að grunur hafi nú vaknað um að kannski hafi veiran sem veldur sjúkdómnum borist í menn frá marðarhundum. Hingað til hefur athyglin fyrst og fremst verið á leðurblökum.

En hver er marðarhundurinn?

Á ensku er marðarhundurinn nefndur „raccoon dog“ sem þýðir einfaldlega þvottabjarnar-hundur. Ástæða nafngiftarinnar er augljós, því marðarhundurinn er með svipaða „grímu“ í andliti og þvottabjörninn.

Sannleikurinn er þó sá að marðarhundurinn er ekki sérlega skyldur þvottabjörnum.

(Í því sambandi má reyndar nefna innan sviga að þvottabirnir eru heldur ekki sérlega skyldir raunverulegum björnum. Þvottabirnir teljast ásamt til dæmis pandabjörnum til dýraættarinnar Procyonidae, sem kallaðir hafa verið hálfbirnir á íslensku.)

Og þótt marðarhundurinn sé kallaður marðar-hundur víða í Evrópu, ekki síst á Norðurlöndum (martenhund í Svíþjóð, mårhund í Danmörku og Noregi) er hann í raun heldur ekki mjög skyldur mörðum.

Marðarhundareru óneitanlega ansi líkir þvottabjörnum í framan

Og nánustu frændur marðarhundsins eru raunar alls ekki hundar, þótt vissulega séu þeir af hundaætt (canid) heldur refir.

Marðarhundurinn er líka á giska jafn stór og vænn refur, eða fremur lítill hundur.

Dýrið er upprunnið í Austur-Asíu og býr fyrst og fremst í Síberíu, Kóreu og Kína, þótt marðarhunda hafi reyndar orðið vart alla leið suður í Víetnam. Önnur náskyld tegund býr í Japan en fleiri eru tegundir marðarhunda ekki.

Marðarhundar eru farnir að breiðast út um Evrópu eftir að hafa sloppið úr búrumen upprunalegt búsvæði þeirra í Austur-Asíu er hér í bláum lit.

Vetur eru kaldir víðast hvar á bólsvæði marðarhunda og þeir eru eina dýrið af hundaætt sem getur lagst í dvala yfir veturinn — líkt og hinir fjarskyldu frændur þeirra birnirnir gera.

Marðarhundar „sofa“ þó sjaldnast stöðugt í lengri tíma.

Snemma vetrar kosta marðarhundar kapps um að éta sem mest til að auka fituforða líkamans um allt að rúm 20 prósent.

Þeir sem ekki ná því lifa fæstir veturinn af. Þegar holur þeirra eða greni hyljast snjó halda marðarhundarnir að mestu kyrru fyrir, Þá dregur úr líkamsstarfseminni um 25 prósent. Sumir leggjast þó eingöngu í þennan dvala rétt á meðan mestu snjóstormarnir ganga yfir.

Seint í febrúar fara marðarhundarnir á stjá aftur, útvega sér maka og hefja síðan yrðlingaframleiðslu. Yfir sumarið eiga marðarhundar til að bregða sér upp í tré til að eltast við alls konar fæðu, en marðarhundurinn er alæta.

Marðarhundur klífur tré

Marðarhundur er eina dýrið í sínum ættboga sem klifrar í trjám, fyrir utan grárefinn sem býr fyrst og fremst í Bandaríkjunum.

Grárefurinn er reyndar skyldari marðarhundi en venjulegum refum.

Marðarhundurinn er eftirsóttur vegna skinnanna. Kínverjar framleiða langmest af skinnum af dýrinu, eða 14 milljónir á ári. Framleiðsla í ýmsum Evrópuríkjum hefur þó verið að aukast upp á síðkastið. Þá hafa Kínverjar tíðkað að éta dýrið og þannig er talið að veiran sem veldur Covid-19 gæti hafa borist í menn frá matarmarkaðinum fræga (eða alræmda) í Wuhan.

Marðarhundurinn hefur hingað til verið talinn alveg meinlaus mönnum.

Japanskur marðarhundur

 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár