Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sögudólgurinn í Covid-plágunni? Hver er marðarhundurinn?

Sögudólgurinn í Covid-plágunni? Hver er marðarhundurinn?
Marðarhundar eru einu dýrin í sínum ættboga sem leggjast í dvala, eða geta það minnsta kosti ef þörf krefur.

Nýjar fregnir úr stríðinu gegn covid-19 herma að grunur hafi nú vaknað um að kannski hafi veiran sem veldur sjúkdómnum borist í menn frá marðarhundum. Hingað til hefur athyglin fyrst og fremst verið á leðurblökum.

En hver er marðarhundurinn?

Á ensku er marðarhundurinn nefndur „raccoon dog“ sem þýðir einfaldlega þvottabjarnar-hundur. Ástæða nafngiftarinnar er augljós, því marðarhundurinn er með svipaða „grímu“ í andliti og þvottabjörninn.

Sannleikurinn er þó sá að marðarhundurinn er ekki sérlega skyldur þvottabjörnum.

(Í því sambandi má reyndar nefna innan sviga að þvottabirnir eru heldur ekki sérlega skyldir raunverulegum björnum. Þvottabirnir teljast ásamt til dæmis pandabjörnum til dýraættarinnar Procyonidae, sem kallaðir hafa verið hálfbirnir á íslensku.)

Og þótt marðarhundurinn sé kallaður marðar-hundur víða í Evrópu, ekki síst á Norðurlöndum (martenhund í Svíþjóð, mårhund í Danmörku og Noregi) er hann í raun heldur ekki mjög skyldur mörðum.

Marðarhundareru óneitanlega ansi líkir þvottabjörnum í framan

Og nánustu frændur marðarhundsins eru raunar alls ekki hundar, þótt vissulega séu þeir af hundaætt (canid) heldur refir.

Marðarhundurinn er líka á giska jafn stór og vænn refur, eða fremur lítill hundur.

Dýrið er upprunnið í Austur-Asíu og býr fyrst og fremst í Síberíu, Kóreu og Kína, þótt marðarhunda hafi reyndar orðið vart alla leið suður í Víetnam. Önnur náskyld tegund býr í Japan en fleiri eru tegundir marðarhunda ekki.

Marðarhundar eru farnir að breiðast út um Evrópu eftir að hafa sloppið úr búrumen upprunalegt búsvæði þeirra í Austur-Asíu er hér í bláum lit.

Vetur eru kaldir víðast hvar á bólsvæði marðarhunda og þeir eru eina dýrið af hundaætt sem getur lagst í dvala yfir veturinn — líkt og hinir fjarskyldu frændur þeirra birnirnir gera.

Marðarhundar „sofa“ þó sjaldnast stöðugt í lengri tíma.

Snemma vetrar kosta marðarhundar kapps um að éta sem mest til að auka fituforða líkamans um allt að rúm 20 prósent.

Þeir sem ekki ná því lifa fæstir veturinn af. Þegar holur þeirra eða greni hyljast snjó halda marðarhundarnir að mestu kyrru fyrir, Þá dregur úr líkamsstarfseminni um 25 prósent. Sumir leggjast þó eingöngu í þennan dvala rétt á meðan mestu snjóstormarnir ganga yfir.

Seint í febrúar fara marðarhundarnir á stjá aftur, útvega sér maka og hefja síðan yrðlingaframleiðslu. Yfir sumarið eiga marðarhundar til að bregða sér upp í tré til að eltast við alls konar fæðu, en marðarhundurinn er alæta.

Marðarhundur klífur tré

Marðarhundur er eina dýrið í sínum ættboga sem klifrar í trjám, fyrir utan grárefinn sem býr fyrst og fremst í Bandaríkjunum.

Grárefurinn er reyndar skyldari marðarhundi en venjulegum refum.

Marðarhundurinn er eftirsóttur vegna skinnanna. Kínverjar framleiða langmest af skinnum af dýrinu, eða 14 milljónir á ári. Framleiðsla í ýmsum Evrópuríkjum hefur þó verið að aukast upp á síðkastið. Þá hafa Kínverjar tíðkað að éta dýrið og þannig er talið að veiran sem veldur Covid-19 gæti hafa borist í menn frá matarmarkaðinum fræga (eða alræmda) í Wuhan.

Marðarhundurinn hefur hingað til verið talinn alveg meinlaus mönnum.

Japanskur marðarhundur

 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Það rís úr djúpinu 2: Lífið fæddist í grimmu úthafi og miklu fyrr en talið var
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 2: Líf­ið fædd­ist í grimmu út­hafi og miklu fyrr en tal­ið var

Þeg­ar ég var strák­ur og las fjöl­fræði­bæk­ur þá var mynd­in af upp­hafi lífs­ins á Jörð­inni ein­hvern veg­inn svona: Á huggu­legri frið­sælli strönd hafði mynd­ast grunn­ur poll­ur í flæð­ar­mál­inu. Með flóð­inu bár­ust dag­lega allskon­ar efni í poll­inn sem síð­an urðu eft­ir þeg­ar fjar­aði. Að lok­um var poll­ur­inn orð­inn lík­ast­ur þykkri súpu af allskon­ar efn­um, ekki síst kol­efni en líka fjölda annarra...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár