Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir er bú­in að fá nóg af lög­regl­unni og ósk­ar eft­ir áheyrn og virð­ingu gagn­vart sér og dótt­ur henn­ar heit­inn­ar frá lög­reglu­embætt­inu.

„Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“
Óskar eftir áheyrn og virðingu Sigurlaug Hreinsdóttir spyr hvort lögreglan beri ekki virðingu fyrir eftirlitinu? Tíu mánuðir eru síðan Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu ger­ði fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í hvarfi dóttur hennar og bein­di til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. Ekkert ber á breyttum verklagsreglum. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Sigurlaugu Hreinsdóttur féllust hendur í vikunni þegar hún sá viðtal við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra í Reykjavík, á Vísi þar sem hann „notar nafn dóttur minnar í annarlegum tilgangi,“ segir Sigurlaug í yfirlýsingu. 

Í umræddri frétt er fjallað um að efla eigi öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. Sigurlaugu blöskrar fyrirsögn fréttarinnar. 

„Ég er búin að fá nóg af lögreglunni,“ segir Sigurlaug í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í dag.  

Sigurlaug var í viðtali við Stundina, annars fyrirrennara Heimildarinnar, í nóvember þar sem hún sagði lögregluna hafa brugðist þegar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir sex ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu gerði fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og beindi til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. Hálfu ári eft­ir ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar, þar sem beint er tvenn­um til­mæl­um til Rík­is­lög­reglu­stjóra um end­ur­skoð­un verklags­reglna, hafði rík­is­lög­reglu­stjóri enn ekki kynnt sér ákvörð­un­ina.

Ekkert borið á breyttum verklagsreglum

Tíu mánuðir eru nú liðnir frá ákvörðun nefndarinnar og ekkert ber á breytingu á verklagsreglum. „Ber lögregla ekki virðingu fyrir eftirlitinu?“ spyr Sigurlaug, sem segir framkomu lögreglunnar við hana byggjast ekki síst á því að hún hlustaði ekki á hana. 

„Hún hélt að hún vissi betur en ég, varðandi barnið MITT sem þeir þekktu ekki neitt og lögreglan vísaði á bug því sem ég sagði,“ segir Sigurlaug. Hún segir Ásgeir meðal annars hafa sagt við hana að „fólk hefur bara ákveðið rými til að lifa“ þegar hann svaraði spurningu hennar um af hverju þeir tryðu henni ekki þegar hún vildi að lögreglan færi að leita að dóttur hennar. 

„Hver tekur við verðlaunum þegar barn er tekið af lífi?“

„Grímur Grímsson sagði við mig í skætingi „þetta virkar ekki þannig“ þegar ég bað þá að finna bílinn. Í viðtalinu í Stundinni segi ég einnig frá því að Grímur Grímsson sagði að „lögreglan mætti alveg við því að bæta ímynd sína“, þess vegna hafi hann tekið við verðlaunum fjölmiðla, sem byggði á þjáningu dóttur minnar, og þegar engum var bjargað,“ segir Sigurlaug í yfirlýsingu sinni og bætir við: „Hver tekur við verðlaunum þegar barn er tekið af lífi?“  

Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók undir þær ábendingar Sigurlaugar og segir í úrskurði sínum að það kunni að vera tilefni til að skoða að slíkt ætti að banna í siðareglum í samhengi við 13 grein siðareglna lögreglu, „enda gæti slík staða leitt til þess að draga mætti hæfi lögreglumanns í efa“. 

Lögreglan noti nafn dóttur hennar eins og hún sé þeirra

Sigurlaug segir lögregluna ekki hafa veitt aðstandendum skjól eða hafa nokkurn tímann talað um að það hefði þurft að taka tillit til aðstandenda. Umkvörtunarefni Sigurlaugar til nefndarinnar snerist fyrst og fremst um samskiptin við lögreglu á fyrstu stigum leitarinnar, en einnig samskipti lögreglu við fjölmiðla á meðan leit og rannsókn stóð og sömuleiðis viðtölum sem Grímur og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, veittu vegna lokaritgerðar í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri vorið 2017. Nafn dóttur hennar var notað sem efnisorð, en nú er búið að breyta því og læsa ritgerðinni.

„Og nú, eftir að ég hef lagt það á mig að segja söguna og biðja um að nafnið hennar sé ekki notað frekar, þá halda þeir áfram uppteknum hætti að hlusta ekki á mig, að láta eins og ég hafi aldrei sagt neitt, eins og þetta snúist allt um lögregluna, nota nafn dóttur minnar eins og hún sé þeirra til þess að þeirra hugðarefni fái framgang og voga sér að nota dæmið um bílinn til þess að færa rök fyrir því að eigi að setja upp myndavélar, bílinn sem þeir hunsuðu lengst af, og gerðu lítið úr mér þegar ég nefndi hann. Það þarf ekki fleiri myndavélar, það þarf lögreglu sem hlustar á fólk í neyð,“ segir Sigurlaug. 

„Eins og kemur fram í siðareglum lögreglu þá getur hún „…aðeins vænst trausts og virðingar vegna starfa sinna að þeir framkvæmi hlutverk lögreglu með það að leiðarljósi að þjóna samfélaginu af heiðarleika, hlutlægni, réttsýni, nærgætni, trúmennsku, þagmælsku og þekkingu“ og síðar „starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur“.“

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Geta fjölmiðlar bent á eitt atriði sem lögreglan hefur gert rétt síðustu 20 árin ? Að þurfa lesa endalausa vitleysu í gjörðum lögreglu ?
    2
    • Herbert Guðmundsson skrifaði
      Getur þú, merki maður, tíundað eitthvað með rökum sem þú agnúast út í?
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár