Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir er bú­in að fá nóg af lög­regl­unni og ósk­ar eft­ir áheyrn og virð­ingu gagn­vart sér og dótt­ur henn­ar heit­inn­ar frá lög­reglu­embætt­inu.

„Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“
Óskar eftir áheyrn og virðingu Sigurlaug Hreinsdóttir spyr hvort lögreglan beri ekki virðingu fyrir eftirlitinu? Tíu mánuðir eru síðan Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu ger­ði fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í hvarfi dóttur hennar og bein­di til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. Ekkert ber á breyttum verklagsreglum. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Sigurlaugu Hreinsdóttur féllust hendur í vikunni þegar hún sá viðtal við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra í Reykjavík, á Vísi þar sem hann „notar nafn dóttur minnar í annarlegum tilgangi,“ segir Sigurlaug í yfirlýsingu. 

Í umræddri frétt er fjallað um að efla eigi öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. Sigurlaugu blöskrar fyrirsögn fréttarinnar. 

„Ég er búin að fá nóg af lögreglunni,“ segir Sigurlaug í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í dag.  

Sigurlaug var í viðtali við Stundina, annars fyrirrennara Heimildarinnar, í nóvember þar sem hún sagði lögregluna hafa brugðist þegar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir sex ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu gerði fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og beindi til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. Hálfu ári eft­ir ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar, þar sem beint er tvenn­um til­mæl­um til Rík­is­lög­reglu­stjóra um end­ur­skoð­un verklags­reglna, hafði rík­is­lög­reglu­stjóri enn ekki kynnt sér ákvörð­un­ina.

Ekkert borið á breyttum verklagsreglum

Tíu mánuðir eru nú liðnir frá ákvörðun nefndarinnar og ekkert ber á breytingu á verklagsreglum. „Ber lögregla ekki virðingu fyrir eftirlitinu?“ spyr Sigurlaug, sem segir framkomu lögreglunnar við hana byggjast ekki síst á því að hún hlustaði ekki á hana. 

„Hún hélt að hún vissi betur en ég, varðandi barnið MITT sem þeir þekktu ekki neitt og lögreglan vísaði á bug því sem ég sagði,“ segir Sigurlaug. Hún segir Ásgeir meðal annars hafa sagt við hana að „fólk hefur bara ákveðið rými til að lifa“ þegar hann svaraði spurningu hennar um af hverju þeir tryðu henni ekki þegar hún vildi að lögreglan færi að leita að dóttur hennar. 

„Hver tekur við verðlaunum þegar barn er tekið af lífi?“

„Grímur Grímsson sagði við mig í skætingi „þetta virkar ekki þannig“ þegar ég bað þá að finna bílinn. Í viðtalinu í Stundinni segi ég einnig frá því að Grímur Grímsson sagði að „lögreglan mætti alveg við því að bæta ímynd sína“, þess vegna hafi hann tekið við verðlaunum fjölmiðla, sem byggði á þjáningu dóttur minnar, og þegar engum var bjargað,“ segir Sigurlaug í yfirlýsingu sinni og bætir við: „Hver tekur við verðlaunum þegar barn er tekið af lífi?“  

Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók undir þær ábendingar Sigurlaugar og segir í úrskurði sínum að það kunni að vera tilefni til að skoða að slíkt ætti að banna í siðareglum í samhengi við 13 grein siðareglna lögreglu, „enda gæti slík staða leitt til þess að draga mætti hæfi lögreglumanns í efa“. 

Lögreglan noti nafn dóttur hennar eins og hún sé þeirra

Sigurlaug segir lögregluna ekki hafa veitt aðstandendum skjól eða hafa nokkurn tímann talað um að það hefði þurft að taka tillit til aðstandenda. Umkvörtunarefni Sigurlaugar til nefndarinnar snerist fyrst og fremst um samskiptin við lögreglu á fyrstu stigum leitarinnar, en einnig samskipti lögreglu við fjölmiðla á meðan leit og rannsókn stóð og sömuleiðis viðtölum sem Grímur og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, veittu vegna lokaritgerðar í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri vorið 2017. Nafn dóttur hennar var notað sem efnisorð, en nú er búið að breyta því og læsa ritgerðinni.

„Og nú, eftir að ég hef lagt það á mig að segja söguna og biðja um að nafnið hennar sé ekki notað frekar, þá halda þeir áfram uppteknum hætti að hlusta ekki á mig, að láta eins og ég hafi aldrei sagt neitt, eins og þetta snúist allt um lögregluna, nota nafn dóttur minnar eins og hún sé þeirra til þess að þeirra hugðarefni fái framgang og voga sér að nota dæmið um bílinn til þess að færa rök fyrir því að eigi að setja upp myndavélar, bílinn sem þeir hunsuðu lengst af, og gerðu lítið úr mér þegar ég nefndi hann. Það þarf ekki fleiri myndavélar, það þarf lögreglu sem hlustar á fólk í neyð,“ segir Sigurlaug. 

„Eins og kemur fram í siðareglum lögreglu þá getur hún „…aðeins vænst trausts og virðingar vegna starfa sinna að þeir framkvæmi hlutverk lögreglu með það að leiðarljósi að þjóna samfélaginu af heiðarleika, hlutlægni, réttsýni, nærgætni, trúmennsku, þagmælsku og þekkingu“ og síðar „starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur“.“

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Geta fjölmiðlar bent á eitt atriði sem lögreglan hefur gert rétt síðustu 20 árin ? Að þurfa lesa endalausa vitleysu í gjörðum lögreglu ?
    2
    • Herbert Guðmundsson skrifaði
      Getur þú, merki maður, tíundað eitthvað með rökum sem þú agnúast út í?
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár