Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið og Lindarhvol ehf. af kröfum Frigusar II ehf. Frigus krafðist bóta vegna sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka, sem Lindarhvoll sá um. Fór Frigus fram á að fá um 650 milljónir króna í bætur og byggði á því að söluferlið hefði verið meingallað. Á það féllst dómurinn ekki.
Klakki, sem áður hét Exista, var ein þeirra eigna sem kom í fang ríkisins í tengslum við stöðugleikaframlög slitabúa bankanna. Lindarhvoll var sett á fót a fjármálaráðherra til að þess að koma þeim eignum í verð og seldi félagið Klakka árið 2016.
Frigus var eitt þriggja félaga sem lagði fram kauptilboð í Klakka, þó ekki hið hæsta. Frigus er í eigu Sigurðar Valtýssonar og bræðrannan Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem alla jafna eru kenndir við Bakkavör. Fyrir fjármálahrun var Bakkavör aðaleigandi Exista.
Athugasemdir