Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ríkið og Lindarhvoll sýknuð í Klakkamálinu

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur sýkn­aði ís­lenska rík­ið og Lind­ar­hvol af kröf­um Frigus­ar vegna söl­unn­ar á Klakka sem áð­ur hét Ex­ista.

Ríkið og Lindarhvoll sýknuð í Klakkamálinu
Ekki erindi sem erfiði Ekki var fallist á kröfur Frigusar II, sem meðal annars í eigu þeirra Lýðs og Ágústs Guðmundssona, sem oftast eru kenndir við Bakkavör.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið og Lindarhvol ehf. af kröfum Frigusar II ehf. Frigus krafðist bóta vegna sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka, sem Lindarhvoll sá um. Fór Frigus fram á að fá um 650 milljónir króna í bætur og byggði á því að söluferlið hefði verið meingallað. Á það féllst dómurinn ekki.

Klakki, sem áður hét Exista, var ein þeirra eigna sem kom í fang ríkisins í tengslum við stöðugleikaframlög slitabúa bankanna. Lindarhvoll var sett á fót a fjármálaráðherra til að þess að koma þeim eignum í verð og seldi félagið Klakka árið 2016.

Frigus var eitt þriggja félaga sem lagði fram kauptilboð í Klakka, þó ekki hið hæsta. Frigus er í eigu Sigurðar Valtýssonar og bræðrannan Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem alla jafna eru kenndir við Bakkavör. Fyrir fjármálahrun var Bakkavör aðaleigandi Exista.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu