Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umdeilt útlendingafrumvarp samþykkt

Al­þingi hef­ur sam­þykkt út­lend­inga­frum­varp Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra eft­ir margra ára deil­ur um það. Hann fagn­ar nið­ur­stöð­unni á með­an marg­ir stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn gagn­rýna hana harð­lega. „Sorg­ar­dag­ur,“ sögðu sum­ir við at­kvæða­greiðsl­una.

Umdeilt útlendingafrumvarp samþykkt
Útlendingafrumvarpið samþykkt Útlendingafrumvarpi dómsmálaráðherra var dreift í október á síðasta ári. Miklar umræður sköpuðust um það í þingsal – og voru Píratar og Samfylkingin sérstaklega áberandi í gagnrýni sinni á frumvarpið. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix (Ásgeir Ásgeirsson)

Útlendingafrumvarpið er orðið að lögum en 38 greiddu atkvæði með frumvarpinu á þingfundi sem hófst klukkan 17:15 í dag. 15 sögðu nei. Tveir þingmenn Vinstri grænna voru fjarverandi, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, og sex þingmenn flokksins sögðu já. 13 þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu já og voru fjórir þingmenn flokksins fjarverandi. 12 þingmenn Framsóknarflokksins sögðu já og einn var fjarverandi. Sex þingmenn Flokks fólksins sögðu já. 

Allar breytingartillögur og varatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar.

Langur aðdragandi hefur verið að samþykkt frumvarpsins sem fyrst var lagt fram fyrir fimm árum síðan, í annarri mynd þó. Frumvarpið hefur verið gríðarlega umdeilt en heildarræðutími í annarri umræðu í byrjun febrúar fór yfir 80 klukkustundir. 

Hér má sjá hvernig atkvæðagreiðslan fór í kvöld.

Helsta breyt­ingin er sú að ný meg­in­regla er lögð til. Í henni felst að útlend­ingur sem fengið hefur end­an­lega synjun á umsókn sinni um alþjóð­lega vernd njóti áfram allra þeirra rétt­inda sem lögin kveða á um þar til hann hefur farið af landi brott en að hámarki í 30 daga frá því ákvörðun verður end­an­leg á stjórn­sýslu­stig­i. 

Frá þeim tíma­fresti eiga öll rétt­indi að falla nið­ur, með nokkrum til­greindum und­an­tekn­ingum sem varða per­sónu­lega eig­in­leika eða „sér­stakar aðstæður“ sem taka þarf til­lit til. 

Fagnar niðurstöðunni

Dómsmálaráðherra sagði um atkvæðagreiðsluna í kvöld að það væru vissulega tímamót að Alþingi væri að ljúka þessu umdeilda máli og myndi það skipta miklu máli fyrir þennan málaflokk. 

„Það er búið að reyna hér ítrekað í nokkur ár að gera breytingar á útlendingalögum. Aðstæður hafa breyst mjög mikið á þessum tíma og í dag stöndum við frammi fyrir fordæmalausum vanda þegar kemur að því að taka á móti öllum sem leita hér til okkar sem flóttamenn og leita eftir vernd. Því er í mínum huga alveg ljóst að við þurfum að íhuga enn frekari skref til að færa okkur nær því regluverki sem gildir í nágrannalöndum okkar þannig að við séum ekki að fá þann fjölda hingað til okkar sem er langt umfram það sem er í nágrannalöndum okkar. En þetta er mikill áfangi á leið. Ég þakka nefndinni og sérstaklega meiri hlutanum fyrir góða og vandaða vinnu í þessu máli og fagna mjög þessari niðurstöðu,“ sagði hann. 

Ríkisstjórnin fjandsamleg flóttafólki

Margir stjórnarandstöðuþingmenn voru myrkir í máli við atkvæðagreiðsluna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði til að mynda að þetta mál innsiglaði þá afstöðu sem hún hefði svo sem haft lengi sem væri að þessi ríkisstjórn væri fjandsamleg flóttafólki. „Hér á að senda skilaboð um að fólk skuli koma sér úr landi ellegar biði því að vera sent á götuna án aðstoðar og án aðgangs að lágmarksþjónustu.“ 

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einn þeirra þingmanna sem lagði orð í belg en hún sagði að þetta frumvarp breytti nákvæmlega engu um það verkefni sem heimurinn og Ísland stendur frammi fyrir varðandi fólk á flótta. „Hvítþvotti Vinstri grænna og Framsóknar er einungis ætlað að bjarga andliti þeirra þingmanna sem segjast aðhyllast mannúðlega stefnu í málefnum flóttafólks en vinna svo gegn því á þingi. Það sem gerst hefur er að löggjafarvaldið hefur tapað fyrir lífslokameðferð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur en þau sem raunverulega tapa í þeim skollaleik er fólk í sinni viðkvæmustu stöðu í leit að vernd hér á landi,“ sagði hún. 

Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar steig einnig í pontu og benti á að stærstur hluti umsagnaraðila hefði skilað neikvæðri umsögn og allflestir þeirra gesta sem komu fyrir nefndina hefðu talað gegn frumvarpinu. „Hvers vegna var ekki brugðist við ákalli um aukið samráð er í raun illskiljanlegt. Það hlýtur að vekja athygli að útlendingafrumvarp Sjálfstæðisflokksins verði hér að lögum á vakt Vinstri grænna með stuðningi Framsóknarflokksins. Hverju skyldi hafa dottið það í hug?“ spurði hann. 

Frumvarpið feli í sér „ómannúðlegra og óskilvirkara kerfi“

Í skriflegum svörum Rauða krossins dagsett 23. janúar til allsherjar- og menntamálanefndar vegna athugasemda dómsmálaráðuneytisins við fyrri umsögn félagsins um frumvarpið kom fram að samtökin teldu að þær breytingar sem útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra feldi í sér myndi skila sér í „ómannúðlegra og óskilvirkara kerfi þegar á botninn er hvolft“. 

Rauði krossinn gagnrýndi jafnframt skort á samráði og samtali við aðila sem starfa við málaflokk flóttafólks sem hefðu sérþekkingu og reynslu á þessu sviði. „Telur félagið mikilvægt að lagabreytingar sem þessar séu unnar í þverfaglegu samráði, til þess að skapa sátt um stefnu og lagaumhverfi í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd.“

Með frumvarpinu náist hraðari afgreiðsla á málum

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði í samtali við Heimildina eftir aðra umræðu í febrúar að það sem kæmi fyrst og fremst út úr frumvarpinu væri ákveðin straumlínulögun á kerfinu sem slíku.

„Það er verið að laga ákveðna þætti sem misfórust í lögunum á sínum tíma. Ég held að nefndinni sem vann lögin sem tóku gildi 2016 hafi alltaf verið ljóst að það þyrfti að aðlaga þau. Auk þess hefur svakalega mikið breyst síðan þá. Þetta er málaflokkur sem er síkvikur og það má búast við því að það þurfi reglulega að bregðast við,“ sagði hún. 

Síkvikur málaflokkurÞingmaður Sjálfstæðisflokksins, Bryndís Haraldsdóttir, segir að útlendingamál séu málaflokkur sem sé síkvikur og megi búast við því að það þurfi reglulega að bregðast við.

Hún telur að með frumvarpinu náist að flýta ferlinu og ná fram hraðari afgreiðslu á málum. „Auðvitað eru einnig leiðir þarna sem koma í veg fyrir einhvers konar misnotkun á ákvæðum sem eru framsett til að ýta undir skjóta og góða afgreiðslu,“ sagði hún. 

Telur stjórnarliða ekki taka mark á rökum

Arndís AnnaÞingmaður Pírata

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata hélt í kringum 130 ræður um frumvarpið í umræðum á Alþingi. Hún sagði í samtali við Heimildina að stjórnarliðar hefðu ekki hlustað á nein rök við afgreiðslu frumvarpsins.

„Hvorki frá umsóknaraðilum eða okkur og ég fæ svolítið á tilfinninguna að þau taki ekki mark á neinum rökum,“ sagði hún. 

Ekki var vafi í hennar huga að einhverjir þingmenn væru að fylgja einhverjum flokksfyrirmælum. „Einhverjir gegn eigin sannfæringu en einhverjir líka sem ekki eru búnir að setja sig in í málið og skilja ekki neitt og vita ekkert hvað er að gerast. Þá er auðvelt að fylgja formanninum.“

Hópur innan Vinstri grænna lagðist eindregið gegn frumvarpinu

Vinstri græn hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að styðja frumvarpið en flokkurinn birti drög á dögunum að ályktunum sem flokksfélagar, ekki málefnanefndir, leggja fram til umræðu á landsfundinum sem haldin verður 17. til 19. mars á Akureyri. Á meðal þeirra var ályktun um útlendingamál sem Gerður Gestsdóttir Valgerðardóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Daníel E. Arnarson, Torfi Stefán Jónsson, Hólmfríður Árnadóttir, Álfhildur Leifsdóttir og öll framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna skrifaði undir. Um er að ræða hóp fólks sem hefur meðal annars gegnt trúnaðarstörfum innan Vinstri grænna og verið í framboði fyrir flokkinn í þingkosningum. 

Í ályktun hópsins segir: „Leggst landsfundurinn eindregið gegn frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem lagt hefur verið ítrekað fram á Alþingi. Jafnframt fordæmir landsfundurinn þá útlendingaandúð sem hefur verið viðhöfð í tengslum við umræðu um frumvarpið. Er það sérstaklega alvarlegt þegar kjörnir fulltrúar nýta sér valdastöðu sína til að dreifa röngum upplýsingum og gróusögum um málaflokkinn. Öll samfélagsumræða um jaðarsetta og viðkvæma hópa, ekki síst fólk á flótta, verður að byggja staðreyndum og virðingu.“

Spurði Katrínu hvað hefði breyst

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG tjáði sig um málið í óundirbúnum fyrirspurnum í febrúar þegar Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði hana hvað hefði breyst frá því hún hélt ræðu á Alþingi árið 2017 þar sem hún sagði að hlusta ætti á umsagnaraðila á borð við Rauða krossinn.

Forsætisráðherra hefur setið fyrir svörumKatrín hefur verið spurð hvort skoðanir hennar hafi breyst í útlendingamálum síðan hún tók við sem forsætisráðherra.

Ráðherrann sagði meðal annars að umrætt frumvarp væri í talsvert annarri mynd en þegar það var kynnt á sínum tíma í samráðsgátt, meðal annars vegna þeirra áherslna, sem hefðu ekki breyst af hálfu Vinstri grænna, sem varða grundvallaratriði í útlendingamálum og ættu raunar samhljóm með ýmsu af því sem var rætt á þinginu síðast þegar þessi mál voru til umfjöllunar og varðar til dæmis þau atriði sem tengjast sérstökum tengslum útlendinga við landið og upptöku efnismeðferðar.  

Arndís Anna gaf lítið fyrir slíkan málflutning í samtali við Heimildina. „Það er ekkert hægt að laga þetta frumvarp vegna þess að það byggir á röngum forsendum. Það byggir á þeim forsendum að þeir sem leita sér verndar séu upp til hópa að svindla og að þeir séu afætur á kerfinu.“

Af þessum ástæðum væri ekki hægt að „laga“ frumvarpið. Hún sagði að sumir væru búnir að bíta í sig að eitthvað yrði að gera vegna þess að málaflokkurinn væri í ólestri en hún taldi að það hefði ekkert með frumvarpið sjálft að gera. 

Frumvarpið hefur vissulega breyst frá því það var fyrst sett fram fyrir fimm árum. Arndís Anna sagði að þrátt fyrir það væri frumvarpið ekki vel unnið. „Jú, fáránleg ákvæði voru tekin út en önnur fáránleg ákvæði komu bara í staðinn. Ástæðan fyrir því að við tölum alltaf um sama frumvarpið, þrátt fyrir breytingar, er þessi forsenda.“ Frumvarpið myndi engin vandamál leysa. „Þetta er bara langatöng í andlitið á flóttafólki. Það er það sem þetta frumvarp er að gera.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár