Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, var end­ur­kjör­inn í for­manns­kjöri sem lauk í dag. Þetta er í þriðja sinn sem Ragn­ar Þór hlýt­ur end­ur­kjör en hann hef­ur ver­ið formað­ur VR frá 2017. Kosn­inga­þátt­taka var 30,6 pró­sent og hef­ur aldrei ver­ið meiri.

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR
Formaður Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR í þriðja sinn í allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar hjá VR sem lauk á hádegi í dag. Mynd: Eyþór Árnason

Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR í allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar hjá VR sem lauk í dag. Ragnar Þór hlaut 6.842 atkvæði eða 57,03 prósent greiddra atkvæða. Elva Hrönn Hjartardóttir hlaut 4.732 atkvæði eða 39,44 prósent atkvæða. 

VR er stærsta stéttarfélag landsins og voru ríflega 40 þúsund félagar með atkvæðisrétt í formannskjörinu. Auk formanns var kosið í stjórn VR þar sem 16 voru í framboði. Sjö sitja í stjórninni auk þriggja varamanna. 

Halla Gunnarsdóttir, Sigurður Sigfússon, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder, Þórir Hilmarsson og Vala Ólöf Kristinsdóttir voru kjörin í stjórn VR til tveggja ára samkvæmt fléttulista eins og kveðið er á um í lögum VR. Þá voru þrír varamenn kjörnir í stjórn VR til eins árs, þau Ævar Þór Magnússon, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Gabriel Benjamin. 

Elva Hrönn HjartardóttirMótframbjóðandi Ragnars Þórs í formannskjöri VR

Formannskjörið hófst á miðvikudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í dag. 11.996 félagar greiddu atkvæði í rafrænum kosningum. Kosningaþátttaka var því 30,6 prósent og hefur aldrei verið meiri. Í síðustu formannskosningum árið 2021 var kosningaþátttaka 28 prósent, þegar Ragnar Þór hafði betur gegn Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. 

Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, var eini mótframbjóðandi Ragnars Þórs. Í framboðstilkynningu sinni sagði Elva að hún væri að bjóða sig fram vegna óánægju með þá vegferð sem verkalýðshreyfingin er á.  

Verkalýðshreyfingin þarf að mæta sameinuð til leiks í kjaraviðræður

Helstu áherslur Ragnars Þórs í formannskjörinu að þessu sinni voru að fylgja eftir kröfugerð VR í yfirstandandi kjarasamningum þar sem helstu áherslur eru fjögurra daga vinnuvika (32 stundir), útvíkkun á veikindarétti, 30 daga orlof, atvinnulýðræði og auknar kjarabætur til millitekjuhópa. 

Ragnar Þór spurði í aðsendri grein í Heimildinni í síðustu viku hvort hægt sé að ná sátt innan verkalýðshreyfingarinnar og um hvað sáttin eigi að snúast? 

„Ein leiðin sem einhverjir hafa kastað fram, til að ná sáttum, er að losna við fólkið sem lætur í sér heyra. Það er jú ein leiðin og sjónarmið útaf fyrir sig. En er það lausn? Finnur ósættið sér ekki alltaf farveg á endanum? Liggur þá lausnin í kurteisislegu samtali aðila á milli við sameiginlegt háborð Þjóðhagsráðs? Eða er þetta eitthvað vandamál yfir höfuð?“ spurði Ragnar. 

Hann segir að verkalýðshreyfingin muni mæta sameinuð til leiks í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hún þurfi einfaldlega að gera það. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu