Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta“

Þing­mað­ur Vinstri grænna vand­aði ís­lensk­um stjórn­völd­um og sveit­ar­fé­lög­um ekki kveðj­urn­ar í ræðu sinni á Al­þingi í dag þar sem hún fjall­aði um áform um fisk­eldi í Seyð­is­firði.

„Við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta“

Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna segir að það sé með ólíkindum að hvorki stjórnvöld, sveitarfélög eða nokkur geti ekki hlustað á 75 prósent íbúa Seyðisfjarðar sem hafni fiskeldi. 

Þetta kom fram í ræðu Jódísar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

„Ég er hingað kominn rétt einn sprett inn til að ávarpa þann hrylling sem er að gerast í mínu sveitarfélagi. Það er áform um fiskeldi í Seyðisfirði,“ sagði hún. 

Allir að hlaupa á eftir einhverri arðsemiskröfu

Benti þingmaðurinn á að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefði staðfest á dögunum tillögu svæðisráðs Austfjarða að strandsvæðaskipulagi fyrir Austfirði.

„Það er með ólíkindum að hvorki stjórnvöld, sveitarfélög eða nokkur geti hlustað á 75 prósent íbúanna sem hafna þessu. Það getur ekki staðist að þessu verði þrýst í gegn af kröfu erlendra fjárfesta. Hér koma þingmenn dag eftir dag og tala um örmagna þjóð, uppgefin ungmenni í menntaskólum, slæma stöðu geðheilbrigðismála. Staðan er sú að við erum öll að hlaupa á eftir einhverri arðsemiskröfu. Það þarf að keyra yfir lýðræði, það þarf að keyra yfir allt til þess bara að mæta þessari þörf,“ sagði hún og sló í ræðupúltið. 

Engin eftirspurn eftir fiskeldi nema frá erlendum fjárfestum

Jódís biðlaði til þingmanna Norðausturkjördæmis að „standa í lappirnar“ með vilja íbúanna. Sameining Múlaþings byggði á því að hvert sveitarfélag fengi að halda sínum séreinkennum. 

„Á Seyðisfirði hefur árum og áratugum saman verið unnið að uppbyggingu menningar, lista, náttúruverndar og svo mörgu öðru. Það er talað um fjölbreytt atvinnulíf í Seyðisfirði sem er fiskvinnsla. Þar er landbúnaður. Það er engin eftirspurn eftir fiskeldi nema frá erlendum fjárfestum og sveitarstjórnarfólk og við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta,“ sagði hún að lokum. 

„Heyr, heyr,“ mátti heyra í öðrum þingmönnum þegar Jódís lauk máli sínu. 

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Hallsson skrifaði
    Mjög gott og þarft hjá Jódísi. Það er ekkert minna en skandall ef sjókvíaeldi verður leyft í Seyðsifirði þvert á alla skynsemi og í trássi við mikinn meirihluta íbúa. Það verður að stoppa þetta rugl.
    0
  • M
    magnus.tm skrifaði
    Minni líka á að Jens Garðar Helgason aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fish Farm sagði á íbúafundi á Seyðisfirði í mars í fyrra, að hann vildi ekki fara í fiskeldið í Seyðisfirði í andstöðu við íbúa. Heiðrún Lind Matthíasdóttir sagði það sama í Silfrinu í lok janúar. Þetta fólk verður að standa við sín orð og draga umsókn um sjókvíaeldi í Seyðisfirði til baka umsvifalaust. Jens Garðar er enda "formaður stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum", eins og kemur fram í frétt Heimildarinnar þann 14.02.2023😏
    2
  • M
    magnus.tm skrifaði
    Takk Jódís og vonandi hlusta kollegar þínir á Alþingi og þar með ráðherrar á þín rök og grípa í taumana. Það var sveitarstjórn Múlaþings sem gerði könnunina og á morgun reynir á hvernig hún bregst við. Það er vitað að minnihlutinn stendur með íbúunum, en hvað gerir meirihluti Sjáfstæðisflokks og Framsóknar? Skrýtið ef sá meirihluti hundsar afgerandi niðurstöðu eigin könnunar. Endilega deilið þessu út um allt.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár