Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það dugar ekkert að tala hátt“

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra var gagn­rýnd­ur á þing­inu í dag fyr­ir tals­máta gagn­vart Ingu Sæ­land. Hann sagði við hana að ekki dugði að tala hátt. Hún svar­aði: „Víst.“

„Það dugar ekkert að tala hátt“
Heildarhagsmunir Fjármálaráðherra segir að hann horfi til heildarhagsmuna þegar rætt sé um stöðu barna í samfélaginu. Mynd: Bára Huld Beck

„Háttvirtur þingmaður segir að það dugi ekkert að tala og þá segi ég bara á móti: „Það dugar ekkert að tala hátt.““

Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en Inga Sæland formaður Flokks fólksins spurði hann út í vaxandi fátækt barna á Íslandi. 

Ráðherrann var gagnrýndur í framhaldinu fyrir að tala af óvirðingu við Ingu. 

Engin áætlun hjá ríkisstjórninni til að útrýma fátækt

Inga hóf fyrirspurn sína á því að rifja upp að árið 2016 hefði UNICEF á Íslandi birt tölur um stöðu íslenskra barna hvað varðar efnahag. „9,1 prósent íslenskra barna bjuggu þá við mismikinn skort. Í dag er þessi tala 13,1 prósent.“

Hún sagði að fjármálaráðherra gæti augljóslega séð eftir alla hans reynslu í peningamálum að þetta væri ansi öflugur vöxtur. „Þetta er yfir 40 prósent vöxtur, ekki satt? Þannig að núna í öllu góðærinu, öllum jöfnuðinum, methagnaði, arðgreiðslna og annað slíkt, þá erum við líka að fara að slá met í fátækt íslenskra barna.“

Hvað ætlar ráðherrann að gera?Inga spurði ráðherrann á þingi í dag hvað hann ætlaði að gera til að slá á fátækt í samfélaginu.

Inga sagði jafnframt að engin áætlun væri hjá ríkisstjórninni eða stefna til að útrýma fátækt. Hún spurði ráðherrann hvað hann væri að gera og ráðuneyti hans til að slá á þessa óafsakandi þjóðarskömm vaxandi fátæktar sem Íslendingar væru að horfast í augu við í dag. Væri hann ánægður með þessa þróun og gæti hann staðið á þingi og talið fátæku fólki trú um það að það hefði það að meðaltali alveg „svakalega fínt“ af því að allar tölur OECD slægju þann taktinn. 

Horfir á heildarhagsmuni

Bjarni svaraði og sagði að þarna væri sett á dagskrá býsna viðkvæmt mál – staða barna í landinu með tilliti til þess hvernig þau komast af. „Við höfum ýmist verið að ræða um þennan málaflokk út frá hlutfallslegri fátækt eða raunverulegri fátækt. Það er nú mikið gleðiefni að börn á Íslandi almennt séð í samanburði við börn annars staðar í heiminum eru miklu, miklu, miklu betur komin. Og nú eru tölur um það að staðan milli þessara tímabila sem háttvirtur þingmaður er að vekja athygli á ekki að þróast á réttan hátt hjá okkur og við þurfum þá að greina það hvað það er sem er þar að baki vegna þess að við vitum að heimilin, sem sagt kaupmáttur heimilanna hefur verið að þróast á réttan hátt.“

Tók hann sem dæmi að þegar COVID-faraldurinn reið fyrir þá hefði ríkisstjórninni tekist að búa til þannig skjól að kaupmáttur þeirra sem væru með minnstar tekjur á Íslandi hefði mest farið vaxandi. „Og nú geta menn sagt sem svo að það dugi engin meðaltöl og það gagnist ekki þeim sem eru neðst í tekjustiganum þó að aðrir hafi það ágætt og svo framvegis en þetta eru nú engu að síður upplýsingar sem segja til um það hvernig okkur er heilt yfir að ganga.“

Bjarni sagði að hann væri að horfa á þessa heildarhagsmuni. „Svo getum við rætt um það hvernig staðan kemur út fyrir einstaka hópa og ég hef beitt mér fyrir því að við eigum aðgengilegar upplýsingar um þessa stöðu til þess að geta gripið til aðgerða þegar þess gerist þörf. Síðasta aðgerð sem að ég beitti mér fyrir og flutti hér á þinginu var einmitt að hækka barnabætur.“

„Of mikið talað hér og malað“

Inga þakkaði ráðherranum fyrir „stórfurðulegt svar“. „Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta. Þetta er alveg með hreinum ólíkindum. Þó svo að börn séu til í heiminum sem líða skort og deyja úr hungri og séu í mun fátækari löndum og við, réttlætir það þá það, hæstvirtur ráðherra, að börnin okkar og fátækt þeirra skuli fara vaxandi? Og á þinni vakt, hæstvirtur ráðherra, um ríflega fjögur prósent á fimm árum? Þau eru núna rúmlega 10.000 og hvað þýðir það að vera að velta vöngum yfir hinu og þessu og góna úr sér augun ef að aðgerðirnar eru nánast engar?“ spurði hún. 

Telur hún að aðgerða sé þörf. „Það er of mikið talað hér og malað hér og hlutirnir eru látnir drabbast hér of mikið niður án þess að það sé gripið til aðgerða til þess að bæta stöðu þeirra sem bágast hafa það í samfélaginu.“

Spurði hún hvort það væri virkilega svo að ráðherrann væri aðallega að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem allt eiga á kostnað hinna „sem lepja hér dauðann úr skel“.

„Víst“ sagði Inga

Bjarni svaraði í annað sinn og sagði að Inga segði að ekki dugði að tala og þá segði hann á móti: „Það dugar ekkert að tala hátt.“

Inga greip fram í ræðuna og sagði: „Víst.“

Ráðherrann hélt áfram og sagði að það þýddi ekkert að æsa sig í ræðustól og „þykjast með þeirri framkomu slá út af borðinu grjótharðar staðreyndir sem ég er að tefla hér fram. Sem eru um það að það hefur tekist á undanförnum árum að bæta lífskjörin svo um munar. Síðasta breyting sem snerist sérstaklega að barnafólki, fjölskyldum með börn var sú að stórbæta barnabótakerfið, hækka bæturnar og gera kerfið sjálft réttlátara, til dæmis með því að barnabæturnar skiluðu sér miklu fyrr á árinu. 

Og það er algjör útúrsnúningur, algjör útúrsnúningur, og reyndar alveg ótrúlega ómerkilegur málflutningur að halda því fram með því að vekja athygli á því að við hér á Íslandi höfum byggt upp samfélag þar sem börn njóta lífsgæða sem eru með því besta sem gerist í heiminum að með því sé ég að reyna að réttlæta þessa þróun sem háttvirtur þingmaður er að reyna að setja hér á dagskrá. Ég bara frábið mér svona málflutningi.“

Árátta „virðist verða gripin um sig hjá körlum í ríkisstjórn“

Nokkrir þingmenn gagnrýndu ráðherrann fyrir það hvernig hann talaði til Ingu í svari sínu. Meðal þeirra var Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata en hann sagði að þegar Ingibjörg H. Bjarnason hætti þingmennsku hefði hún litið bjartsýn fram á veginn og sagt reikna með því að þegar konum fjölgaði á Alþingi þá myndi það hverfa að ráðist yrði á þær sérstaklega af því að þær væru konur. 

„Ég nefni þetta vegna þeirri áráttu sem virðist verða gripin um sig hjá körlum í ríkisstjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson sagðist í síðustu viku að hann vissi ekki hvort ákveðinn þingmaður næði betri hljómgrunni með því að koma alltaf með þessa sömu ræðu eða hækka röddina. Hann bara vissi það ekki. Í dag sagði Bjarni Benediktsson: „Það dugar ekki að tala hátt. Það dugar ekki að æsa sig hér í ræðustól.“ Hvað eiga þessir þingmenn sameiginlegt annað en að vera formenn stjórnmálaflokka? Jú, þetta eru konur sem ráðherrunum finnst sérstök ástæða til að minna á að nota inniröddina þegar þær eru að biðja þá góðfúslega að svara spurningum. „Stelpur, notið´i inniröddina,“ segja ráðherrarnir hérna, viku eftir viku eftir viku.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár