Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Færeyingar ætla líka að hækka skatta á laxeldisfyrirtæki en Ísland lækkar gjöld þeirra

Fær­eyska rík­is­stjórn­in hef­ur boð­að allt að fjór­föld­un á skatt­heimtu á lax­eld­is­fyr­ir­tæki í Fær­eyj­um. Skatta­hækk­un­in kem­ur í kjöl­far skatta­hækk­ana á lax­eldi í Nor­egi. Sam­bæri­leg­ar skatta­hækk­an­ir eru ekki fyr­ir­hug­að­ar hér á landi en í lok árs í fyrra var með­al ann­ars fall­ið frá auk­inni gjald­töku á lax­eld­is­fyr­ir­tæki.

Færeyingar ætla líka að hækka skatta á laxeldisfyrirtæki en Ísland lækkar gjöld þeirra
Boða aukinn skatt á laxeldi í Færeyjum Yfirvöld í Færeyjum hafa boðið aukna skattlagningu á laxeldisiðnaðinn í Færeyjum. Bakkafrost, sem Regin Jcobsen stýrir sem forstjóri, er stærsta laxeldisfyrirtæki Færeyja.

Færeyska ríkisstjórnin hefur boðað aukna skattheimtu á laxeldisfyrirtæki í Færeyjum. Hækkunin er allt upp í fjórföld miðað við núgildandi skattgreiðslur í þessari framleiðslugrein. Stærsta laxeldisfyritæki Færeyja, Bakkafrost, sendi frá sér kauphallartilkynningu í Noregi vegna þessarar auknu skattlagningar í gær. Bakkafrost er stærsta laxeldisfyrirtæki Færeyja og framleiddi fyrirtækið tæplega 91 þúsund tonn í fyrra.

Fjallað er um þessar skattahækkanir í sjávaútvegsblaðinu Intrafish í dag undir fyrirsögninni:  „Betra en skattahugmyndirnar í Noregi: Færeyska ríkisstjórnin leggur til stóraukna skatta á laxeldi. “

Skattahækkanirnar í Færeyjum koma í kjölfar boðaðra skattahækkana á laxeldi í Noregi sem mikið hafa til verið umfjöllunar í fjölmiðlum en þær fela í sér þreföldun á sköttum þar í landi, úr 22 í 62 prósent. Um er að ræða sérstakan auðlindaskatt en sambærilegur auðlindaskattur er ekki innheimtur hér á landi.

  Norsk laxeldisfyrirtæki hafa gagnrýnt þessarar hugmyndir harðlega …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Hvar eru múturnar ?
    0
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Kristján Þór Júlíusson, einn spilltasti ráðherra landsins, greiddi götu sjókvíalaxeldisins að beiðni vinar síns, þáverandi formanns landssambands fiskeldisfyrirtækja, Einars Kr. Guðfinnssonar. Setti lög 2019 sem gerði fyrirtækjum kleift að byggja upp sjókvíalaxeldi og fá til þess sex ára aðlögunartíma og nánast án auðlindaskatts. Þegar mönnum fannst dragast á langinn að úthluta heimildum, réði hann tvo menn aukalega til MAST.
    4
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Þetta hlýtur að vera vanhæfasta ríkisstjórn allra tíma. Á sama tíma og allir innviðir eru sveltir og sífellt fleiri ná ekki endum saman njóta laxeldisfyrirtækin sérstakrar fyrirgreiðslu sem á sér enga hliðstæðu í öðrum löndum.
    Ljóst er að fjármálaráðherra stjórnar þessu. En að Framsókn og VG styðji þessi ósköp er með miklum ólíkindum. Það þarf að lækka laun ráðherra svo að þeir hangi ekki á stólunum launanna vegna til stórskaða fyrir land og þjóð.
    Gott dæmi um hugsunarhátt fjármálaráðherra er tilraun hans til að losa ríkið undan ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði. Hann hótar að setja lög þess efnis að lífeyrisjóðirnir taki á sig þessa ríkisábyrgð að mestu. Lífeyrisþegar framtíðarinnar eiga að borga.
    Eigum við virkilega ekki betra skilið?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu