Færeyska ríkisstjórnin hefur boðað aukna skattheimtu á laxeldisfyrirtæki í Færeyjum. Hækkunin er allt upp í fjórföld miðað við núgildandi skattgreiðslur í þessari framleiðslugrein. Stærsta laxeldisfyritæki Færeyja, Bakkafrost, sendi frá sér kauphallartilkynningu í Noregi vegna þessarar auknu skattlagningar í gær. Bakkafrost er stærsta laxeldisfyrirtæki Færeyja og framleiddi fyrirtækið tæplega 91 þúsund tonn í fyrra.
Fjallað er um þessar skattahækkanir í sjávaútvegsblaðinu Intrafish í dag undir fyrirsögninni: „Betra en skattahugmyndirnar í Noregi: Færeyska ríkisstjórnin leggur til stóraukna skatta á laxeldi. “
Skattahækkanirnar í Færeyjum koma í kjölfar boðaðra skattahækkana á laxeldi í Noregi sem mikið hafa til verið umfjöllunar í fjölmiðlum en þær fela í sér þreföldun á sköttum þar í landi, úr 22 í 62 prósent. Um er að ræða sérstakan auðlindaskatt en sambærilegur auðlindaskattur er ekki innheimtur hér á landi.
Norsk laxeldisfyrirtæki hafa gagnrýnt þessarar hugmyndir harðlega …
Ljóst er að fjármálaráðherra stjórnar þessu. En að Framsókn og VG styðji þessi ósköp er með miklum ólíkindum. Það þarf að lækka laun ráðherra svo að þeir hangi ekki á stólunum launanna vegna til stórskaða fyrir land og þjóð.
Gott dæmi um hugsunarhátt fjármálaráðherra er tilraun hans til að losa ríkið undan ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði. Hann hótar að setja lög þess efnis að lífeyrisjóðirnir taki á sig þessa ríkisábyrgð að mestu. Lífeyrisþegar framtíðarinnar eiga að borga.
Eigum við virkilega ekki betra skilið?