Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skildu tvisvar og giftust þrisvar

Eft­ir að hafa al­ist upp í um­hverfi þar sem hún var í sí­fellu fjar­lægð af heim­il­inu vegna fá­tækt­ar og þvælt á milli stofn­ana og fóst­ur­heim­ila hef­ur reynst Rósu Ólaf­ar Ólafíu­dótt­ur erfitt að treysta, hleypa fólki að sér og við­halda nán­um tengsl­um. Það er einn kostn­að­ur­inn af van­ræksl­unni. Eig­in­mað­ur henn­ar, Stein­grím­ur Berg­mann Gunn­ars­son, þekk­ir það af eig­in raun, en þau hafa þrisvar sinn­um geng­ið í hjóna­band.

Skildu tvisvar og giftust þrisvar
Gafst aldrei upp Steini segir að hann hafi alltaf ætlað sér að ná Rósu aftur til sín. Mynd: Heiða Helgadóttir

Steingrímur og Rósa tóku fyrst saman viku fyrir verslunarmannahelgina 1998. Síðan hafa þau skilið tvisvar sinnum og gengið þrisvar sinnum í hjónaband. Frá upphafi var sambandið stormasamt. Rósa segir að þau hafi bæði átt sambönd að baki og verið á tánum þegar þau tóku saman. Í fyrstu var það ekki bara áfallasaga hennar, sem gerði þeim erfitt fyrir. „Við vantreystum bæði,“ staðfestir hann og segir að þau hafi átt það sameiginlegt að eiga erfitt með að gefa sig alveg að annarri manneskju vegna fyrri reynslu.

Sá hana fyrst í strætó

Steingrímur minnist þess að hafa séð Rósu á förnum vegi í Reykjavík þegar hún var að alast upp. Hann sá hana fyrst í strætó þegar hún var tólf ára og hann var sautján ára. „Stundum kemur fyrir að mér finnst ég þekkja fólk þegar ég sé það í fyrsta sinn. Þegar ég sá þessa stelpu í strætó fylgdi því skrítin …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kostnaðurinn af fátæktinni

Móðir svipt börnunum vegna fátæktar
FréttirKostnaðurinn af fátæktinni

Móð­ir svipt börn­un­um vegna fá­tækt­ar

Ólafía Sig­ur­björns­dótt­ir, móð­ir Rósu, Ólafíu Ólafíu­dótt­ur, var ein­stæð­ing­ur með lít­ið sem ekk­ert bak­land, heilsu­lít­il, í lág­launa­störf­um og á hrak­hól­um, ein með fimm börn og mann sem hélt henni í fjár­hags­leg­um skorð­um. Í stað þess að veita við­eig­andi að­stoð voru börn­in tek­in af henni og send á vistheim­ili, en hún hætti aldrei að berj­ast fyr­ir þeim.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár