Steingrímur og Rósa tóku fyrst saman viku fyrir verslunarmannahelgina 1998. Síðan hafa þau skilið tvisvar sinnum og gengið þrisvar sinnum í hjónaband. Frá upphafi var sambandið stormasamt. Rósa segir að þau hafi bæði átt sambönd að baki og verið á tánum þegar þau tóku saman. Í fyrstu var það ekki bara áfallasaga hennar, sem gerði þeim erfitt fyrir. „Við vantreystum bæði,“ staðfestir hann og segir að þau hafi átt það sameiginlegt að eiga erfitt með að gefa sig alveg að annarri manneskju vegna fyrri reynslu.
Sá hana fyrst í strætó
Steingrímur minnist þess að hafa séð Rósu á förnum vegi í Reykjavík þegar hún var að alast upp. Hann sá hana fyrst í strætó þegar hún var tólf ára og hann var sautján ára. „Stundum kemur fyrir að mér finnst ég þekkja fólk þegar ég sé það í fyrsta sinn. Þegar ég sá þessa stelpu í strætó fylgdi því skrítin …
Athugasemdir (1)