Við erum dómhörð að eðlisfari

Elísa­bet Rut Har­alds­dótt­ir Diego var í Vott­un­um til sex ára ald­urs og þeg­ar hún fór að skoða tengsl­in við fjöl­skyld­una sem er þar enn fann hún fyr­ir reiði.

Við erum dómhörð að eðlisfari
Æskan í Vottum Jehóva Elísabet Rut Haraldsdóttir Diego skrifaði um tengsl sín við fjölskyldu sína sem er í Vottum Jehóva fyrir verkefni í sálfræði í háskólanum. Sjálf var hún í Vottunum þangað til hún var sex ára og skrifar því einnig út frá minningum sínum af söfnuðinum. Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

Einmitt núna er ég í vinnunni og ætla að klippa á þér hárið, en það sem er mér efst í huga er tölfræðiáfanginn í háskólanum sem ég er í, í tengslum við nám í sálfræði. Þetta er ansi krefjandi áfangi en ég var nokkuð ánægð með mig þegar ég fattaði stærðfræðina. 

Skemmtilegasti áfanginn í skólanum heitir eigindlegar aðferðir. Við erum að horfa á kvikmyndina Lömbin þagna og greina hana, ásamt því að skrifa sjálfs-etnógrafíu sem er mjög áhugavert. Þá áttu að skrifa um minningu og hvernig þú upplifðir hana. 

Í stað þess að velja eina minningu valdi ég tímabil og skrifaði um tengslin við fjölskylduna mína sem er í Vottum Jehóva. Ég er að skoða og greina tengslin við hana í gegnum tíðina. Mér fannst mjög áhugavert að skoða þetta og það kom mér á óvart hvað ég upplifði mikla reiði vegna þessara tengsla. 

Ég var sjálf í Vottunum þar til ég varð sex ára, en fjölskyldan mín er ennþá í Vottunum. Ég tala ekkert við fjölskylduna mína sem er þar enn, þannig að hún veit ekkert af þessu verkefni. Ég held henni væri samt alveg sama ef hún vissi af því. Seinna langar mig til að taka viðtal við einhvern sem hefur hætt í Vottunum, en það gæti verið viðkvæmt málefni fyrir marga, því það eru svo margir sem hafa upplifað ofbeldi inni í svona sértrúarsöfnuðum. 

Varðandi Lömbin þagna þá hef ég séð hana margoft. Það sem heillar mig við hana er hvernig sýn Clarice á Hannibal Lecter breytist í gegnum myndina. Því þú ert með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um fólk fyrst þegar þú kynnist því. Við erum öll þannig. Við erum ótrúlega dómhörð að eðlisfari.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár