Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Samband Bush og Blair og stríðið í Írak

Per­sónu­leg­ur vin­skap­ur Tony Bla­ir og Geor­ge W. Bush er ekki síst und­ir í um­fjöll­un Dav­id Dimble­by um að­drag­anda Ír­aks­stríðs­ins 2003. Hlað­varp­ið The Fault Line: Bush, Bla­ir and Iraq er vel þess virði að hlusta á, þótt þú telj­ir þig vita flest sem hægt er um stríð­ið.

Samband Bush og Blair og stríðið í Írak

„Ég er með þér, sama hvað,“ skrifaði Tony Blair til vinar síns George W. Bush árið 2002. Um það leyti voru þeir að leggja á ráðin um að ráðast inn í Írak til að steypa einræðisherranum Saddam Hussein af stóli. En af hverju? Og á hverju byggðu fullyrðingar þeirra tveggja um að Saddam hefði yfir gjöreyðingarvopnum að ráða?

Það er meðal spurninga sem breski fjölmiðlamaðurinn David Dimbleby spyr í hlaðvarpsþáttaröðinni The Fault Line: Bush, Blair and Iraq. Í þáttaröðinni ræðir Dimbleby og teymi hans við forsætisráðherra, aðra stjórnmálamenn, njósnara og vopnaeftirlitsmenn til að varpa ljósi á hæpnar forsendur stríðsins.

Þættirnir eru nokkuð mismunandi að lengd og eru allt frá tæpum 35 mínútum og upp í rúmar 55 mínútur. Þeir eru þó af miklum gæðum, vel framleiddir og reynsla Dimbleby af fjölmiðlun skín í gegnum frásögnina. 

Frásögnin snýst fyrst og fremst að þeim átján mánuðum sem liðu á milli hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 í Bandaríkjunum og innrásarinnar árið 2003 í Írak; þeim tíma þegar Bush Bandaríkjaforseti og Blair, forsætisráðherra Bretlands, virtust verða annað og meira en bara kollegar hvor sínum megin Atlantsála. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár