Garðabær ætlar að niðurgreiða leiguna fyrir þá úkraínsku flóttamenn sem búa í fjölbýlishúsi sem leigufélagið Alma á í Urriðaholtsstræti 16 í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í svari frá Garðabæ. Fjárstuðningurinn er veittur til fólksins eftir þörfum hverrar fjölskyldu og hversu mikla fjáhagsaðstoð þær þurfa til að geta búið áfram í húsinu.
Heimildin hefur fjallað um íbúana í húsinu sem hafa búið þar síðastliðið ár og greitt leigu sem er langt undir markaðsverði þar sem góðgerðrafélagið Einhorn hefur niðurgreitt húsnæðið fyrir þá. Samningur Einhorns við Ölmu rennur hins vegar út nú í mars og tilkynnti Alma Úkraínumönnunum það í lok síðasta árs að leigan yrði hækkuð upp í markaðsverð. Hækkunin á leigunni var allt að 114 prósent.
Í svarinu frá Garðabæ segir orðrétt: „Fjölskyldusvið Garðabæjar hefur ákveðið að veita fjárhagsstuðning til að mæta þeim vanda sem …
Athugasemdir