Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigandi Arnarlax greiðir út 32 milljarða króna arð en kvartar yfir skattlagningu

Norski lax­eld­isris­inn Salm­ar AS, eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal, hef­ur greitt út nærri 100 millj­arða króna arð á síð­ustu þrem­ur ár­um. Fyr­ir­tæk­ið kvart­ar á sama tíma yf­ir auk­inni skatt­lagn­ingu í Nor­egi og seg­ir ekki rétt að arð­semi fé­lags­ins sé of mik­il.

Eigandi Arnarlax greiðir út 32 milljarða króna arð en kvartar yfir skattlagningu
Stærsti hluthafinn Gustav Witzoe yngri er stærsti hluthafi Arnarlax í gegnum eignarhald sitt á Salmar. Hann er jafnframt ríkasti maður Noregs. Faðir hans og nafni stofnaði Salmar á sínum tíma.

Eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal stefnir á að greiða út 32 milljarða króna arð, 2,9 milljarða norskra króna, á þessu ári eftir að hafa hagnast um tæplega 50 milljarða króna í fyrra. Fyrirtækið, norski laxeldisrisinn Salmar AS, kvartar samt yfir aukinni skattheimtu í Noregi og segir að gjaldheimtan geti komið niður á starfsemi félagsins. Þetta kemur fram í ársuppgjöri Salmar AS  og kynningu á því sem gerð voru opinber í Noregi í lok febrúar. Arnarlax á og rekur sjókvíar á Vestfjörðum þar sem eldislax er ræktaður. 

Salmar AS er meirihlutaeigandi í Arnarlaxi með rúmlega 51 prósent af hlutafénu í norsku móðurfélagi laxeldisfyrirtækisins, Icelandic Salmon AS. Næst stærsti hluthafi Arnarlax er svo lífeyrissjóðurinn Gildi með 7,16 prósenta hlut. Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, er fjórði stærsti hluthafinn með rúmlega 3,2 prósenta hlut. Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi og stefnir félagið félagið á 16 þúsund tonna framleiðslu hér á landi á þessu ári samkvæmt uppgjörinu. Fyrirtækið framleiddi sama magn í fyrra.

Stærsti eigandi Salmar eru svo aftur fyrirtækið Kverva Industries sem er í meirihlutaeigu sonar stofnanda Salmar, Gustav Witzoe yngri, sem er ríkasti maður Noregs. Hann er því stærsti eigandi Arnarlax á Íslandi.

„Forsendur skattlagningarinnar byggja á þeirri forsendu að laxeldisiðnaðurinn skapi of mikla arðsemi miðað við þær áhættur sem iðnaðurinn felur í sér en þetta er ekki rétt.“
Úr kynningu á ársuppgjöri Salmar AS

Segja skattlagningu koma í veg fyrir umhverfisvænni lausnir

Í ársreikningi Salmar kemur meðal annars fram að vegna aukinnar, boðaðrar skattlagningar í Noregi, þá geti fyrirtækið ekki einbeitt sér af sama krafti að því að þróa aflandslausnir í laxeldi. Með slíkum aflandslausnum yrði eldið flutt út á rúmsjó og úr fjörðum landa eins og Noregs og Íslands. Þetta myndi koma í veg fyrir mörg af helstu umhverfisáhrifum laxeldis í sjókvíum, meðal annars mögulega erfðablöndun við villta laxastofna sökum slysasleppinga úr sjókvíum. Slíkar slysasleppingar hafa átt sér stað í Noregi og á Íslandi.   Skattlagningin á fiskeldið á að aukast úr 22 prósentum í 62 prósent.  

Áhugavert er að Salmar stilli afleiðingum skattlagningarinnar upp með þessum hætti þar sem laxeldisfyrirtækið er að nota hagnað sinn af laxeldi í sjókvíum til að fjármagna þróun fyrirtækisins á umhverfisvænni lausnum úti á rúmsjó. Laxeldið sem Salmar stundar á Íslandi er laxeldi í fjörðum sem aflandseldið á að koma í staðinn fyrir með tíð og tíma, líkt og fyrrverandi stjórnarformaður Salmar hefur sagt.

Stjórnarformaðurinn fyrrverandi, Atle Eide, hefur látið hafa það eftir sér að 2030 verði laxeldi í sjókvíum ekki lengur stundað vegna umhverfisáhrifa þess. „Við munum líklega ekki sjá hefðbundnar, alveg opnar sjókvíar neins staðar árið 2030 [...] Kröfur samfélagsins hafa breyst svo mikið og tækniþróunin mun gera það arðbært að breytast,“ sagði Atle Eide í viðtali við sjávarútvegsblaðið Intrafish árið 2021. 

„Vannýttir möguleikar“ á Íslandi

Þrátt fyrir þessa spá Atle Eide um endalok sjókvíaeldis, og þrátt fyrir að fyrirtækið sé að fjárfesta í öðrum lausnum fjarri ströndum landa, þá sér Arnarlax samt sem áður mikla vaxtarmöguleika á Íslandi. Í kynningunni á uppgjöri Salmar segir meðal annars: „Vannýttir möguleikar í fyrirliggjandi leyfum.

Með þessu er meðal annars átt við að Arnarlax á samtals framleiðsluleyfi fyrir 23.700 tonnum af eldislaxi og á því eftir að hefja framleiðslu á samtals 6.700 tonnum af eldislaxi út frá fyrirliggjandi leyfum. Þá er tilgreint í kynningu á uppgjöri Arnarlax fyrir síðasta ársfjórðung 2022 að félagið sé með frekari umsóknir um leyfi í ferli, meðal annars 10 þúsund tonn  í Ísafjarðardjúpi auk 4.500 tonn í Arnarfirði. 

Í þessari kynningu segir Arnarlax líka, þrátt fyrir að ljóst sé að fyrirtækið og fyrrverandi stjórnarformaður Salmar AS, telja sjókvíaeldi ekki vera framtíðarlausn í fiskeldi að Ísland geti orðið eitt stærsta framleiðsluland heimsins í slíku eldi. 

Einn stærsti hluthafinnKjartan Ólafsson er fjórði stærsti hluthafi Arnarlax og hefur hann talað fyrir því að Ísland geti framleitt allt að 500 þúsund tonn á ári. Samtímis þróar eigandi Arnarlax aðrar umhverfisvænni lausnir í fiskeldi en notkun á sjókvíum.

Salmar: Forsendur skattlagningarnar rangar

Nokkuð hefur verið fjallað um afleiðingarnar af þessari auknu skattlagningu í Noregi í fjölmiðlum hér á landi og hefur stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, meðal annars sagt að hún gæti meðal annars falið í sér tækifæri fyrir Íslendinga til að framleiða meira af eldislaxi.

Orðrétt segir um þessar afleiðingar af skattlagningunni í ársreikningi Salmar AS. „Í Noregi hefur ríkisstjórnin boðað auðlindaskatt á fiskeldi sem taka á gildi frá upphafi árs 2023. Ef nýja skattlagningin verður samþykkt af þinginu mun hún hafa mikil áhrif á möguleika á fjárfestingum og tækninýjungum í fiskeldinu í Noregi. SalMar sendi frá sér ítarlegt svar í hinu opinbera ferli sem málið fór í og lýsti yfir harðri andstöðu við skattlagninguna.

Samkvæmt því sem Salmar segir þá eru forsendur skattlagningarinnar rangar þar sem ekki sé rétt að arðgreiðslur úr greininni séu of háar miðað við þá áhættu sem fjárfestarnir taka. Um þetta segir í ársreikningnum: „Forsendur skattlagningarinnar byggja á þeirri forsendu að laxeldisiðnaðurinn skapi of mikla arðsemi miðað við þær áhættur sem iðnaðurinn felur í sér en þetta er ekki rétt. Og Salmar undirstrikaði með afgerandi hætti að tillögurnar ætti að leggja til hliðar,“ segir í ársreikningnum. 

Nærri 100 milljarða arður á þremur árum 

Þessi staðhæfing í ársuppgjöri Salmar er sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að á síðastliðnum árum hefur félagið greitt út tugi milljarða króna í arð á hverju einasta ári. Upphæðin var 32 milljarðar króna í fyrra líka og tæpir 30 milljarðar króna árið á undan. Samtals er því um að ræða nærri 100 milljarða króna arðgreiðslur til hluthafa á einungis þremur árum.

Þegar horft er á tekjur fyrirtækisins í fyrra, sem námu rúmlega 20 milljörðum norskra króna, þá nemur arðgreiðslan út úr félaginu rúmlega 14 prósentum af tekjum félagsins. Arðgreiðslan nemur sömuleiðis rúmlega 78 prósentum af heildarhagnaði fyrirtækisins á árinu en hann nam 3,7 milljörðum norskra króna. 

Þrátt fyrir þetta telur Salmar AS samt ekki að rekstur félagsins geti staðið undir þeirri auknu skattlagningu á fiskeldi sem norska ríkið hefur boðað. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár