Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir Framsókn skila auðu – „Eins og hún sé ekki í þessari ríkisstjórn“

Inn­viða­ráð­herra og formað­ur Við­reisn­ar ræddu efna­hags­mál á Al­þingi í dag. Ráð­herr­ann var spurð­ur hvað rík­is­stjórn­in ætl­aði að gera til að koma bönd­um á verð­bólg­una. Ráð­herr­ann sagði að rík­is­stjórn­in sæti ekki að­gerða­laus og að þau væru „að vinna að fjöl­mörg­um hlut­um“.

Segir Framsókn skila auðu – „Eins og hún sé ekki í þessari ríkisstjórn“
Ríkisstjórnin eigi að drattast til að koma með aðgerðir Þorgerði Katrínu finnst miður að ríkisstjórnin geti ekki „drattast til þess að koma með aðgerðir“ sem hjálpa heimilunum í landinu í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Mynd: Bára Huld Beck

„Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að berjast gegn verðbólgunni og koma heimilunum hér í samfélaginu til bjargar?“ Þessarar spurningar spurði formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formann Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, Sigurð Inga Jóhannssonar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 

Sigurður Ingi sagði að ríkisstjórnin stæði ekki aðgerðalaus hjá en til skamms tíma væri auðvitað ekki hægt að koma með mótvægisaðgerðir gagnvart öllu því sem Seðlabankinn er að slá á.

Þorgerður Katrín minnti á að vextir hefðu hækkað núna ellefu sinnum í röð og líklegt væri að þeir hækkuðu í tólfta sinn í mars með „óheyrilegum og óbærilegum afleiðingum fyrir heimilin og þau fyrirtæki landsins sem eru innan krónuhagkerfisins en eins og við vitum eru mörg fyrirtæki sem eru fyrir utan það“. 

„Síðan hef ég átt hér orðastað bæði við forsætisráðherra og fjármálaráðherra þar sem ákveðin afneitun á þessu ástandi er í gangi. Um leið erum við líka að sjá ítrekaðar ábendingar helstu hagfræðinga landsins og hagsmunasamtaka í þá veru að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt nægilegt aðhald á síðustu misserum og árum, sérstaklega ekki núna í þessu góðæri,“ sagði hún. 

Afneitunin gríðarleg

Vísaði þingmaðurinn í viðtal við innviðaráðherra þar sem hann sagði að þörf væri á samstilltu átaki. Íslendingar þyrftu að losna við þennan vonda vítahring. 

„Það er rétt að seðlabankastjóri er svolítið skilinn eftir með sitt eina tæki sem er stýrivaxtatækið. Vinnumarkaðurinn hefur reynt að gera sitt og er núna innan ramma sem hefur verið mótaður þannig að þeir aðilar á markaði sem eiga að sjá svolítið um ábyrgðina á því að halda verðbólgunni í skefjum eru að reyna að gera sitt.

En eftir stendur ríkisstjórnin. Og við erum ítrekað búin að spyrja ríkisstjórnina hvaða aðgerðir hún ætli að koma með til að stemma stigu við verðbólgunni. Hvaða aðgerðir ætlar hún að draga fram núna til dæmis til að lækka tolla og vörugjöld á vörur, til að lækka matarkörfuna? Hvað á að gera til að koma böndum á verðbólguna til þess að Seðlabankinn þurfi ekki enn og aftur að beita sínu stýrivaxtatæki, því eina sem hann hefur? Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þessu?“ spurði hún. 

Þorgerður Katrín hélt því jafnframt fram að afneitunin hefði verið gríðarleg af hálfu ráðherra en henni fannst glitta í ákveðna vonarglætu þegar innviðaráðherra sagði að rjúfa þyrfti þennan vonda vítahring. „Já, við erum í enn einum vítahringnum sem er alltaf spilaður aftur og aftur hér í íslensku samfélagi og við þurfum að rjúfa hann. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að berjast gegn verðbólgunni og koma heimilunum hér í samfélaginu til bjargar?“

Verðum öll að vera tilbúin að sníða okkur stakk eftir vexti

Sigurður Ingi svaraði og sagði að rétt væri að geta þess að ríkisstjórnin væri auðvitað ekki aðgerðalaus og að þau hefðu verið að vinna að fjölmörgum hlutum. 

Hann sagðist í viðtalinu hafa verið að benda á hið augljósa. „Við þurfum að rjúfa þann vítahring sem við virðumst vera að stefna inn í, sem við þekkjum úr sögunni, þar sem eru víxlverkanir, hækkanir á launum og verðlagi sem ganga í takt og allir þurfa að sækja sér mótvægisaðgerðir vegna hærra verðlags með einhverjum hætti, annars munum við enda á þessum vonda stað. 

Ég vil líka segja að það sem við í innviðaráðuneytinu höfum til að mynda verið að gera á undanförnum misserum er eitt af því sem ég held að megi segja að sé eitt það mikilvægasta, ekki kannski til þess að bregðast við til skamms tíma en til lengri tíma, en það er að koma fram með húsnæðisstefnu, með áætlanir um uppbyggingu þar sem hið opinbera tekur virkan þátt í því að jafna stöðuna og búa til jafnvægi á húsnæðismarkaðnum þannig að hann einn og sér verði ekki þessi hvati til að dýpka kreppurnar og að blása síðan í nýja upprisu í mikilli skyndingu þar sem fjöldi fólks kemst ekki út á húsnæðismarkaðinn vegna þess að það er ekkert byggt. Ég held að þetta sé eitt af stóru verkefnunum sem við erum að gera,“ sagði ráðherrann. 

Ný húsnæðisstefnaInnviðaráðherra segir að eitt mikilvægasta málið sem unnið er að nú sé ný húsnæðisstefna.

Telur Sigurður Ingi að til skamms tíma sé auðvitað ekki hægt að koma með mótvægisaðgerðir gagnvart öllu því sem Seðlabankinn er að slá á. „Hérna var til dæmis einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í fyrra andsvari að kalla eftir miklum fjármunum inn í heilbrigðiskerfið í næstu fjármálaáætlun. Við bættum svo sannarlega bæði í fjárauka, einum 18 milljörðum, og 12 í fjárlögunum inn í heilbrigðiskerfið. Við verðum öll að vera tilbúin að sníða okkur stakk eftir vexti ef við ætlum að rjúfa þennan vítahring, búa til einhvers konar samkomulag og það var það sem ég var að tala um. Ríkisstjórnin mun ekki sitja aðgerðalaus við það.“

Þurfum aðgerðir núna

Þorgerður Katrín sagði í framhaldinu að þriðji formaðurinn kæmi í röð og segði að ríkisstjórnin væri „að gera fullt“. 

„En samt er verðbólgan þar sem hún er og samt höfum við staðið frammi fyrir 11 vaxtahækkunum í röð. Það er ekkert plan í gangi hjá ríkisstjórninni – ekkert plan. Ég lagði fram fyrirspurn fyrir fimm mánuðum til hæstvirts matvælaráðherra sem verður svarað í dag um það hvað eigi að gera til þess að hjálpa til við að lækka matarkörfuna. Ríkisstjórnin er búin að hafa nægan tíma til að bregðast við núna.

Já, við þurfum líka lengra tímaplan því að þetta þarf ekki að vera svona. Okkur greinir auðvitað á um leiðir til lengri tíma, en hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til skemmri tíma? Við heyrum Vinstri græna tala um skattahækkanir í ýmsu formi og Sjálfstæðisflokkinn boða aðhald einhvern tíma á fjárlögum næsta árs en við þurfum aðgerðir núna. Framsókn kemur og skilar auðu og það er eins og hún sé ekki í þessari ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt þá leiðir samsetning þessarar ríkisstjórnar til þess að við erum með ósjálfbæran ríkissjóð sem er skilað í halla til næstu ára og verið er að velta byrðum nútímans yfir á börnin okkar í framtíðinni. En ríkisstjórnin skilar auðu og mér finnst miður að hún geti ekki drattast til þess að koma með aðgerðir sem hjálpa heimilunum í landinu núna, ekki eftir eitt ár, ekki eftir tvö ár og ekki eftir fimm ár,“ sagði hún. 

„Náttúrlega endemisvitleysa“

Innviðaráðherra steig aftur í pontu og sagðist ekki vita hvort Þorgerður Katrín fengi betri hljómgrunni með því að koma alltaf með þessa sömu ræðu eða hækka röddina. „En staðreyndin er sú að á síðasta ári þá komum við með 24 prósent hækkun á húsnæðisbótum til þeirra sem verst hafa það á húsnæðismarkaði, hækkuðum vaxtabætur og breikkuðum þann hóp sem tekur til þess. Við hækkuðum barnabætur þannig að það er búið að gera fjölmargt.“

Hann sagði að Þorgerður Katrín vissi þetta þrátt fyrir að hún kæmi reglulega í pontu Alþingis og héldi því fram að á Íslandi væri ekkert gert af því að hér væri einhver sérstök tegund af ríkisstjórn sem kallaði á aðgerðaleysi. Ráðherranum finnst slíkur málflutningur „náttúrlega endemisvitleysa“. 

Nefndi hann Evrópusambandið í þessu samhengi og minnti á að vextir þar væru fjölbreyttir og vandamálin gríðarlega ólík frá norðri til suðurs, austri til vesturs. „Það er ekki neitt „kvikk fix“ að fara að flytja inn einhverjar landbúnaðarvörur með lægri tollum frá Suður-Evrópu eða Austur-Evrópu eða frá Asíu þegar við erum að takast á við loftslagsmál, vörur frá löndum þar sem laun eru miklu lægri, þar sem dýravernd er allt önnur og á sama tíma er matarkarfan samkvæmt Eurostat milli 12 og 13 prósent á Íslandi, með því lægsta, og innlendar vörur hafa hækkað hvað minnst,“ sagði Sigurður Ingi að lokum og bætti því við að ágætt væri að Þorgerður Katrín kæmi með staðreyndir í staðinn fyrir að halda alltaf sömu ræðuna. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Athyglisvert að Þorgerður Katrín þurfti að "koma alltaf með þessa sömu ræðu eða hækka röddina" áður en innviðaráðherra gat gefið hnitmiðuð svör - alla vega hvaða aðgerðir það voru sem voru þegar tekin; vantaði samt hvaða frekari aðgerðir væru í pípunum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár