Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verið að blekkja fólk

Fyrr­um for­stjóri Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar seg­ir að ver­ið sé að blekkja fólk með því að selja kol­efnis­jöfn­un með skóg­rækt. „Eins og þessi verk­efni eru sett upp þá er ver­ið að veita svo falsk­ar upp­lýs­ing­ar.“

Verið að blekkja fólk
Jón Gunnar Ottósson Sá sem ætlar að bæta vistspor sitt með því að kaupa gróðursetningu er í raun að auka losun í staðinn, samkvæmt Jóni Gunnari. Mynd: Guðmundur Karl Sigurdórsson

Jón Gunnar Ottósson fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar segir að í raun sé verið að selja fólki gróðursetningu í staðinn fyrir kolefnisjöfnun hér á landi. Verið sé að blekkja fólk með sölu á kolefn­is­jöfnun með skóg­rækt.

„Það er í raun verið að selja því gróðursetningu. Það er verið að selja væntanlega kolefnisbindingu til langs tíma en það er ekki verið að selja kolefnisjöfnun eins og fólk heldur að það sé að kaupa. Það eru miklir peningar þarna á bak við.“ 

Þetta kom fram í máli Jóns Gunnars í Rauða borðinu á Samstöðinni í vikunni. 

Kolefn­is­jöfnun ekki „vott­orð til þess að menga meira“

Á vef­síðu Umhverf­is­stofn­unar er kolefn­is­jöfnun skil­greind með eft­ir­far­andi hætti sam­kvæmt lögum um lofts­lags­mál: „Þegar aðili hlut­ast til um aðgerðir ann­ars aðila til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og/eða binda kolefni úr and­rúms­lofti og notar stað­fest­ingu á slíkum sam­drætti eða bind­ingu til að jafna út sína eigin losun að hluta eða öllu leyt­i.“

Umhverf­is­stofnun tekur sér­stak­lega fram að kolefn­is­jöfnun sé ekki „vott­orð til þess að menga meira“ heldur eigi hún ávallt að koma í kjöl­far aðgerða til sam­drátt­ar. Til þess að sporna gegn lofts­lags­breyt­ingum þurfi fyrst og fremst að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda með því að draga úr neyslu og þar með myndun úrgangs, end­ur­vinna þann úrgang sem óhjá­kvæmi­lega fellur til, velja vist­vænar sam­göngur og lofts­lagsvænna matar­æði, minnka mat­ar­só­un, nýta hluti betur og lengur og temja okkur orku­sparn­að.

Verið að veita falskar upplýsingar

Jón Gunnar segir í viðtalinu að allir viti að tré binda kolefni en það taki tíma. „Og eins og þessi verkefni eru sett upp þá er verið að veita svo falskar upplýsingar. Þessi verkefni sem annars vegar er verið að selja sem nytjaskórækt og hins vegar kolefnisbindingarskógrækt sem jafnvel getur skilað sér í miklum ágóða með ræktun það sem við köllum kolefniseininga sem gætu farið á alþjóðlegan markað en þetta er allt sett fram á svo fölskum forsendum.“

Hann tekur sem dæmi að á sumum langferðabílum standi að þeir séu kolefnisjafnaðir. „Ég er að lesa um það að Icelandair sé að selja fólki gróðursetningar og segja að þær kolefnisjafni flugferðirnar. Toyota er að selja með sama hætti og svo mætti áfram telja. Það eru alls konar spegúlantar að græða á þessu fyrirbæri en ef við skoðum málið mjög nákvæmlega þá sjáum við að gróðursetning í dag er ekki að skila bindingu fyrr en eftir 50 til 80 ár.“

Jón Gunnar bendir á að ríkisstjórnarmarkmið er varða loftslagsmál séu miðuð við árin 2030 og 2040 en það sem selt sé í dag skili nettólosun en ekki bindingu næstu 10 til 20 árin. Þá verði að taka inn í dæmið þá jarðvinnslu sem fylgir gróðursetningunni og vísindaleg gögn, hérlendis sem og erlendis, sem sýni að gróðursetning nái ekki að jafna út það sem manneskjan eyðir.

Þannig væri manneskja sem ætlaði að bæta vistspor sitt með því að kaupa gróðursetningu að auka losun í staðinn. 

Ekkert annað en aflátsbréf

Kjarninn spjallaði við Jón Gunnar í byrjun árs 2021 og í því viðtali nefndi hann þetta málefni. Hann sagði að kolefn­is­jöfn­un, það nýyrði sem fyr­ir­tækjum væri þegar orðið tamt að nota í aug­lýs­ing­um, væri ekk­ert annað en afláts­bréf. Synda­af­lausn fyrir neyt­endur sem teldu sig með­vit­aða en væru í raun að láta spila með sig. „Þetta gengur út á það að láta fólk kaupa ein­hverja hríslu svo það geti hagað sér eins og það vill,“ sagði Jón Gunnar. „En þetta er aldrei hugsað til enda. Skógur bindur hratt á meðan hann er að vaxa en svo kemur að því að hann bindur minna heldur en að hann and­ar. Skógur er eins og hver önnur líf­vera. Hann eld­ist, hrörnar og deyr.“

Þegar hann var spurður hvað væri hægt að gera hvað varðar lofts­lags­mál­in þá sagði hann að svarið væri ein­fald­lega að fara að haga sér allt öðru­vísi. „Fara að draga úr losun í stað­inn fyrir að auka hana enda­laust og finna svo upp á ein­hverjum bind­ing­ar­að­ferð­um. Þetta snýst allt um lífs­hætti í raun. Að vernda ákveðna lífs­hætti sem fólk telur sig eiga rétt á og ekki geta verið án.“

Heimatilbúnir staðlar sem ganga ekki upp

Jón Gunnar segir í Rauða borðinu að miklir peningar séu þarna undir. „Ef þú horfir á það sem er að gerast í dag þá eru útgerðarfélög að hoppa á þetta. Erlendir aðilar eru að kaupa jarðir vegna þess að kröfurnar sem hér eru gerðar til vottunar á þessum framkvæmdum til þess að fá viðurkenningu sem svona kolefniseigningar sem gætu farið í sölu standast ekki.“

Hann hrósar Skógræktinni þó fyrir að reyna að búa til vottunarkerfi vegna þess að halda þurfi utan um þessa hluti með einhverjum hætti. „Þeir byggja sína fyrirmynd á breskum staðli sem heitir Woodland Carbon Code en þeir aðlaga því „íslenskum aðstæðum“. Þessi aðlögun felst fyrst og fremst í því að draga úr kröfum. Hún dregur úr kröfum varðandi líffræðilega fjölbreytni og vernd náttúrunnar. Landið er einskis metið í rauninni – þannig að slíkir hlutir eru ekki teknir inn í dæmið svo þetta verður ódýrara,“ segir hann. 

Hann segist aftur á móti viss um að þegar uppi er staðið eftir 30 til 40 ár þegar fyrirtækin ætla að fara að selja þessar kolefniseiningar sem þau fjárfesta í núna þá fái þær aldrei samþykki á alþjóðlegum mörkuðum vegna þess að alþjóðlegir staðlar séu ekki uppfylltir. „Við erum með heimatilbúna staðla sem ganga ekki upp.“

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Eyþór Dagur skrifaði
  Ég hef aldrei skilið það að það sé hægt að draga úr kolefni með því að rækta tré hér á Íslandi. Laufin eru á trjánum í einhverja 3-4 mánuði af 12. Rotnun og vinnan (sem krefst kolefna), er svo miklu meiri en hægt er að "græða" með einni hríslu. Ég heyrði því einhversstaðar fleygt að sjávargróðurinn okkar væri miklu meira umhverfisvænn og tæki til sín miklu meira kolefni. Er það rétt?
  0
  • Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifaði
   Kolefnisbinding með skógrækt hefur verið ágætlega rannsökuð hérlendis undanfarinn aldarfjórðung.
   Þú þarft bara að lesa þér aðeins til. https://www.skogur.is/is/leit?q=kolefnisbinding
   Hvort þang, þörungar eða annar sjávargróður sé skilvirkari eða "umhverfisvænni" (hvað sem það þýðir) veit enginn, því ekki veit ég til þess að nokkrar rannsóknir hafi farið fram á því hverju hann gæti skilað eða hvort hægt sé að auka vöxt sjávargróðurs á landgrunni Íslands með mannlegum inngripum.
   0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
1
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
5
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
7
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
8
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
„Enginn sem tekur við af mér“
10
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
7
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár