Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verið að blekkja fólk

Fyrr­um for­stjóri Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar seg­ir að ver­ið sé að blekkja fólk með því að selja kol­efnis­jöfn­un með skóg­rækt. „Eins og þessi verk­efni eru sett upp þá er ver­ið að veita svo falsk­ar upp­lýs­ing­ar.“

Verið að blekkja fólk
Jón Gunnar Ottósson Sá sem ætlar að bæta vistspor sitt með því að kaupa gróðursetningu er í raun að auka losun í staðinn, samkvæmt Jóni Gunnari. Mynd: Guðmundur Karl Sigurdórsson

Jón Gunnar Ottósson fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar segir að í raun sé verið að selja fólki gróðursetningu í staðinn fyrir kolefnisjöfnun hér á landi. Verið sé að blekkja fólk með sölu á kolefn­is­jöfnun með skóg­rækt.

„Það er í raun verið að selja því gróðursetningu. Það er verið að selja væntanlega kolefnisbindingu til langs tíma en það er ekki verið að selja kolefnisjöfnun eins og fólk heldur að það sé að kaupa. Það eru miklir peningar þarna á bak við.“ 

Þetta kom fram í máli Jóns Gunnars í Rauða borðinu á Samstöðinni í vikunni. 

Kolefn­is­jöfnun ekki „vott­orð til þess að menga meira“

Á vef­síðu Umhverf­is­stofn­unar er kolefn­is­jöfnun skil­greind með eft­ir­far­andi hætti sam­kvæmt lögum um lofts­lags­mál: „Þegar aðili hlut­ast til um aðgerðir ann­ars aðila til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og/eða binda kolefni úr and­rúms­lofti og notar stað­fest­ingu á slíkum sam­drætti eða bind­ingu til að jafna út sína eigin losun að hluta eða öllu leyt­i.“

Umhverf­is­stofnun tekur sér­stak­lega fram að kolefn­is­jöfnun sé ekki „vott­orð til þess að menga meira“ heldur eigi hún ávallt að koma í kjöl­far aðgerða til sam­drátt­ar. Til þess að sporna gegn lofts­lags­breyt­ingum þurfi fyrst og fremst að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda með því að draga úr neyslu og þar með myndun úrgangs, end­ur­vinna þann úrgang sem óhjá­kvæmi­lega fellur til, velja vist­vænar sam­göngur og lofts­lagsvænna matar­æði, minnka mat­ar­só­un, nýta hluti betur og lengur og temja okkur orku­sparn­að.

Verið að veita falskar upplýsingar

Jón Gunnar segir í viðtalinu að allir viti að tré binda kolefni en það taki tíma. „Og eins og þessi verkefni eru sett upp þá er verið að veita svo falskar upplýsingar. Þessi verkefni sem annars vegar er verið að selja sem nytjaskórækt og hins vegar kolefnisbindingarskógrækt sem jafnvel getur skilað sér í miklum ágóða með ræktun það sem við köllum kolefniseininga sem gætu farið á alþjóðlegan markað en þetta er allt sett fram á svo fölskum forsendum.“

Hann tekur sem dæmi að á sumum langferðabílum standi að þeir séu kolefnisjafnaðir. „Ég er að lesa um það að Icelandair sé að selja fólki gróðursetningar og segja að þær kolefnisjafni flugferðirnar. Toyota er að selja með sama hætti og svo mætti áfram telja. Það eru alls konar spegúlantar að græða á þessu fyrirbæri en ef við skoðum málið mjög nákvæmlega þá sjáum við að gróðursetning í dag er ekki að skila bindingu fyrr en eftir 50 til 80 ár.“

Jón Gunnar bendir á að ríkisstjórnarmarkmið er varða loftslagsmál séu miðuð við árin 2030 og 2040 en það sem selt sé í dag skili nettólosun en ekki bindingu næstu 10 til 20 árin. Þá verði að taka inn í dæmið þá jarðvinnslu sem fylgir gróðursetningunni og vísindaleg gögn, hérlendis sem og erlendis, sem sýni að gróðursetning nái ekki að jafna út það sem manneskjan eyðir.

Þannig væri manneskja sem ætlaði að bæta vistspor sitt með því að kaupa gróðursetningu að auka losun í staðinn. 

Ekkert annað en aflátsbréf

Kjarninn spjallaði við Jón Gunnar í byrjun árs 2021 og í því viðtali nefndi hann þetta málefni. Hann sagði að kolefn­is­jöfn­un, það nýyrði sem fyr­ir­tækjum væri þegar orðið tamt að nota í aug­lýs­ing­um, væri ekk­ert annað en afláts­bréf. Synda­af­lausn fyrir neyt­endur sem teldu sig með­vit­aða en væru í raun að láta spila með sig. „Þetta gengur út á það að láta fólk kaupa ein­hverja hríslu svo það geti hagað sér eins og það vill,“ sagði Jón Gunnar. „En þetta er aldrei hugsað til enda. Skógur bindur hratt á meðan hann er að vaxa en svo kemur að því að hann bindur minna heldur en að hann and­ar. Skógur er eins og hver önnur líf­vera. Hann eld­ist, hrörnar og deyr.“

Þegar hann var spurður hvað væri hægt að gera hvað varðar lofts­lags­mál­in þá sagði hann að svarið væri ein­fald­lega að fara að haga sér allt öðru­vísi. „Fara að draga úr losun í stað­inn fyrir að auka hana enda­laust og finna svo upp á ein­hverjum bind­ing­ar­að­ferð­um. Þetta snýst allt um lífs­hætti í raun. Að vernda ákveðna lífs­hætti sem fólk telur sig eiga rétt á og ekki geta verið án.“

Heimatilbúnir staðlar sem ganga ekki upp

Jón Gunnar segir í Rauða borðinu að miklir peningar séu þarna undir. „Ef þú horfir á það sem er að gerast í dag þá eru útgerðarfélög að hoppa á þetta. Erlendir aðilar eru að kaupa jarðir vegna þess að kröfurnar sem hér eru gerðar til vottunar á þessum framkvæmdum til þess að fá viðurkenningu sem svona kolefniseigningar sem gætu farið í sölu standast ekki.“

Hann hrósar Skógræktinni þó fyrir að reyna að búa til vottunarkerfi vegna þess að halda þurfi utan um þessa hluti með einhverjum hætti. „Þeir byggja sína fyrirmynd á breskum staðli sem heitir Woodland Carbon Code en þeir aðlaga því „íslenskum aðstæðum“. Þessi aðlögun felst fyrst og fremst í því að draga úr kröfum. Hún dregur úr kröfum varðandi líffræðilega fjölbreytni og vernd náttúrunnar. Landið er einskis metið í rauninni – þannig að slíkir hlutir eru ekki teknir inn í dæmið svo þetta verður ódýrara,“ segir hann. 

Hann segist aftur á móti viss um að þegar uppi er staðið eftir 30 til 40 ár þegar fyrirtækin ætla að fara að selja þessar kolefniseiningar sem þau fjárfesta í núna þá fái þær aldrei samþykki á alþjóðlegum mörkuðum vegna þess að alþjóðlegir staðlar séu ekki uppfylltir. „Við erum með heimatilbúna staðla sem ganga ekki upp.“

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Ég hef aldrei skilið það að það sé hægt að draga úr kolefni með því að rækta tré hér á Íslandi. Laufin eru á trjánum í einhverja 3-4 mánuði af 12. Rotnun og vinnan (sem krefst kolefna), er svo miklu meiri en hægt er að "græða" með einni hríslu. Ég heyrði því einhversstaðar fleygt að sjávargróðurinn okkar væri miklu meira umhverfisvænn og tæki til sín miklu meira kolefni. Er það rétt?
    0
    • Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifaði
      Kolefnisbinding með skógrækt hefur verið ágætlega rannsökuð hérlendis undanfarinn aldarfjórðung.
      Þú þarft bara að lesa þér aðeins til. https://www.skogur.is/is/leit?q=kolefnisbinding
      Hvort þang, þörungar eða annar sjávargróður sé skilvirkari eða "umhverfisvænni" (hvað sem það þýðir) veit enginn, því ekki veit ég til þess að nokkrar rannsóknir hafi farið fram á því hverju hann gæti skilað eða hvort hægt sé að auka vöxt sjávargróðurs á landgrunni Íslands með mannlegum inngripum.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
2
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
5
FréttirStjórnarslit 2024

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á tíð­ind­um dags­ins og mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna síð­deg­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
8
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
9
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu