Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verið að blekkja fólk

Fyrr­um for­stjóri Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar seg­ir að ver­ið sé að blekkja fólk með því að selja kol­efnis­jöfn­un með skóg­rækt. „Eins og þessi verk­efni eru sett upp þá er ver­ið að veita svo falsk­ar upp­lýs­ing­ar.“

Verið að blekkja fólk
Jón Gunnar Ottósson Sá sem ætlar að bæta vistspor sitt með því að kaupa gróðursetningu er í raun að auka losun í staðinn, samkvæmt Jóni Gunnari. Mynd: Guðmundur Karl Sigurdórsson

Jón Gunnar Ottósson fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar segir að í raun sé verið að selja fólki gróðursetningu í staðinn fyrir kolefnisjöfnun hér á landi. Verið sé að blekkja fólk með sölu á kolefn­is­jöfnun með skóg­rækt.

„Það er í raun verið að selja því gróðursetningu. Það er verið að selja væntanlega kolefnisbindingu til langs tíma en það er ekki verið að selja kolefnisjöfnun eins og fólk heldur að það sé að kaupa. Það eru miklir peningar þarna á bak við.“ 

Þetta kom fram í máli Jóns Gunnars í Rauða borðinu á Samstöðinni í vikunni. 

Kolefn­is­jöfnun ekki „vott­orð til þess að menga meira“

Á vef­síðu Umhverf­is­stofn­unar er kolefn­is­jöfnun skil­greind með eft­ir­far­andi hætti sam­kvæmt lögum um lofts­lags­mál: „Þegar aðili hlut­ast til um aðgerðir ann­ars aðila til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og/eða binda kolefni úr and­rúms­lofti og notar stað­fest­ingu á slíkum sam­drætti eða bind­ingu til að jafna út sína eigin losun að hluta eða öllu leyt­i.“

Umhverf­is­stofnun tekur sér­stak­lega fram að kolefn­is­jöfnun sé ekki „vott­orð til þess að menga meira“ heldur eigi hún ávallt að koma í kjöl­far aðgerða til sam­drátt­ar. Til þess að sporna gegn lofts­lags­breyt­ingum þurfi fyrst og fremst að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda með því að draga úr neyslu og þar með myndun úrgangs, end­ur­vinna þann úrgang sem óhjá­kvæmi­lega fellur til, velja vist­vænar sam­göngur og lofts­lagsvænna matar­æði, minnka mat­ar­só­un, nýta hluti betur og lengur og temja okkur orku­sparn­að.

Verið að veita falskar upplýsingar

Jón Gunnar segir í viðtalinu að allir viti að tré binda kolefni en það taki tíma. „Og eins og þessi verkefni eru sett upp þá er verið að veita svo falskar upplýsingar. Þessi verkefni sem annars vegar er verið að selja sem nytjaskórækt og hins vegar kolefnisbindingarskógrækt sem jafnvel getur skilað sér í miklum ágóða með ræktun það sem við köllum kolefniseininga sem gætu farið á alþjóðlegan markað en þetta er allt sett fram á svo fölskum forsendum.“

Hann tekur sem dæmi að á sumum langferðabílum standi að þeir séu kolefnisjafnaðir. „Ég er að lesa um það að Icelandair sé að selja fólki gróðursetningar og segja að þær kolefnisjafni flugferðirnar. Toyota er að selja með sama hætti og svo mætti áfram telja. Það eru alls konar spegúlantar að græða á þessu fyrirbæri en ef við skoðum málið mjög nákvæmlega þá sjáum við að gróðursetning í dag er ekki að skila bindingu fyrr en eftir 50 til 80 ár.“

Jón Gunnar bendir á að ríkisstjórnarmarkmið er varða loftslagsmál séu miðuð við árin 2030 og 2040 en það sem selt sé í dag skili nettólosun en ekki bindingu næstu 10 til 20 árin. Þá verði að taka inn í dæmið þá jarðvinnslu sem fylgir gróðursetningunni og vísindaleg gögn, hérlendis sem og erlendis, sem sýni að gróðursetning nái ekki að jafna út það sem manneskjan eyðir.

Þannig væri manneskja sem ætlaði að bæta vistspor sitt með því að kaupa gróðursetningu að auka losun í staðinn. 

Ekkert annað en aflátsbréf

Kjarninn spjallaði við Jón Gunnar í byrjun árs 2021 og í því viðtali nefndi hann þetta málefni. Hann sagði að kolefn­is­jöfn­un, það nýyrði sem fyr­ir­tækjum væri þegar orðið tamt að nota í aug­lýs­ing­um, væri ekk­ert annað en afláts­bréf. Synda­af­lausn fyrir neyt­endur sem teldu sig með­vit­aða en væru í raun að láta spila með sig. „Þetta gengur út á það að láta fólk kaupa ein­hverja hríslu svo það geti hagað sér eins og það vill,“ sagði Jón Gunnar. „En þetta er aldrei hugsað til enda. Skógur bindur hratt á meðan hann er að vaxa en svo kemur að því að hann bindur minna heldur en að hann and­ar. Skógur er eins og hver önnur líf­vera. Hann eld­ist, hrörnar og deyr.“

Þegar hann var spurður hvað væri hægt að gera hvað varðar lofts­lags­mál­in þá sagði hann að svarið væri ein­fald­lega að fara að haga sér allt öðru­vísi. „Fara að draga úr losun í stað­inn fyrir að auka hana enda­laust og finna svo upp á ein­hverjum bind­ing­ar­að­ferð­um. Þetta snýst allt um lífs­hætti í raun. Að vernda ákveðna lífs­hætti sem fólk telur sig eiga rétt á og ekki geta verið án.“

Heimatilbúnir staðlar sem ganga ekki upp

Jón Gunnar segir í Rauða borðinu að miklir peningar séu þarna undir. „Ef þú horfir á það sem er að gerast í dag þá eru útgerðarfélög að hoppa á þetta. Erlendir aðilar eru að kaupa jarðir vegna þess að kröfurnar sem hér eru gerðar til vottunar á þessum framkvæmdum til þess að fá viðurkenningu sem svona kolefniseigningar sem gætu farið í sölu standast ekki.“

Hann hrósar Skógræktinni þó fyrir að reyna að búa til vottunarkerfi vegna þess að halda þurfi utan um þessa hluti með einhverjum hætti. „Þeir byggja sína fyrirmynd á breskum staðli sem heitir Woodland Carbon Code en þeir aðlaga því „íslenskum aðstæðum“. Þessi aðlögun felst fyrst og fremst í því að draga úr kröfum. Hún dregur úr kröfum varðandi líffræðilega fjölbreytni og vernd náttúrunnar. Landið er einskis metið í rauninni – þannig að slíkir hlutir eru ekki teknir inn í dæmið svo þetta verður ódýrara,“ segir hann. 

Hann segist aftur á móti viss um að þegar uppi er staðið eftir 30 til 40 ár þegar fyrirtækin ætla að fara að selja þessar kolefniseiningar sem þau fjárfesta í núna þá fái þær aldrei samþykki á alþjóðlegum mörkuðum vegna þess að alþjóðlegir staðlar séu ekki uppfylltir. „Við erum með heimatilbúna staðla sem ganga ekki upp.“

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Ég hef aldrei skilið það að það sé hægt að draga úr kolefni með því að rækta tré hér á Íslandi. Laufin eru á trjánum í einhverja 3-4 mánuði af 12. Rotnun og vinnan (sem krefst kolefna), er svo miklu meiri en hægt er að "græða" með einni hríslu. Ég heyrði því einhversstaðar fleygt að sjávargróðurinn okkar væri miklu meira umhverfisvænn og tæki til sín miklu meira kolefni. Er það rétt?
    0
    • Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifaði
      Kolefnisbinding með skógrækt hefur verið ágætlega rannsökuð hérlendis undanfarinn aldarfjórðung.
      Þú þarft bara að lesa þér aðeins til. https://www.skogur.is/is/leit?q=kolefnisbinding
      Hvort þang, þörungar eða annar sjávargróður sé skilvirkari eða "umhverfisvænni" (hvað sem það þýðir) veit enginn, því ekki veit ég til þess að nokkrar rannsóknir hafi farið fram á því hverju hann gæti skilað eða hvort hægt sé að auka vöxt sjávargróðurs á landgrunni Íslands með mannlegum inngripum.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
4
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár