Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Listræn sýn að handan

Gjörn­inga­klúbb­inn þarf vart að kynna en hann stofn­uðu Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Jóní Jóns­dótt­ir og Sigrún Hrólfs­dótt­ir ár­ið 1996 en síð­ast­nefnd hef­ur ekki starf­að með hópn­um síð­an 2016. Í Í gegn­um tíð­ina hef­ur Gjörn­inga­klúbbur­inn sýnt og kom­ið fram á fjölda einka- og sam­sýn­inga úti um all­an heim, já, og brall­að ýmsi­legt í merku sam­starfi við ann­að lista­fólk, eins og marg­ir vita.

Listræn sýn að handan
Skilaboð að handan Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir hafa sett upp sýningu sem dansar á milli vídda. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nú hafa Eirún og Jóní, Gjörningaklúbburinn, galdrað fram sýninguna Skilaboð að handan – Through the Portal. Aðdragandi sýningarinnar er sá að árið 2018 bauð Harpa Þórsdóttir, þáverandi safnstjóri Listasafns Íslands, þeim að vera með einkasýningu í safninu með tengingu við Ásgrím Jónsson sem var frumherji í íslenskri myndlist. Þá ræddu Jóní og Eirún við listamanninn með aðstoð miðils og úr varð sýningin Vatn og blóð sem samanstóð af vídeóverki og innsetningu. Nú nokkrum árum seinna lætur Ásgrímur aftur á sér kræla, en sýningin, Skilaboð að handan, var opnuð á afmælisdegi hans, þann 4. mars, á 147 ára afmæli hans. Nánar tiltekið í Gallery Port á Laugavegi 32. 

Það var notalegt að kíkja inn í Gallery Port þar sem Jóní og Eirún voru á fullu að setja upp sýninguna. Á plötuspilara ómaði sýn Ásgríms í gegnum rödd konu, miðilsins Brynju, og þær hafa augsýnilega verið í miðju kafi að staðsetja verkin. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Gunnar Borgþórsson skrifaði
    Ég hélt að Dóra Guðrún Ísleifsdóttir, nú kennari/deildarstjóri í Noregi, hefði verið ein af stofnendum klúbbsins - man alla vega eftir henni í fjölda verkefna þeirra t.a.b.m.?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár