Nú hafa Eirún og Jóní, Gjörningaklúbburinn, galdrað fram sýninguna Skilaboð að handan – Through the Portal. Aðdragandi sýningarinnar er sá að árið 2018 bauð Harpa Þórsdóttir, þáverandi safnstjóri Listasafns Íslands, þeim að vera með einkasýningu í safninu með tengingu við Ásgrím Jónsson sem var frumherji í íslenskri myndlist. Þá ræddu Jóní og Eirún við listamanninn með aðstoð miðils og úr varð sýningin Vatn og blóð sem samanstóð af vídeóverki og innsetningu. Nú nokkrum árum seinna lætur Ásgrímur aftur á sér kræla, en sýningin, Skilaboð að handan, var opnuð á afmælisdegi hans, þann 4. mars, á 147 ára afmæli hans. Nánar tiltekið í Gallery Port á Laugavegi 32.
Það var notalegt að kíkja inn í Gallery Port þar sem Jóní og Eirún voru á fullu að setja upp sýninguna. Á plötuspilara ómaði sýn Ásgríms í gegnum rödd konu, miðilsins Brynju, og þær hafa augsýnilega verið í miðju kafi að staðsetja verkin. …
Athugasemdir (1)