Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Listræn sýn að handan

Gjörn­inga­klúbb­inn þarf vart að kynna en hann stofn­uðu Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Jóní Jóns­dótt­ir og Sigrún Hrólfs­dótt­ir ár­ið 1996 en síð­ast­nefnd hef­ur ekki starf­að með hópn­um síð­an 2016. Í Í gegn­um tíð­ina hef­ur Gjörn­inga­klúbbur­inn sýnt og kom­ið fram á fjölda einka- og sam­sýn­inga úti um all­an heim, já, og brall­að ýmsi­legt í merku sam­starfi við ann­að lista­fólk, eins og marg­ir vita.

Listræn sýn að handan
Skilaboð að handan Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir hafa sett upp sýningu sem dansar á milli vídda. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nú hafa Eirún og Jóní, Gjörningaklúbburinn, galdrað fram sýninguna Skilaboð að handan – Through the Portal. Aðdragandi sýningarinnar er sá að árið 2018 bauð Harpa Þórsdóttir, þáverandi safnstjóri Listasafns Íslands, þeim að vera með einkasýningu í safninu með tengingu við Ásgrím Jónsson sem var frumherji í íslenskri myndlist. Þá ræddu Jóní og Eirún við listamanninn með aðstoð miðils og úr varð sýningin Vatn og blóð sem samanstóð af vídeóverki og innsetningu. Nú nokkrum árum seinna lætur Ásgrímur aftur á sér kræla, en sýningin, Skilaboð að handan, var opnuð á afmælisdegi hans, þann 4. mars, á 147 ára afmæli hans. Nánar tiltekið í Gallery Port á Laugavegi 32. 

Það var notalegt að kíkja inn í Gallery Port þar sem Jóní og Eirún voru á fullu að setja upp sýninguna. Á plötuspilara ómaði sýn Ásgríms í gegnum rödd konu, miðilsins Brynju, og þær hafa augsýnilega verið í miðju kafi að staðsetja verkin. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Gunnar Borgþórsson skrifaði
    Ég hélt að Dóra Guðrún Ísleifsdóttir, nú kennari/deildarstjóri í Noregi, hefði verið ein af stofnendum klúbbsins - man alla vega eftir henni í fjölda verkefna þeirra t.a.b.m.?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár