Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ræstingafyrirtækið Dagar velti öllum kjarasamningshækkunum út í verðlag

Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið Dag­ar hækk­aði launa­lið í þjón­ustu­samn­ing­um sín­um um sem nam allri taxta­hækk­un í kjara­samn­ing­um SA og SGS. Þá sendi fyr­ir­tæk­ið við­skipta­vin­um sín­um bak­reikn­inga fyr­ir aft­ur­virkri hækk­un kjara­samn­ing­anna. Yf­ir tveir millj­arð­ar króna hafa ver­ið greidd­ir út í arð til hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins á síð­ustu sjö ár­um. Stærstu eig­end­ur Daga eru Ein­ar og Bene­dikt Sveins­syn­ir.

Ræstingafyrirtækið Dagar velti öllum kjarasamningshækkunum út í verðlag
Taka ekkert á sig Öllum kjarasamningsbundnum hækkunum var velt yfir á viðskiptavini Daga. Mynd: Samsett / Heimildin - Davíð Þór

Ræstingafyrirtækið Dagar velti öllum hækkunum á laun starfsmanna sem kjarasamningar höfðu í för með sér beint út í verðlag. Viðskiptavinir fyrirtækisins fengu í desember senda reikninga þar sem launaliður vegna veittrar þjónustu var hækkaður um 11,9 prósent, sem jafngildir allri kjarasamningsbundinni hækkun launa starfsfólks Daga. Þá fengu viðskiptavinir Daga jafnframt bakreikninga þar sem þeim var einnig gert að standa undir afturvirkri hækkun launa starfsfólks Daga, sem einnig var samið um í síðustu kjarasamningum.

Kjarasamningar milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins voru samþykktir með atkvæðagreiðslu 19. desember síðastliðinn. Samningarnir tóku afturvirkt gildi frá 1. nóvember síðastliðnum. Taxtahækkanir á kjörum ræstingafólks námu á iblinu 9,7 til 13 prósentum, eftir aldursþrepum. Miðað við starfsaldurssamsetningu starfsmanna Daga nemur það 11,9 prósenta hækkun.

„Þar sem umsamin hækkun tekur gildi afturvirkt frá 1. nóvember munu viðskiptavinir okkar fá sendan aukareikning fyrir nóvember og desember“
Finnbogi Gylfason
fjármálastjóri Daga í tölvupósi til viðskiptavina fyrirtækisins

Strax 20. desember fengu …

Kjósa
87
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KJM
    Karl Jóhann Magnússon skrifaði
    Já en launin hækkuðu ekki nema um 8,4% og ekkert afturvirkt :(
    0
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Engeyjargræðgin
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Sumir fá aldrei nóg, aldrei.
    3
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Mjög dæmigerð viðbrögð auðmanna
    4
  • Erlingur Gunnarsson skrifaði
    Fordæmalaus og alveg glórulaus græðgi hjá þessu Engeyinga hyski
    8
  • Ólafur Sigurgeirsson skrifaði
    Hvernig í ósköpunum getur þú rukkað fyrir þjónustu svona afturvirkt. Það er búið að greiða þessa reikninga og svo koma afturvirkar hækkanir. Er þetta löglegt? Ég myndi neita að borga þessa afturvirku rukkanir og hóta þeim bara á móti að samningum við þá sé rift
    9
    • Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifaði
      Ég hefði gaman af að vita hvort þetta fyrirtæki sjái um um öll þrif á stjórnarheimilinu, alþingi og skrifstofum tengdu og öðru húsnæði
      0
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Þetta er svo sjúkt af græðgi að það fattar ekki þegar það “fer yfir strikið”
    Sjáið bara smettið a Benedikt - hann er eins og Voldemort… 🤮
    5
    • Siggi Rey skrifaði
      Hverju orði sannarra! Græðgin er gjörsamlega glórulaus hjá þessum glæpalýð!
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár