Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íslandsbanki neitar að tjá sig um frummat FME

Í árs­reikn­ingi bank­ans sagði að ljúka ætti vinnu við að setja fram skýr­ing­ar og sjón­ar­mið til FME varð­andi ætl­uð lög­brot fyr­ir miðj­an fe­brú­ar. Ekk­ert ból­ar á þeim skýr­ing­um nú í byrj­un mars­mán­að­ar.

Íslandsbanki neitar að tjá sig um frummat FME
Tjá sig ekki Íslandsbanki vill ekki gefa upp hvar vinna er á vegi stödd við að setja fram skýringar til FME. Birna Einarsdóttir bankastjóri sést hér hringja Kauphallarbjöllunni. Mynd: Nasdaq Ísland

Íslandsbanki tjáir sig ekki um hvernig vinnu bankans við að setja fram skýringar sínar og sjónarmið, vegna frummats fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um ætluð lögbrot, miðar. Í ársreikningi bankans var boðað að þeirri vinnu yrði lokið fyrir miðjan febrúar en svo virðist sem sú áætlun hafi ekki staðist.

Um er að ræða skýringar og sjónarmið bankans vegna þess mats Fjármálaeftirlitsins (FME) að lög og reglur hafi verið brotin við framkvæmd á sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í mars 2022. Salan fór fram í lokuðu útboði og fengu aðeins þeir sem skilgreindir voru sem fagfjárfestar að taka þátt í því, alls 207 aðilar. Þar af voru átta starfsmenn bankans sjálfs eða makar þeirra. Með rannsókn FME hefur komið fram að bankinn sjálfur, sem var einn söluráðgjafa ríkisins við framkvæmd útboðsins, hafi skilgreint í það minnsta hluta starfsmannanna sem fagfjárfesta.

Heimildin upplýsti í janúar að rannsókn FME snúi einkum að þátttöku þessara starfsmanna og aðilum þeim tengdum í útboðinu. Rannsókn FME beinist þá meðal annars að því hvort að það hafi verið rétt mat bankans að skilgreina starfsmennina sem fagfjárfesta og virðist ekki ljóst að svo hafi verið. Þannig keyptu einstakir starfsmenn fyrir lágar upphæðir það benda til að bankinn og starfsmennirnir hafi ekki reiknað með að listi yfir kaupendur yrði gerður opinber.

„Eins og ég nefndi að ofan þá viljum við ekki tjá okkur um þetta á meðan ferlinu stendur“ Upplýsingafulltrúi Íslandsbanka
Edda Hermannsdóttir
upplýsingafulltrúi Íslandsbanka

Þá sagði forstjóri Bankasýslu ríkisins í fjölmiðlum í apríl á síðasta ári að bankanum hefði verið ljóst að starfsmenn hans hefðu verið þátttakendur í útboðinu. Viðlíka viðgengist ekki erlendis.

Bankinn birti ársreikning sinn 9. febrúar síðastliðinn og er í honum gert ráð fyrir að bankinn þurfi að greiða stjórnvaldssekt vegna brotanna. Ekki er greint frá því hvaða upphæð bankinn hefur tekið til vegna þess, en sú upphæð hefur heldur ekki verið ákveðinn enn sem komið er.

Í ársreikningnum er fjallað um frummat FME á ætluðum brotum bankans við söluferlið. Þar segir að bankinn hafi þegar sett fram hluta skýringa sinna og sjónarmiða „og mun ljúka því fyrir miðjan febrúar og væntir viðbragða FME í kjölfar þess.“

Heimildin sendi fyrirspurn á Íslandsbanka síðastliðinn mánudag og óskaði svara við því hvort bankinn hefði lokið umræddri vinnu og sett fram skýringar sínar. Sömuleiðis var spurt hvenær það myndi verða, hefði bankinn ekki lokið við þá vinnu. Í svari Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka, sagði að bankinn myndi ekki tjá sig á meðan að á ferlinu stæði. Þegar fyrirspurnin var ítrekuð og spurt hvort lesa mætti úr svarinu að vinnu við að setja fram sjónarmið bankans væri ekki lokið, svaraði Edda: „Eins og ég nefndi að ofan þá viljum við ekki tjá okkur um þetta á meðan ferlinu stendur.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Afhverju er EKKI búið að reka Birnu-bankastjóra og 8-innherja-svindlara ? Afhverju er EKKI búið að kæra Birnu og co til lögreglu vegna meintra auðgunabrota ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár