Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hótun SA um verkbann mun seint gleymast segja Eflingarfélagar

Við of­ur­efli var að etja í kjara­deilu Efl­ing­ar við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og lögð­ust önn­ur stétt­ar­fé­lög á ár­arn­ar með SA og rík­is­sátta­semj­ara seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá stétt­ar­fé­lag­inu. Þá seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að ráð­herr­ar hafi stað­ið „þétt að baki“ rík­is­sátta­semj­ara þrátt fyr­ir að hann hafi orð­ið upp­vís að lög­brot­um.

Hótun SA um verkbann mun seint gleymast segja Eflingarfélagar
Kjósa um miðlunartillögu Samninganefnd Eflingar hvetur félagsmenn til að kynna sér efni miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara og greiða um hana atkvæði. Mynd: Efling

Efling hefur barist gegn ofurefli í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins, einkum eftir að Starfsgreinasambandið undirritaði kjarasamning við SA 3. desember síðastliðinn. „Frá þeim tímapunkti lögðust önnur stéttarfélög, SA og ríkissáttasemjari á eitt um að þvinga Eflingu til samþykktar á þeim samningi óbreyttum.“

Þetta er meðal þess sem segir í yfirlýsingu Eflingar vegna framlagningar miðlunartillögu Ástráðar Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara í kjaradeilunni, í dag. Umrædd miðlunartillaga er í meginatriðum samhljóða umræddum kjarasamningi SA við SGS og sömuleiðis er hún efnislega því sem næst eins og miðlunartillaga Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara, sem hann lagði fram í deilunni 26. janúar síðastliðinn. Þá tillögu taldi samninganefnd Eflingar ólögmæta, ekki síst vegna þess að Aðalsteinn hefði ekki átt neitt samráð við Eflingu áður en hann lagði tillöguna fram.

Verðbólgan sé áhrifavaldur

Efling hefur haldið á lofti þeirri skoðun að samningurinn sem um ræðir, samningur SA við SGS, henti ekki Eflingarfólki, til þess innibæri hann of lágar hækkanir kauptaxta miðað við verðbólgu. Bendir Efling á í yfirlýsingu sinni að fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem sömdu við SA í desember hafi að undanförnu bent á að forsendur samninganna hafi reynst rangar og tryggja hefði átt þá betur gegn verðbólgu. Vísar Efling þar meðal annars til nýlegra yfirlýsinga Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem lýsti því að það sem hann hefði óttast mest hefði raungerst. „Að fyrirtækin og hið opinbera færu að demba á launafólk verðlagshækkunum og hærri gjöldum, ef það hefði engar raunverulegar afleiðingar í för með sér,“ skrifaði Ragnar Þór í grein á Vísi 27. febrúar síðastliðinn.

Þá er bent á það í yfirlýsingu Eflingar að formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, Guðmundur Helgi Þórarinsson, hafi lýst því síðastliðinn mánudag í fréttum Ríkisútvarpsins að forsendur kjarasamnings félagsins við SA væru brostnar með þeirri miklu verðbólgu sem nú til staðar.

Á þetta hefur Efling ítrekað bent, segir í yfirlýsingu stéttarfélagsins, en án árangurs. Þar segir einnig að samninganefnd Eflingar hafi margsinnis slegið af kröfum sínum og fært sig nær viðsemjanda sínum, án nokkurs árangurs. Þá gagnrýnir Efling Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara harðlega fyrir að sinna ekki starfi sínu og fyrir að reyna að þröngva miðlunartillögu upp á stéttarfélagið án samráðs, í þeim tilgangi einum að hamla því að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar gætu hafist. Hnykkt er á því í yfirlýsingunni að sú afstaða Eflingar að ríkissáttasemjari hefði enga heimild til að krefja félagið um kjörskrá hafi verið staðfest með dómi Landsréttar 13. febrúar síðastliðinn.

Gagnrýna SA, ríkissáttasemjara og ráðherra

Efling gagnrýnir ekki einungis Aðalstein harðlega heldur beinir einnig spjótum sínum að ráðherrum í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Ráðherrar í ríkisstjórn stóðu þétt að baki Aðalsteini Leifssyni og vörðu gjörðir hans við hvert tækifæri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra vinnumarkaðsmála vildi ekki að hitta fulltrúa Eflingar til viðræðna um miðlunartillöguna, heldur kaus fremur að fara til útlanda.“ Þá segir í yfirlýsingunni að Guðmundur Ingi og Katrín hafi ekki viðurkennt „þann ósóma“ sem hafi falist í lögbrotum ríkissáttasemjara.

„Beiting þessarar hótunar, sem var tilraun til að marka upphaf nýs og ógeðfellds kafla í sögu íslensks vinnumarkaðar, mun seint gleymast“
úr yfirlýsingu Eflingar, um boðað verkbann SA á alla Eflingarfélaga.

Efling víkur síðan að boðuðu verkbanni SA á alla Eflingarfélaga, sem stéttarfélagið segir að hafi haft þann tilgang að tæma vinnudeilusjóð stéttarfélagsin og hræða Eflingarfélaga til hlýðni, auk þess að þrýsta á stjórnvöld til að taka afstöðu með SA. „Beiting þessarar hótunar, sem var tilraun til að marka upphaf nýs og ógeðfellds kafla í sögu íslensks vinnumarkaðar, mun seint gleymast.“

Í lok yfirlýsingarinnar segir að stéttarfélagið hvetji félagsfólk sitt til að kynna sér efni miðlunartillögunnar, taka sjálfstæða afstöðu til hennar og greiða atkvæði. „Efling – stéttarfélag mun halda áfram baráttu sinni fyrir réttlæti til handa verka- og láglaunafólki, þar sem félagsfólk eru fjölmenn, sameinuð og sýnileg.“

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár