Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stöff sem tekur alla athyglina í nokkrar vikur en gufar svo upp og hverfur í eterinn

Fátt er meira of­anjarð­ar en skammt­ur af mögu­leg­um fram­lög­um til Eurovisi­on. Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son rýndi í lög­in sem kepptu um að verða full­trúi Ís­lands í Li­verpool í vor.

Stöff sem tekur alla athyglina í nokkrar vikur en gufar svo upp og hverfur í eterinn
Tónlist

Söngv­akeppn­in 2023

Gefðu umsögn

Lögin 10 eru bæði á íslensku og ensku á streymisveitum og ef eitthvað er að marka hlustunartölur er Diljá að fara að vinna þetta með Lifandi inn í mér / Power. Lagið er enda velpumpandi fánaveifandi kraftpopp og ágætlega grípandi. Diljá er verulega kraftmikil, bæði sem söngkona og flytjandi (enda í crossfit). Hún er eins og margir hér búin að reyna sig við meikið í Idol eða Talent, en er samt nýtt andlit fyrir mér, sem fylgist ekki með hæfileikakeppnum. Ég þekkti bara þrjá flytjendur fyrir fram. Það eru Langi Seli og skuggarnir, sem eru óvæntustu keppendurnir í ár. Lagið OK er þó ekkert óvænt úr þessari átt, ekta töffarabillý í gúddí fílingi og sennilega ekki að fara langt í keppninni. Varla fer Móa langt heldur þótt lagið sé ágætt og Móa góð eftir langa fjarveru með sínar Earthu Kitt-legu áherslur.

Súgfirsku systkinin í Celebs gætu vel blandað sér í toppbaráttuna með hressilegu danslagi, en kannski er það bara einum of flókið til að ná í gegn og fara alla leið. Einfaldleikinn borgar sig í þessari keppni enda langflestir að heyra lögin í fyrsta skipti þegar þau birtast á stóra sviðinu. Stærstur hluti flytjenda eru vongóðir krakkar að stíga sín fyrstu skref. Þeir þurfa að bera sig inn að beini fyrir framan þjóðina og vona það besta. Lögin sem boðið er upp á fengju seint verðlaun fyrir frumleika og sum eru eins og gervigreind hafi búið þau til eftir að hafa verið mötuð á Eurovision-lögum síðustu ára.

Sigga Ózk er með þokkalegt froðupopp og syngur ágætlega. Bæði Úlfar og Benedikt eru á innilegu popplínunni með sjálfsskoðun að leiðarljósi í textagerð. Bragi er á svipuðum slóðum og lagið mjög fyrirsjáanlegt. Silja Rós og Kjalar syngja saman þokkalega ferskan hægeldaðan poppslagara með krúsidúllu-viðlagi og Kristín Sesselja sýnir góða sönghæfileika í dramatísku popplagi með sniðugum texta.

Söngvakeppnin er á pari við síðustu ár í gæðum og forgengileika. Þetta er stöff sem brestur á og tekur alla athyglina í nokkrar vikur, en gufar svo upp og hverfur í eterinn. Svona eins og allt annað, svo sem. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár