Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stöff sem tekur alla athyglina í nokkrar vikur en gufar svo upp og hverfur í eterinn

Fátt er meira of­anjarð­ar en skammt­ur af mögu­leg­um fram­lög­um til Eurovisi­on. Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son rýndi í lög­in sem kepptu um að verða full­trúi Ís­lands í Li­verpool í vor.

Stöff sem tekur alla athyglina í nokkrar vikur en gufar svo upp og hverfur í eterinn
Tónlist

Söngv­akeppn­in 2023

Gefðu umsögn

Lögin 10 eru bæði á íslensku og ensku á streymisveitum og ef eitthvað er að marka hlustunartölur er Diljá að fara að vinna þetta með Lifandi inn í mér / Power. Lagið er enda velpumpandi fánaveifandi kraftpopp og ágætlega grípandi. Diljá er verulega kraftmikil, bæði sem söngkona og flytjandi (enda í crossfit). Hún er eins og margir hér búin að reyna sig við meikið í Idol eða Talent, en er samt nýtt andlit fyrir mér, sem fylgist ekki með hæfileikakeppnum. Ég þekkti bara þrjá flytjendur fyrir fram. Það eru Langi Seli og skuggarnir, sem eru óvæntustu keppendurnir í ár. Lagið OK er þó ekkert óvænt úr þessari átt, ekta töffarabillý í gúddí fílingi og sennilega ekki að fara langt í keppninni. Varla fer Móa langt heldur þótt lagið sé ágætt og Móa góð eftir langa fjarveru með sínar Earthu Kitt-legu áherslur.

Súgfirsku systkinin í Celebs gætu vel blandað sér í toppbaráttuna með hressilegu danslagi, en kannski er það bara einum of flókið til að ná í gegn og fara alla leið. Einfaldleikinn borgar sig í þessari keppni enda langflestir að heyra lögin í fyrsta skipti þegar þau birtast á stóra sviðinu. Stærstur hluti flytjenda eru vongóðir krakkar að stíga sín fyrstu skref. Þeir þurfa að bera sig inn að beini fyrir framan þjóðina og vona það besta. Lögin sem boðið er upp á fengju seint verðlaun fyrir frumleika og sum eru eins og gervigreind hafi búið þau til eftir að hafa verið mötuð á Eurovision-lögum síðustu ára.

Sigga Ózk er með þokkalegt froðupopp og syngur ágætlega. Bæði Úlfar og Benedikt eru á innilegu popplínunni með sjálfsskoðun að leiðarljósi í textagerð. Bragi er á svipuðum slóðum og lagið mjög fyrirsjáanlegt. Silja Rós og Kjalar syngja saman þokkalega ferskan hægeldaðan poppslagara með krúsidúllu-viðlagi og Kristín Sesselja sýnir góða sönghæfileika í dramatísku popplagi með sniðugum texta.

Söngvakeppnin er á pari við síðustu ár í gæðum og forgengileika. Þetta er stöff sem brestur á og tekur alla athyglina í nokkrar vikur, en gufar svo upp og hverfur í eterinn. Svona eins og allt annað, svo sem. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár