Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stöff sem tekur alla athyglina í nokkrar vikur en gufar svo upp og hverfur í eterinn

Fátt er meira of­anjarð­ar en skammt­ur af mögu­leg­um fram­lög­um til Eurovisi­on. Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son rýndi í lög­in sem kepptu um að verða full­trúi Ís­lands í Li­verpool í vor.

Stöff sem tekur alla athyglina í nokkrar vikur en gufar svo upp og hverfur í eterinn
Tónlist

Söngv­akeppn­in 2023

Gefðu umsögn

Lögin 10 eru bæði á íslensku og ensku á streymisveitum og ef eitthvað er að marka hlustunartölur er Diljá að fara að vinna þetta með Lifandi inn í mér / Power. Lagið er enda velpumpandi fánaveifandi kraftpopp og ágætlega grípandi. Diljá er verulega kraftmikil, bæði sem söngkona og flytjandi (enda í crossfit). Hún er eins og margir hér búin að reyna sig við meikið í Idol eða Talent, en er samt nýtt andlit fyrir mér, sem fylgist ekki með hæfileikakeppnum. Ég þekkti bara þrjá flytjendur fyrir fram. Það eru Langi Seli og skuggarnir, sem eru óvæntustu keppendurnir í ár. Lagið OK er þó ekkert óvænt úr þessari átt, ekta töffarabillý í gúddí fílingi og sennilega ekki að fara langt í keppninni. Varla fer Móa langt heldur þótt lagið sé ágætt og Móa góð eftir langa fjarveru með sínar Earthu Kitt-legu áherslur.

Súgfirsku systkinin í Celebs gætu vel blandað sér í toppbaráttuna með hressilegu danslagi, en kannski er það bara einum of flókið til að ná í gegn og fara alla leið. Einfaldleikinn borgar sig í þessari keppni enda langflestir að heyra lögin í fyrsta skipti þegar þau birtast á stóra sviðinu. Stærstur hluti flytjenda eru vongóðir krakkar að stíga sín fyrstu skref. Þeir þurfa að bera sig inn að beini fyrir framan þjóðina og vona það besta. Lögin sem boðið er upp á fengju seint verðlaun fyrir frumleika og sum eru eins og gervigreind hafi búið þau til eftir að hafa verið mötuð á Eurovision-lögum síðustu ára.

Sigga Ózk er með þokkalegt froðupopp og syngur ágætlega. Bæði Úlfar og Benedikt eru á innilegu popplínunni með sjálfsskoðun að leiðarljósi í textagerð. Bragi er á svipuðum slóðum og lagið mjög fyrirsjáanlegt. Silja Rós og Kjalar syngja saman þokkalega ferskan hægeldaðan poppslagara með krúsidúllu-viðlagi og Kristín Sesselja sýnir góða sönghæfileika í dramatísku popplagi með sniðugum texta.

Söngvakeppnin er á pari við síðustu ár í gæðum og forgengileika. Þetta er stöff sem brestur á og tekur alla athyglina í nokkrar vikur, en gufar svo upp og hverfur í eterinn. Svona eins og allt annað, svo sem. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár