Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stöff sem tekur alla athyglina í nokkrar vikur en gufar svo upp og hverfur í eterinn

Fátt er meira of­anjarð­ar en skammt­ur af mögu­leg­um fram­lög­um til Eurovisi­on. Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son rýndi í lög­in sem kepptu um að verða full­trúi Ís­lands í Li­verpool í vor.

Stöff sem tekur alla athyglina í nokkrar vikur en gufar svo upp og hverfur í eterinn
Tónlist

Söngv­akeppn­in 2023

Gefðu umsögn

Lögin 10 eru bæði á íslensku og ensku á streymisveitum og ef eitthvað er að marka hlustunartölur er Diljá að fara að vinna þetta með Lifandi inn í mér / Power. Lagið er enda velpumpandi fánaveifandi kraftpopp og ágætlega grípandi. Diljá er verulega kraftmikil, bæði sem söngkona og flytjandi (enda í crossfit). Hún er eins og margir hér búin að reyna sig við meikið í Idol eða Talent, en er samt nýtt andlit fyrir mér, sem fylgist ekki með hæfileikakeppnum. Ég þekkti bara þrjá flytjendur fyrir fram. Það eru Langi Seli og skuggarnir, sem eru óvæntustu keppendurnir í ár. Lagið OK er þó ekkert óvænt úr þessari átt, ekta töffarabillý í gúddí fílingi og sennilega ekki að fara langt í keppninni. Varla fer Móa langt heldur þótt lagið sé ágætt og Móa góð eftir langa fjarveru með sínar Earthu Kitt-legu áherslur.

Súgfirsku systkinin í Celebs gætu vel blandað sér í toppbaráttuna með hressilegu danslagi, en kannski er það bara einum of flókið til að ná í gegn og fara alla leið. Einfaldleikinn borgar sig í þessari keppni enda langflestir að heyra lögin í fyrsta skipti þegar þau birtast á stóra sviðinu. Stærstur hluti flytjenda eru vongóðir krakkar að stíga sín fyrstu skref. Þeir þurfa að bera sig inn að beini fyrir framan þjóðina og vona það besta. Lögin sem boðið er upp á fengju seint verðlaun fyrir frumleika og sum eru eins og gervigreind hafi búið þau til eftir að hafa verið mötuð á Eurovision-lögum síðustu ára.

Sigga Ózk er með þokkalegt froðupopp og syngur ágætlega. Bæði Úlfar og Benedikt eru á innilegu popplínunni með sjálfsskoðun að leiðarljósi í textagerð. Bragi er á svipuðum slóðum og lagið mjög fyrirsjáanlegt. Silja Rós og Kjalar syngja saman þokkalega ferskan hægeldaðan poppslagara með krúsidúllu-viðlagi og Kristín Sesselja sýnir góða sönghæfileika í dramatísku popplagi með sniðugum texta.

Söngvakeppnin er á pari við síðustu ár í gæðum og forgengileika. Þetta er stöff sem brestur á og tekur alla athyglina í nokkrar vikur, en gufar svo upp og hverfur í eterinn. Svona eins og allt annað, svo sem. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár