Rannsókn Sunnu Kristínar Símonardóttur, nýdoktors í félagsfræði, og Hlédísar Marenar Guðmundsdóttur, meistaranema í félagsfræði, um viðhorf ungra kvenna til barneigna sýnir að ungar barnlausar konur á Íslandi vilja ekki ganga inn í sama móðurhlutverk og formæður þeirra. Það hversu ósanngjarnt þeim þykir þetta hlutverk vera hafi þau áhrif að þær vilja síður, eða seinna, verða mæður, og að þetta leiði til lækkandi fæðingartíðni.
Undanfarinn áratug hefur fæðingartíðni á Íslandi lækkað hratt og nýjustu tölur sýna að íslenskar konur eignast að meðaltali 1,82 börn yfir ævina, sem er umtalsverð lækkun frá því sem áður var. Almennt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Alþjóðlegur samanburður gefur til kynna að stefnumörkun sem veitir foreldrum atvinnuöryggi, hágæða opinbera dagvistun og launað fæðingarorlof geti hjálpað til við að viðhalda eða auka frjósemi.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var meðalaldur mæðra við fæðingu …
Þarf ekki annað en sjá þá með barnakerrurnar á götum úti,
það hefði minni kynslóð aldrei dreymt um að sjá.
Í uppeldi barna en áður enda hófst almenn atvinnuþátttaka kvenna ekki fyrir svo ýkja löngu. En betur má ef duga skal, þeir eru örugglega enn hálfdrættingar á við konur sínar þegar kemur að barnauppeldi og ungar mæður í dag þurfa að taka á honum stóra sínum til að standa undir þeim kröfum sem samfélagið , þar með talið þær sjálfar gera til sín. Minni svo á kvennaverkfallsdaginn 24. október.