Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Engin nákvæm dagsetning komin á ráðherraskiptin – „Auðvitað er ég óþreyjufull og vil komast að“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra skip­aði í síð­ustu viku Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, sem formann nýs starfs­hóps sem fal­ið er að skoða og leggja fram til­lög­ur að því hvaða leið­ir séu fær­ar til að hraða orku­skipt­um í flugi. Að sögn Guð­rún­ar mun hún víkja úr hópn­um þeg­ar hún tek­ur við embætti dóms­mála­ráð­herra á næstu vik­um.

Engin nákvæm dagsetning komin á ráðherraskiptin – „Auðvitað er ég óþreyjufull og vil komast að“
Óþreyjufull að taka við sem ráðherra Guðrún segist vera óþreyjufull að komast að og taka við embætti dómsmálaráðherra því kjörtímabilið líði hratt. Mynd: Bára Huld Beck

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið gerð formaður starfshóps sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði í síðustu viku. Til stendur að Guðrún taki við embætti dómsmálaráðherra en ekki liggur ljóst fyrir hvenær það nákvæmlega verður. Guðrún segir í samtali við Heimildina að það muni þó gerast á næstu vikum. Ekki liggi fyrir nákvæm dagsetning.

Starfshópnum, sem Guðrún er nú í forsvari fyrir, er falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Starfshópurinn á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í loftslagsmálum. 

Við vinnu sína á starfshópurinn meðal annars að skoða fýsileika framleiðslu rafeldsneytis hér á landi, regluverk ESB um flugvélaeldsneyti og tengdri löggjöf um ETS kerfið. Þá á hópurinn að skoða endurnýjanlega orkugjafa og áhrif þeirra á eftirspurn eftir endurnýjanlegu eldsneyti.

Heldur sig við sína túlkun

Þegar ríkisstjórnin var skipuð var tilkynnt að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í mesta lagi í 18 mánuði. Eftir þann tíma ætti Guðrún að taka við af Jóni. Guðrún sagði í byrjun árs að hún myndi taka við embættinu í mars á þessu ári. 

Hún segir í samtali við Heimildina að hún hafi haldið sig við sína túlkun á því hvenær hún muni taka við sem dómsmálaráðherra.

„Það er alveg á hreinu að þetta verður, þannig að ég er alveg róleg hvað það varðar. En auðvitað er ég óþreyjufull og vil komast að, því að maður er að upplifa núna hvað kjörtímabilið líður hratt,“ segir hún. 

Tilkynnti ráðherra að hún þyrfti frá að hverfa

Varðandi starfshópinn þá segir Guðrún að um leið og hún tekur við sem dómsmálaráðherra þá muni hún víkja úr hópnum. Hún hafi strax tilkynnt Guðlaugi Þór þegar hann bað hana um að taka verkefnið að sér að hún gerði það ekki nema á þeim forsendum. 

Þannig sé hún meðvituð um að hún þurfti frá að hverfa þegar ráðherraskiptin eiga sér stað á næstu vikum.

Guðrún segir enn fremur að verkefnið skipti máli í kjördæmi hennar, sem er Suðurkjördæmi. „Við erum með alþjóðaflugvöllinn í mínu kjördæmi og við erum eiginlega með alla orkuframleiðslu landsins þar eða lungann úr henni. Þannig að mér fannst þetta spennandi verkefni líka hvað það varðar.“ 

Kjósa
-3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár