Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Krafan um rannsóknarnefnd um bankasöluna enn til staðar

Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hafa skil­að inn minni­hluta­áliti þar sem þess er kraf­ist að rann­sókn­ar­nefnd Al­þing­is verði skip­uð til að fara yf­ir sölu­ferl­ið á hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka. Nefnd­in hef­ur nú lok­ið um­fjöll­un sinni um skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um banka­söl­una.

Krafan um rannsóknarnefnd um bankasöluna enn til staðar
Rannsóknarnefnd Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, fer fyrir minnihlutaáliti nefndarinnar þar sem þess er krafist að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til að rannsaka söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka til hlítar. Mynd: Bára Huld Beck

Stjórnarandstöðuþingmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa skilað inn minnihlutaáliti þar sem farið er fram á að sett verði á fót sjálfstæð rannsóknarnefnd Alþingis til að rannsaka söluna til hlítar. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Heimildina að nauðsynlegt sé að rannsaka söluna til hlítar, salan hafi ekki verið skoðuð með fullnægjandi hætti, sérstaklega þegar litið er til stjórnsýslulaga og stjórnsýslureglna. 

Nefndin hefur fundað 17 sinnum um skýrslu Ríkisendurskoðunar

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka var birt 14. nóvember 2022. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um skýrsluna þann dag og hefur 16 sinnum til viðbótar fjallað um efni skýrslunnar. 

Á fundi sínum í morgun lauk nefndin umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar með afgreiðslu tveggja nefndarálita, annars vegar frá meirihluta nefndarinnar og hins vegar frá minnihluta nefndarinnar. Undir álit minnihlutans skrifa, auk Þórunnar, þau Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. 

„Niðurstaða okkar er að það þurfi að stofna sjálfstæða rannsóknarefnd Alþingis sem hafi allar þær heimildir sem slík nefnd hefur,“ segir Þórunn. Lög um rannsóknarnefndir á vegum Alþingis fela í sér umgjörð um skipan störf rannsóknarnefnda sem Alþingi hefur ákveðið að koma á fót til þess að rannsaka mikilsverð mál er almenning varða. Lögunum er ætlað að styrkja enn frekar eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdarvaldinu. 

Strax eftir söluferlið í mars í fyrra kölluðu fjölmargir stjórnarandstöðuþingmenn eftir því að skipuð yrði rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis til að fara yfir sölu­­ferlið, en slík nefnd hefur víð­tæk­­ari heim­ild­ir en Rík­is­end­ur­skoð­un. Því var hafnað af stjórn­­­ar­­flokk­un­um, meðal ann­ars með þeim rökum að vinna þyrfti verkið hratt og því væri Rík­is­end­ur­skoðun betur til þess fallin að sinna því en rann­sókn­ar­nefnd. 

Skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar birtist svo sjö mán­uðum og sjö dögum eftir að beðið var um hana, en upp­haf­lega átti skýrslan að koma fyrir augu almenn­ings fyrir lok júní. Síð­asta rann­sókn­ar­nefnd Alþingis sem sett var sam­an, til að rann­saka aðkomu þátt­­töku þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser í kaupum á 45,8 pró­­sent eign­­ar­hlut rík­­is­ins í Bún­­að­­ar­­banka Íslands, lauk störfum sínum á innan við tíu mán­uð­um. Nið­ur­staða hennar varp­aði algjör­lega nýju ljósi á atburða­rás söl­unnar og opin­ber­aði að aðkoma Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á hlut í Bún­­­­að­­­­ar­­­­bank­­­­anum hafi verið blekk­ing. 

Stjórnarþingmenn sögðust tilbúnir að styðja skipun rannsóknarnefndar

Þegar sá far­vegur að láta Rík­is­end­ur­skoðun gera úttekt á söl­unni í stað þess að skipa rann­sókn­ar­nefnd var til umræðu á þingi skömmu fyrir síð­ast­liðna páska komu nokkrir stjórn­ar­þing­menn í pontu og ­sögðu að þeir myndu styðja skipun rann­­sókn­­ar­­nefndar ef spurn­ingum væri ósvarað eftir að Rík­­is­end­­ur­­skoðun lyki sinni vinnu. Þeirra á meðal voru Óli Björn Kára­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, Orri Páll Jóhanns­son, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, og Ingi­björg Isaksen, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks.

Orð­rétt sagði Óli Björn í pontu á þingi þann 7. apríl síð­ast­lið­inn: „Ég hef sagt og ætla að end­­­ur­­­taka það hér að ef það verður nið­­ur­­staða þings­ins að út­­­tekt rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­anda, sem ætti ekki að taka lang­an tíma, dugi ekki til þá mun ég styðja það að komið verði á fót sjálf­­­stæðri rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd.“

Orri Páll tók í svip­aðan streng og sagði að ef hug­­mynd Bjarna um skoðun Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar á mál­inu væri ekki nóg „þá tek ég heils hugar undir með þeirri hug­­mynd að setja á fót sér­­staka rann­­sókn í mál­inu, bara heils hug­­ar. Það er allra hagur að þetta mál sé upp­­lýst ef ein­hver vafi er um ferlið þannig ég tek heils hugar undir það, svo það komi skýrt fram.“ 

Þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði að ekki væri ástæða til að meta hvort skipa eigi rann­sókn­ar­nefnd Alþingis til að fara yfir sölu­ferli á hlut í Íslands­banka fyrr en stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefur fjallað um skýrsl­una.

Þeirri vinnu er nú lokið og Þórunn segist ánægð með að nefndin hafi gefið sér góðan tíma til að fara yfir efni skýrslunnar. Niðurstaðan sýni hins vegar að þörf er á að skipa sjálfstæða rannsóknarnefnd. 

Aðspurð hversu vongóð hún er um að slík nefnd verði skipuð segir Þórunn: „Eigum við ekki að orða það þannig að það þurfi þá að sannfæra nokkuð marga í stuðningshópi ríkisstjórnarflokkanna um nauðsyn þess. Það verður þá að koma í ljós.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár