Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39 prósent milli mánaða. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 10,2 prósent en hún mældist 9,9 prósent í síðasta mánuði og 9,6 prósent í desember 2022.
Tólf mánaða verðbólga var 5,7 prósent í janúar í fyrra og hefur því aukist verulega síðastliðið ár.
Þetta er í fyrsta sinn síðan í september 2009 sem verðbólga fer yfir 10 prósent.
Þá var verðbólgan á niðurleið eftir efnahagshrunið og mældist 10, 8 prósent.
Samkvæmt tilknningu Hagstofu Íslands voru helstu ásætður þess að vísitalan hækkaði þær að verð á matvörum hækkaði um 1,9 prósent, verð á fatnaði og skóm hækkaði um 6,8 prósent og verð á húsgögnum, heimilisbúnaði og fleira hækkaði um 8,7 prósent.
Athugasemdir