Eftir umfjöllun Heimildarinnar um mál tveggja unglingsdrengja sem höfðu búið í fimm mánuði í hjólhýsi í Laugardalnum, bauðst feðgunum loks að skoða félagslega íbúð í Reykjavík. „Við skoðuðum íbúðina og sögðum bara strax já takk og fluttum inn nokkrum dögum síðar,“ segir Axel Ayari. Fram að því bjuggu þeir feðgar í 10 fermetra hjólhýsi á tjaldstæðinu í Laugardal.
Heimildin hitti feðgana í hjólhýsinu í lok janúar síðastliðnum.
Þá höfðu þeir verið á vergangi frá því síðasta sumar og hafst við í hjólhýsi við þröng og slæm skilyrði. Salerni var ekki til staðar í hjólhýsinu, sem þýddi að feðgarnir þurftu að fara út og nota salernisaðstöðuna á tjaldsvæðinu. Lítil eldunaraðstaða var til staðar í hjólhýsinu og aðeins tveir gátu setið við borðkrókinn. Axel borðaði því í rúminu í marga mánuði. Drengirnir, sem eru þrettán og sextán ára, sváfu í litlum kojum sem eru 160 …
Athugasemdir (1)