Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Draumur drengjanna um að búa í íbúð rættist

Tveir ung­lings­strák­ar, sem höfðu ver­ið á ver­gangi í Reykja­vík ásamt föð­ur sín­um frá því síð­asta sum­ar og bú­ið í hjól­hýsi á tjald­stæði í Laug­ar­dal í fimm mán­uði, eru flutt­ir í fé­lags­lega leigu­íbúð. Ax­el Ay­ari, pabbi strákanna, seg­ir að þeir komi nú beint heim eft­ir skóla og dvelji löng­um stund­um inni í her­bergj­um sín­um.

Draumur drengjanna um að búa í íbúð rættist
Herbergi drengjanna í nýju íbúðinni Synir Axels Ayari hafast löngum stundum við í herbergjum sínum og loka hurðinni gjarna á eftir sér. Eftir fimm mánuði í þröngu hjólhýsi njóta þeir þess að geta fengið andrými og næði.

Eftir umfjöllun Heimildarinnar um mál tveggja unglingsdrengja sem höfðu búið í fimm mánuði í hjólhýsi í Laugardalnum, bauðst feðgunum loks að skoða félagslega íbúð í Reykjavík. „Við skoðuðum íbúðina og sögðum bara strax já takk og fluttum inn nokkrum dögum síðar,“ segir Axel Ayari. Fram að því bjuggu þeir feðgar í 10 fermetra hjólhýsi á tjaldstæðinu í Laugardal.

Heimildin hitti feðgana í hjólhýsinu í lok janúar síðastliðnum. 

Þá höfðu þeir verið á vergangi frá því síðasta sumar og hafst við í hjólhýsi við þröng og slæm skilyrði. Salerni var ekki til staðar í hjólhýsinu, sem þýddi að feðgarnir þurftu að fara út og nota salernisaðstöðuna á tjaldsvæðinu. Lítil eldunaraðstaða var til staðar í hjólhýsinu og aðeins tveir gátu setið við borðkrókinn. Axel borðaði því í rúminu í marga mánuði. Drengirnir, sem eru þrettán og sextán ára, sváfu í litlum kojum sem eru 160 …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár