Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stuðningur við ríkisstjórnina ekki mælst minni á kjörtímabilinu

Sam­fylk­ing­in er stærsti flokk­ur lands­ins sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur ekki ver­ið minni á kjör­tíma­bil­inu og mæl­ist nú 39 pró­sent.

Stuðningur við ríkisstjórnina ekki mælst minni á kjörtímabilinu

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja mælist 39 prósent samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og hefur ekki mælst minna á kjörtímabilinu.

Samfylkingin er með 23 prósent fylgi, mest allra flokka. Þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent fylgi. Munurinn á fylgi flokkanna er þó innan skekkjumarka. Svo var ekki þegar Samfylkingin mældist með 25,3 prósent fylgi í könnun Gallup sem birtist í byrjun febrúar og er það í fyrst sinn síðan 2009 sem flokkurinn mælist stærstur. 

Fylgi flokks­ins hefur farið hratt upp á við eftir að Kristrún Frosta­dóttir til­kynnti um for­manns­fram­boð í Sam­fylk­ing­unni í ágúst 2022, en hún var kjörin for­maður flokks­ins í októ­ber. Í könnun Maskínu mælist Sam­fylk­ingin nú með 13,1 prósentustigi meira fylgi en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber 2021.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20 prósent fylgi, 4,4 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu Alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn mælist með 12 prósent fylgi, 5,3 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í kosningunum haustið 2021. Vinstri græn mælast með 7 prósent fylgi, 5,6 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í kosningunum. 

Ríkisstjórnin hefur ekki mælst með jafn lítið fylgi á kjörtímabilinu eins og nú, 39 prósent. Samanlagt fengu Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn 54,4 prósent atkvæða í þingkosningunum í september 2021. Stuðningur við ríkisstjórnina eftir kosningar hefur mest mælst 50,9 prósent, í mars 2022, og í júlí sama ár mældist stuðningurinn 50,2 prósent.

Könnunin fór fram á netinu 3. til 13. febrúar og var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem dregin er með tilviljun úr Þjóðskrá. Svarendur voru alls staðar af á landinu, 18 ára og eldri. 1.892 svarenur tóku afstöðu til flokks. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þessi ríkisstjórn hefur lifað sjálfa sig. Kófið varð að líkindum til þess að hún skrimti síðustu kosningar.
    0
  • Baldur Gudmundsson skrifaði
    Þessi útkoma stjórnarflokkanna kemur mér alls ekki á óvart það er allt í skrúfunni hjá henni um þessar mundir.
    0
  • Ásta Jensen skrifaði
    Ég kýs sjálfstæðisflokkinn útaf útlendingafrumvarpinu
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
2
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár