Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og útgáfufélagið Sólartún ehf. þurfa að greiða Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, 50 þúsund krónur vegna endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Reynir og Sólartún þurfa sömuleiðis að greiða bróður manns sem Mannlíf endurbirti minningargrein um úr Morgunblaðinu 300 þúsund krónur.
Árvakur krafðist þess að fá greiddar 1,5 milljónir króna fyrir útgáfu- og birtingarrétt minningargreina úr blaðinu, og Atli Viðar krafðist sömu upphæðar fyrir brot á höfundar-og sæmdarrétti.
Viðlíka mál, vegna endurbirtingar Mannlífs á minningargreinum úr Morgunblaðinu, hafa verið kærð til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands en nefndin hefur alltaf komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé um brot á siðareglum félagsins að ræða.
Atli Viðar sagðist í samtali við RUV í fyrra að hann hafi verið að gúggla nafn bróður síns heitins þegar hann hafi rekist á brot úr minningargrein sem hann sjálfur skrifaði fyrir birtingu í Morgunblaðinu en efni úr henni var notað í frétt á vef Mannlífs.
Atli Viðar …
Athugasemdir (1)