Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Viðskiptaverðlaun Innherja þóttu „óþarflega umfangsmikil“

Mik­ið var um dýrð­ir þeg­ar við­skipta­verð­laun Inn­herja og vel­gjörð­ar­fé­lags­ins 1881 voru veitt í lok árs 2021. Sam­kvæmt Þór­halli Gunn­ars­syni fram­kvæmda­stjóra miðla hjá Sýn er ekki bú­ið að ákveða hvort verð­laun­in verði veitt aft­ur. Hann seg­ir að þau hafi ver­ið um­fangs­meiri en marga ór­aði fyr­ir og ef nið­ur­staða þeirra verð­ur sú að efna til þeirra aft­ur þá sé klárt að þau verði bæði ein­fald­ari og smærri í snið­um.

Viðskiptaverðlaun Innherja þóttu „óþarflega umfangsmikil“
Framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn Innherji hóf starfsemi haustið 2021 sem viðskiptamiðill með óháðri ritstjórn og er ekki á vegum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Miðillinn heyrir hins vegar undir fjölmiðla Sýnar. Mynd: Sýr

„Hvort viðskiptaverðlaun Innherja verði veitt í framtíðinni er ekki ákveðið. Ef niðurstaða okkar verður sú að efna til verðlauna þá er klárt að þau verða bæði einfaldari og smærri í sniðum.“ Þetta segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn í skriflegu svari við fyrirspurn Heimildarinnar varðandi það hvort viðskiptaverðlaun Innherja og velgjörðarfélagsins 1881 verði haldin á ný en þau voru veitt í fyrsta og eina skiptið um miðjan desember árið 2021. 

Viðskiptaverðlaunin, þar sem fólk og fyrirtæki voru verðlaunuð fyrir góðan árangur, voru veitt í fimm flokkum á Hilton Nordica, auk aðalverðlauna fyrir viðskipti ársins. Þá var viðskiptamaður ársins útnefndur og sérstök heiðursverðlaun íslensks atvinnulífs afhent. 

Samkvæmt frétt Innherja um verðlaunin á sínum tíma byggði dómnefndin val sitt á tillögum sem bárust frá tugum manna, stjórnendum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum úr viðskiptalífinu. Viðskiptaverðlaunin áttu að verða árviss viðburður, þar sem allur ágóði rynni til góðs málefnis.

Umfangsmeiri en marga óraði fyrir – sambærileg hátíð ekki haldin aftur

Þórhallur segir í svari sínu að ástæðan fyrir því að ákveðið var að standa ekki aftur fyrir sambærilegri hátíð sé einfaldlega af því þeim þótti hún „óþarflega umfangsmikil og ekki í samræmi við það sem við viljum standa fyrir“.

„Innherji hóf starfsemi haustið 2021 sem viðskiptamiðill með óháðri ritstjórn og er ekki á vegum fréttastofu okkar.  Miðillinn heyrir hins vegar undir fjölmiðla Sýnar. Í desember þetta ár voru viðskiptaverðlaun Innherja haldin og má segja að þau hafi verið umfangsmeiri en marga óraði.

Í framhaldinu tókum við þessa verðlaunaafhendingu til endurskoðunar og ákváðum að standa ekki aftur fyrir sambærilegri hátíð og þarna fór fram,“ segir í svari Þórhalls. 

Viðskipti ársins voru hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað

Í frétt Innherja um verðlaunin frá því í desember 2021 sagði Ólöf Skaftadóttir sem fór fyrir miðlinum á þeim tíma að löng hefð væri fyrir því hér á landi að fjölmiðlar veittu verðlaun fyrir viðskipti ársins og útnefndu viðskiptamann ársins og oft kæmu margir til greina. „Við vildum útvíkka hugmyndina og veita verðlaun í fleiri flokkum,” sagði Ólöf og tók Hörður Ægisson annar ritstjórinn undir.

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, hlaut titilinn viðskiptamaður ársins og viðskipti ársins voru svo hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað, en við verðlaununum tóku Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Sérstök heiðursverðlaun íslensks atvinnulífs hlaut svo Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest, fyrir framlag sitt til íslensks atvinnulífs undanfarna áratugi. Kaupmaður ársins var Arnar Sigurðsson í Sante, fyrir að vera „óþreytandi í baráttu sinni“ við að koma almenningi undan einokun ríkisins á sölu áfengis. Rokkstjarna ársins var Controlant, fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki við dreifingu á bóluefni Covid19 um allan heim og tækniundur ársins var Sidekick Health fyrir að skara fram úr í heilbrigðistækni sem sögð var bæta heilsu fólks með lífstílssjúkdóma.

Spámaður ársins var Örn Þorsteinsson hjá Akta sjóðum fyrir að skila framúrskarandi ávöxtun fyrir sjóðsfélaga með greiningu og spám sem „hafa hitt naglann á höfuðið“ og samfélagsstjarna ársins var sjávarútvegsfyrirtækið Brim fyrir víðtækan stuðning við íþróttir og æskulýðsstarf, slysavarna- og björgunarstarf, menningarstarf, nýsköpun og fræðslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár