Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Viðskiptaverðlaun Innherja þóttu „óþarflega umfangsmikil“

Mik­ið var um dýrð­ir þeg­ar við­skipta­verð­laun Inn­herja og vel­gjörð­ar­fé­lags­ins 1881 voru veitt í lok árs 2021. Sam­kvæmt Þór­halli Gunn­ars­syni fram­kvæmda­stjóra miðla hjá Sýn er ekki bú­ið að ákveða hvort verð­laun­in verði veitt aft­ur. Hann seg­ir að þau hafi ver­ið um­fangs­meiri en marga ór­aði fyr­ir og ef nið­ur­staða þeirra verð­ur sú að efna til þeirra aft­ur þá sé klárt að þau verði bæði ein­fald­ari og smærri í snið­um.

Viðskiptaverðlaun Innherja þóttu „óþarflega umfangsmikil“
Framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn Innherji hóf starfsemi haustið 2021 sem viðskiptamiðill með óháðri ritstjórn og er ekki á vegum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Miðillinn heyrir hins vegar undir fjölmiðla Sýnar. Mynd: Sýr

„Hvort viðskiptaverðlaun Innherja verði veitt í framtíðinni er ekki ákveðið. Ef niðurstaða okkar verður sú að efna til verðlauna þá er klárt að þau verða bæði einfaldari og smærri í sniðum.“ Þetta segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn í skriflegu svari við fyrirspurn Heimildarinnar varðandi það hvort viðskiptaverðlaun Innherja og velgjörðarfélagsins 1881 verði haldin á ný en þau voru veitt í fyrsta og eina skiptið um miðjan desember árið 2021. 

Viðskiptaverðlaunin, þar sem fólk og fyrirtæki voru verðlaunuð fyrir góðan árangur, voru veitt í fimm flokkum á Hilton Nordica, auk aðalverðlauna fyrir viðskipti ársins. Þá var viðskiptamaður ársins útnefndur og sérstök heiðursverðlaun íslensks atvinnulífs afhent. 

Samkvæmt frétt Innherja um verðlaunin á sínum tíma byggði dómnefndin val sitt á tillögum sem bárust frá tugum manna, stjórnendum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum úr viðskiptalífinu. Viðskiptaverðlaunin áttu að verða árviss viðburður, þar sem allur ágóði rynni til góðs málefnis.

Umfangsmeiri en marga óraði fyrir – sambærileg hátíð ekki haldin aftur

Þórhallur segir í svari sínu að ástæðan fyrir því að ákveðið var að standa ekki aftur fyrir sambærilegri hátíð sé einfaldlega af því þeim þótti hún „óþarflega umfangsmikil og ekki í samræmi við það sem við viljum standa fyrir“.

„Innherji hóf starfsemi haustið 2021 sem viðskiptamiðill með óháðri ritstjórn og er ekki á vegum fréttastofu okkar.  Miðillinn heyrir hins vegar undir fjölmiðla Sýnar. Í desember þetta ár voru viðskiptaverðlaun Innherja haldin og má segja að þau hafi verið umfangsmeiri en marga óraði.

Í framhaldinu tókum við þessa verðlaunaafhendingu til endurskoðunar og ákváðum að standa ekki aftur fyrir sambærilegri hátíð og þarna fór fram,“ segir í svari Þórhalls. 

Viðskipti ársins voru hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað

Í frétt Innherja um verðlaunin frá því í desember 2021 sagði Ólöf Skaftadóttir sem fór fyrir miðlinum á þeim tíma að löng hefð væri fyrir því hér á landi að fjölmiðlar veittu verðlaun fyrir viðskipti ársins og útnefndu viðskiptamann ársins og oft kæmu margir til greina. „Við vildum útvíkka hugmyndina og veita verðlaun í fleiri flokkum,” sagði Ólöf og tók Hörður Ægisson annar ritstjórinn undir.

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, hlaut titilinn viðskiptamaður ársins og viðskipti ársins voru svo hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað, en við verðlaununum tóku Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Sérstök heiðursverðlaun íslensks atvinnulífs hlaut svo Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest, fyrir framlag sitt til íslensks atvinnulífs undanfarna áratugi. Kaupmaður ársins var Arnar Sigurðsson í Sante, fyrir að vera „óþreytandi í baráttu sinni“ við að koma almenningi undan einokun ríkisins á sölu áfengis. Rokkstjarna ársins var Controlant, fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki við dreifingu á bóluefni Covid19 um allan heim og tækniundur ársins var Sidekick Health fyrir að skara fram úr í heilbrigðistækni sem sögð var bæta heilsu fólks með lífstílssjúkdóma.

Spámaður ársins var Örn Þorsteinsson hjá Akta sjóðum fyrir að skila framúrskarandi ávöxtun fyrir sjóðsfélaga með greiningu og spám sem „hafa hitt naglann á höfuðið“ og samfélagsstjarna ársins var sjávarútvegsfyrirtækið Brim fyrir víðtækan stuðning við íþróttir og æskulýðsstarf, slysavarna- og björgunarstarf, menningarstarf, nýsköpun og fræðslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
4
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár