Bataferlið tók bakslag þegar lögregla afhenti gerandanum símann - „Stundum ekki til neinn matur og engar reglur né agi“

Stúlka sem lýs­ir að­stæð­um þar sem fað­ir henn­ar var í fang­elsi og staða móð­ur var slæm, hef­ur greint frá kyn­ferð­is­legri mis­notk­un stjúp­föð­ur. Sér­fræð­ing­ur seg­ir ólík­legra að börn í slík­um kring­um­stæð­um segi frá. Hún leidd­ist út í áhættu­hegð­un, en reis upp þeg­ar hún losn­aði und­an að­stæð­un­um. Stjúp­f­að­ir henn­ar sæt­ir ákæru, en bata­ferli stúlk­unn­ar tók al­var­legt bak­slag þeg­ar lög­regl­an lét hann fá sím­ann henn­ar.

Bataferlið tók bakslag þegar lögregla afhenti gerandanum símann - „Stundum ekki til neinn matur og engar reglur né agi“

Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti þann 14. febrúar ákæru gegn karlmanni á fimmtugsaldri sem er gefið að sök að hafa margendurtekið brotið kynferðislega gegn þáverandi stjúpdóttur sinni. Ætluð brot áttu sér stað á árunum 2016 til 2019 þegar stúlkan var 9 til 12 ára. Hún segir hann að jafnaði hafa brotið á sér tvisvar í viku.

Heimildin hefur undir höndum vottorð sálfræðings í Barnahúsi vegna máls stúlkunnar sem var sent lögreglunni í nóvember á síðasta ári vegna rannsóknarinnar.

Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á sameiginlegu heimili þeirra misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni, traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir og endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu hennar og velferð. Hámarksrefsing við meintum brotum mannsins er 16 ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum. Hann vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Heimildina.

Sagðist hafa hent símanum

DV sagði fyrstur …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ég er áskrifandi, en fæ aðeins að lesa inngang/upphaf greinanna. Hvers vegna?
    Ég nenni þessu ekki.
    0
    • HR
      Hildigunnur Rúnarsdóttir skrifaði
      ef innskráningin þín virkar ekki er kannski betra að skrifa tölvupóst til blaðsins en að kommenta við greinar.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár