Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segist ekki hafa verið að biðja lífeyrissjóði um að skerða eignir sínar

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að ef eig­end­ur skulda­bréfa á ÍL-sjóð fái höf­uð­stól þeirra af­hent­an þá gætu þeir ávaxt­að hann jafn­vel bet­ur en ef skulda­bréf­in yrðu gerð upp á gjald­daga. Frum­varp um að slíta sjóðn­um fyr­ir ný­lið­in ára­mót leit ekki dags­ins ljós.

Segist ekki hafa verið að biðja lífeyrissjóði um að skerða eignir sínar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið lítur svo á að það sé ekki að óska eftir samningi við lífeyrissjóði og aðra eigendur skulda ÍL-sjóðs um skerðingu eigna í þeim umleitunum sem farið hafa fram á forræði þess við þá aðila. Fyrirsjáanlegt sé að ÍL-sjóður geti ekki staðið undir öllum skuldbindingum sínum og sé ógjaldfær. Þess vegna séu uppi sjónarmið um að ganga verði til uppgjörs á sjóðnum. „Slíkt uppgjör gæti til að mynda falið í sér að eigendur bréfanna fái afhentan höfuðstól skuldarinnar ásamt vöxtum og verðbótum til uppgjörsdags. Ávöxtun af slíku eignasafni í höndum lífeyrissjóðanna kynni allt eins að verða jafn góð eða betri en af skuldabréfum ÍL-sjóðs.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið. 

Þar segir enn fremur að Bjarni hafi ekki boðað eina tiltekna aðgerð eða ráðstöfun í málefnum ÍL-sjóðs, hvorki í skýrslu um málefni sjóðsins né á blaðamannafundi sem Bjarni hélt seint á síðasta ári. Þar hafi verið um að ræða kynningu á ósjálfbærri fjárhagsstöðu sjóðsins og „reifun á þremur leiðum sem helst virðast koma til greina við úrvinnslu sjóðsins. Líkt og fram hefur komið mun Alþingi svo þurfa að taka afstöðu til þeirra leiða sem farnar verða.“

Áætlað tap 200 milljarðar

ÍL-­­­sjóður varð til á grund­velli laga sem sam­­­þykkt voru árið 2019, og skiptu Íbúða­lána­­­sjóði upp í tvennt. Hluti hans, sá sem snýr að fjár­­­­­mögnun á félags­­­­­legri upp­­­­­bygg­ingu á hús­næði, færð­ist í nýja stofn­un, Hús­næð­is- og mann­­­virkja­­­stofn­un. Skuldir og eignir vegna íbúða­lána á almennum mark­aði, sem rekja má að mestu til skulda­bréfa­út­­­­­gáfu á árinu 2004, voru sett í ÍL-­­­sjóð. Skulda­bréf­in, sem eru með gjald­daga til 2044, eru ekki upp­­­greið­an­­­leg en lánin sem sjóð­­­ur­inn veitti eru það hins veg­­­ar. 

Vandi ÍL-­­­sjóðs er til­­­kom­inn vegna þess að íbúða­lán bank­ans hafa verið greidd upp á miklum hraða, og eru ein­ungis um 20 pró­­­sent af eignum sjóðs­ins, á meðan að enn þarf að þjón­usta skulda­bréf­in. Áætlað er að tap vegna þessa fyr­ir­komu­lags verði að óbreyttu 200 millj­­­arðar króna. 

Ætlaði að spara ríkissjóði 150 milljarða

Bjarni Bene­dikts­son boð­aði til blaða­manna­fundar í októ­ber í fyrra þar sem hann sagð­ist ætla að spara rík­is­sjóði 150 millj­arða króna með því að annað hvort ná sam­komu­lagi við eig­endur skulda­bréf­anna um að gefa eftir eignir sín­­ar, eða með því að knýja fram slit sjóðs­ins með laga­­setn­ingu fyrir árs­­lok. Þá yrði tap rík­­is­­sjóðs aðeins 47 millj­­arðar króna, en ekki 200. 

Þessi áætlun byggði á lög­­fræð­i­á­liti sem ráðu­­neytið lét vinna fyrir sig sem komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að þetta væri ger­­legt. Sá sem skrif­aði það álit er Jóhannes Karl Sveins­­son lög­­­mað­­ur. Sam­hliða var greint frá því að Stein­þór Páls­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, hefði verið feng­inn sem milli­göngu­að­ili í sam­tali við eig­endur krafna á ÍL-­sjóð. hann á að reyna að ná sam­komu­lag­inu við sjóð­ina. 

Lífeyrissjóðir, sem eiga um 80 prósent skulda­bréfa sem útgefin voru af ÍL-­sjóði, hafa áætlað að sú leið sem Bjarni boð­aði muni kosta þá yfir 100 millj­arða króna. Tap eig­enda bréfa ÍL-­sjóðs stafar af því þau voru verð­lögð miðað við 3,75 pró­sent verð­tryggða vexti út líf­tíma bréf­anna. Ef bréfin væru greidd upp miðað við stöðu þeirra í dag væri hægt að ávaxta þá fjár­muni um 1,7-1,8 pró­sent með kaupum á verð­tryggðum rík­is­skulda­bréf­um. Í þessum mun felst áætlað tap eig­enda bréf­anna. 

Töldu lagasetningu brot á stjórnarskrá

Þann 11. nóv­em­ber 2022 til­kynntu flestir líf­eyr­is­sjóðir lands­ins að þeir hefði ákveðið að mynda sam­eig­in­­lega vett­vang til að greina stöðu sjóð­anna vegna ÍL-­­sjóðs. Hver og einn sjóður mun þó á end­­anum taka sjálf­­stæða ákvörðun um hvað hann vill gera í mál­inu.

Í lög­fræði­á­liti sem LOGOS vann fyrir fjóra af stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins kom fram að fyr­ir­huguð laga­setn­ing Bjarna færi í bága við stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Í áliti LOGOS sagði einnig að slíkt inn­grip fæli í sér eign­ar­nám eða ann­ars konar skerð­ingu eign­ar­rétt­inda sem myndi skapa íslenska rík­inu bóta­skyldu gagn­vart þeim sem eiga skulda­bréf útgefin af sjóðn­um. 

Í lög­fræði­á­lit­inu kom fram að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra beri beina ábyrgð á skuld­bind­ingum ÍL-­sjóðs eftir þær breyt­ingar sem urðu á Íbúða­lána­sjóði við laga­breyt­ingu árið 2019, en þá var sjóðnum skipt upp. Verk­efni stofn­un­­ar­innar og lán­veit­ingar til íbúð­­ar­hús­næðis sem skil­­greind voru ein­­göngu á félags­­­legum for­­sendum voru flutt í nýja stofn­un, Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­un. Skulda­bréfa­­flokk­­arnir og vanda­­málin voru skilin eftir í sjóði sem fékk nafnið ÍL-­­sjóð­­ur. Eigið fé hans við stofnun var nei­­kvætt um 180 millj­­arða króna. 

Með því taldi LOGOS að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hafi verið falin yfir­um­sjón með ÍL-­sjóði. Í til­kynn­ingu frá líf­eyr­is­sjóð­unum fjórum seint í nóvember í fyrra sagði að ÍL-­sjóður telj­ist því ekki sér­stök undirstofnun, heldur hluti ráðu­neyt­is­ins. „Þannig sé íslenska ríkið skuld­ari frekar en ábyrgð­ar­mað­ur. Það sé jafn­framt í sam­ræmi við þau sjón­ar­mið að færa sjóð­inn undir A-hluta rík­is­reikn­ings frá ára­mót­um. Sam­kvæmt þessu ber fjár­mála­ráð­herra beina ábyrgð á sjóðnum og skuld­bind­ingum hans að áliti LOGOS.“

Ennfremur kom fram í álit­inu að ákveði fjár­mála­ráð­herra að slíta sjóðnum með þeim afleið­ingum að kröfur á hendur þrota­bú­inu falli í gjald­daga muni íslenska ríkið ótví­rætt bera ábyrgð á núver­andi og fram­tíð­ar­skuld­bind­ingum sam­kvæmt skil­málum skulda­bréf­anna ásamt drátt­ar­vöxt­um.

Það frumvarp sem fjármála- og efnahagsráðherra boðaði að lagt yrði fram fyrir síðustu áramót ef ekki tækist að semja um ÍL-sjóð hefur enn sem er ekki litið dagsins ljós.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Bjarni var ekki að biðja lífeyrissjóðina um að skerða eign sína. Hann hótaði þeim að gera það einhliða ef þeir færu ekki að vilja hans.
    Bara það að varpa fram þessari hugmynd hefur valdið umtalsverðu tjóni. Ýmsir sjóðir td á vegum líknarfélaga þurftu að sæta mikilli lækkun. Ef það verður raunin að ríkið stendur ekki við skuldbindingar sínar hlýtur það að leiða til verri lánskjara fyrir ríkið.
    Að sjálfsögðu er Bjarni að reyna að velta tapi ÍS yfir á lífeyrissjóðina. Verðbréf sem hugsanlega gæfu hærri ávöxtun eru mjög áhættusöm. Auk þess held ég að lífeyrissjóðir hafi reglur um hvernig skipta á fjárfestingum milli flokka og séu því nauðbeygð til að kaupa skuldabréf með ríkisábyrgð í staðinn.
    Bjarni hefur lagt allt kapp á að lækka ríkisskuldir og hefur svelt alla innviði til að ná sem bestum árangri í þeim efnum. Hann á því erfitt með að horfast í augu við að skuldir ÍS umfram greiðslugetu sjóðsins eru í raun skuldir ríkisins. Vantar ekki einnig lífeyrisskuldbindingar í skuldir ríkisins?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu