Fyrri aukaspurning:
Hér að ofan má sjá fífldjarfa en víðfræga hernaðaraðgerð breskrar riddaraliðsdeildar. Í hvaða stríði gerðist þetta?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað heitir barnaleikritið sem Þjóðleikhúsið frumsýndi nýlega?
2. Í undankeppni Íslands fyrir Eurovision 2008 lenti hljómsveit nokkur í þriðja sæti með fjörugt lag sem nefndist Hvar ertu nú? og vakti athygli að báðir aðalsöngvararnir voru með gula uppþvottahanska. Stærri hanskar voru og á sviðinu. Hvað hét hljómsveitin sem flutti lagið?
3. Annar söngvaranna varð síðar ráðherra í ríkisstjórn Íslands í tæpt ár 2017. Hver var það?
4. Og hvaða ráðherraembætti gegndi hann þennan tíma?
5. Hvaða þjóðhöfðingi Rússa lagði Krímskaga undir ríki sitt? Var það Valdimar hinn mikli 1013 — Ívan grimmi 1577 — Pétur mikli 1721 — Katrín mikla 1783 — Alexander 1. árið 1817 — Nikulás 1. árið 1854?
6. Hvers konar dýr er coyote?
7. Geðlæknir sem einnig hefur fengist við skrif af ýmsu tagi og t.d. tekið sér fyrir hendur að sálgreina ýmsar helstu hetjur Íslendingasagnanna, hvað heitir hann?
8. Hvað er eina ríki Bandaríkjanna sem nefnt er eftir Bandaríkjamanni?
9. Í hvaða land er upprunnin leikhúshefð sem kallast kabuki?
10. Hverjir eru leikarnir í kabuki leikhúsinu? Eru það dúkkulísur — karlar eingöngu — konur eingöngu — leikbrúður — vændiskonur (geishur)
***
Seinni aukaspurning:
„Nafn Vikunnar“ í Vikunni í júlí 1987. Hver er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Draumaþjófurinn.
2. Dr. Spock.
3. Óttar Proppé.
4. Heilbrigðisráðherra.
5. Katrín mikla 1783.
6. Villihundur.
7. Óttar Guðmundsson.
8. Washington.
9. Japan.
10. Karlar eingöngu (síðan 1629).
***
Svör við aukaspurningum:
„Árás léttsveitarinnar“ eða „Charge of the Light Brigade“ átti sér stað í Krímstríðinu 1854. Um það orti skáldið Tennyson:
Rétt er að taka fram að mér varð á í messunni þegar ég birti hér fyrst fræga mynd af framrás skoskrar riddarasveitar í orrustunni við Waterloo 1815.
Sú mynd, máluð af Lady Butler, er mjög víða — en ranglega — talin vera af árás léttsveitarinnar. Myndina af henni málaði hins vegar Richard Caton Woodville.
Á neðri mynd er Steinunn Ólína.
Hér er svo myndin Scotland Forever eftir Elisabeth Thompson, sem yfirleitt var kölluð Lady Butler:
Athugasemdir (1)