Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1062. spurningaþraut: „Söngvararnir voru með gula uppþvottahanska“

1062. spurningaþraut: „Söngvararnir voru með gula uppþvottahanska“

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá fífldjarfa en víðfræga hernaðaraðgerð breskrar riddaraliðsdeildar. Í hvaða stríði gerðist þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir barnaleikritið sem Þjóðleikhúsið frumsýndi nýlega?

2.  Í undankeppni Íslands fyrir Eurovision 2008 lenti hljómsveit nokkur í þriðja sæti með fjörugt lag sem nefndist Hvar ertu nú? og vakti athygli að báðir aðalsöngvararnir voru með gula uppþvottahanska. Stærri hanskar voru og á sviðinu. Hvað hét hljómsveitin sem flutti lagið?

3.  Annar söngvaranna varð síðar ráðherra í ríkisstjórn Íslands í tæpt ár 2017. Hver var það?

4.  Og hvaða ráðherraembætti gegndi hann þennan tíma?

5.  Hvaða þjóðhöfðingi Rússa lagði Krímskaga undir ríki sitt? Var það Valdimar hinn mikli 1013 Ívan grimmi 1577 Pétur mikli 1721 Katrín mikla 1783 Alexander 1. árið 1817 Nikulás 1. árið 1854?

6.  Hvers konar dýr er coyote?

7.  Geðlæknir sem einnig hefur fengist við skrif af ýmsu tagi og t.d. tekið sér fyrir hendur að sálgreina ýmsar helstu hetjur Íslendingasagnanna, hvað heitir hann?

8.  Hvað er eina ríki Bandaríkjanna sem nefnt er eftir Bandaríkjamanni?

9.  Í hvaða land er upprunnin leikhúshefð sem kallast kabuki?

10.  Hverjir eru leikarnir í kabuki leikhúsinu? Eru það dúkkulísur — karlar eingöngu — konur eingöngu — leikbrúður — vændiskonur (geishur)

***

Seinni aukaspurning:

„Nafn Vikunnar“ í Vikunni í júlí 1987. Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Draumaþjófurinn.

2.  Dr. Spock.

3.  Óttar Proppé.

4.  Heilbrigðisráðherra.

5.  Katrín mikla 1783.

6.  Villihundur.

7.  Óttar Guðmundsson.

8.  Washington.

9.  Japan.

10.  Karlar eingöngu (síðan 1629).

***

Svör við aukaspurningum:

„Árás léttsveitarinnar“ eða „Charge of the Light Brigade“ átti sér stað í Krímstríðinu 1854. Um það orti skáldið Tennyson: 

Rétt er að taka fram að mér varð á í messunni þegar ég birti hér fyrst fræga mynd af framrás skoskrar riddarasveitar í orrustunni við Waterloo 1815.

Sú mynd, máluð af Lady Butler, er mjög víða — en ranglega — talin vera af árás léttsveitarinnar. Myndina af henni málaði hins vegar Richard Caton Woodville.

Á neðri mynd er Steinunn Ólína.

Hér er svo myndin Scotland Forever eftir Elisabeth Thompson, sem yfirleitt var kölluð Lady Butler:

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Coyote er ekki villihundur. Það er sléttuúlfur, sem er sérstök dýrategund (canis latrans), náskyld bæði úlfi o.þ.l. hundi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
6
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár