Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1058. spurningaþraut: Hver er stefnan í karlamálum?

1058. spurningaþraut: Hver er stefnan í karlamálum?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða íslensku jurt má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fluga er alræmd fyrir að breiða út svefnsýki?

2.  Hvaða hljómsveit samdi og flutti lagið Stairway to Heaven?

3.  Hvað rannsaka þeir sem leggja stund á felinology?

4.  Gilli, Sjúrður og Símun gegndu fyrir mörgum öldum tilteknu embætti, sem enn er reyndar til. Sá sem gegnir embættinu nú heitir Aksel Johannesen. Hvaða embætti er þetta?

5.  Til hvers og hvernig notar sverðfiskurinn „sverð“ sitt?

6.  Hvað hét áróðursmálaráðherra Hitlers?

7.  Hver er stærsta eyjan í Eystrasalti?

8.  Aðeins ein evrópsk höfuðborg er ekki jafnframt fjölmennasta borg viðkomandi ríkis. Hvaða ríki er það?

9.  Í hvaða bók Halldórs Laxness kemur við sögu persónan Snæfríður Íslandssól?

10.  Á einum stað í bókinni setur Íslandssól þessi fram skýra og skorinorða stefnu sína í karlamálum. Hver er sú stefna?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá kort af úrslitum forsetakosninga í Bandaríkjunum einhvern tíma síðustu 50 árin. Ljóst má vera að annar frambjóðandinn hefur unnið stórsigur því hann vinnur öll ríkin nema eitt og svo höfuðborgina Washington. Hvaða ár fóru þessar mjög svo ójöfnu kosningar fram?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tse tse flugan.

2.  Led Zeppelin.

3.  Ketti.

4.  Lögmaður Færeyja.

5.  Hann slær fiska með því, rotar þá þannig og étur þá síðan. Hann stingur sem sagt EKKI með því, heldur SLÆR.

6.  Goebbels.

7.  Sjáland. Eyjan sú er meira en helmingi stærri en Gotland. Sjáland er vitaskuld í Eystrasalti sem telst ná frá dönsku eyjunum (þar á meðal Sjálandi) og inn í botnana í norðri og austri.

8.  Sviss. Höfuðborgin er Bern. Ankara er ekki evropsk borg.

9.  Íslandsklukkunni.

10.  „Heldur þann versta en þann næstbesta.“

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er vallhumall.

Neðri myndin sýnir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1984.

Þá vann Ronald Reagan forseti stórsigur á Minnesota-manninum Walter Mondale.

Minnesota er einmitt bláa ríkið á kortinu.

En þið þurfið bara að hafa ártalið rétt.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Úps! Höfuðborg Möltu, Valetta, er fjarri því að vera stærsta borg landsins... hún er, held ég, í 5. eða 6. sæti. Já, og Malta er í Evrópu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár