Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1058. spurningaþraut: Hver er stefnan í karlamálum?

1058. spurningaþraut: Hver er stefnan í karlamálum?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða íslensku jurt má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fluga er alræmd fyrir að breiða út svefnsýki?

2.  Hvaða hljómsveit samdi og flutti lagið Stairway to Heaven?

3.  Hvað rannsaka þeir sem leggja stund á felinology?

4.  Gilli, Sjúrður og Símun gegndu fyrir mörgum öldum tilteknu embætti, sem enn er reyndar til. Sá sem gegnir embættinu nú heitir Aksel Johannesen. Hvaða embætti er þetta?

5.  Til hvers og hvernig notar sverðfiskurinn „sverð“ sitt?

6.  Hvað hét áróðursmálaráðherra Hitlers?

7.  Hver er stærsta eyjan í Eystrasalti?

8.  Aðeins ein evrópsk höfuðborg er ekki jafnframt fjölmennasta borg viðkomandi ríkis. Hvaða ríki er það?

9.  Í hvaða bók Halldórs Laxness kemur við sögu persónan Snæfríður Íslandssól?

10.  Á einum stað í bókinni setur Íslandssól þessi fram skýra og skorinorða stefnu sína í karlamálum. Hver er sú stefna?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá kort af úrslitum forsetakosninga í Bandaríkjunum einhvern tíma síðustu 50 árin. Ljóst má vera að annar frambjóðandinn hefur unnið stórsigur því hann vinnur öll ríkin nema eitt og svo höfuðborgina Washington. Hvaða ár fóru þessar mjög svo ójöfnu kosningar fram?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tse tse flugan.

2.  Led Zeppelin.

3.  Ketti.

4.  Lögmaður Færeyja.

5.  Hann slær fiska með því, rotar þá þannig og étur þá síðan. Hann stingur sem sagt EKKI með því, heldur SLÆR.

6.  Goebbels.

7.  Sjáland. Eyjan sú er meira en helmingi stærri en Gotland. Sjáland er vitaskuld í Eystrasalti sem telst ná frá dönsku eyjunum (þar á meðal Sjálandi) og inn í botnana í norðri og austri.

8.  Sviss. Höfuðborgin er Bern. Ankara er ekki evropsk borg.

9.  Íslandsklukkunni.

10.  „Heldur þann versta en þann næstbesta.“

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er vallhumall.

Neðri myndin sýnir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1984.

Þá vann Ronald Reagan forseti stórsigur á Minnesota-manninum Walter Mondale.

Minnesota er einmitt bláa ríkið á kortinu.

En þið þurfið bara að hafa ártalið rétt.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Úps! Höfuðborg Möltu, Valetta, er fjarri því að vera stærsta borg landsins... hún er, held ég, í 5. eða 6. sæti. Já, og Malta er í Evrópu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár