Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1058. spurningaþraut: Hver er stefnan í karlamálum?

1058. spurningaþraut: Hver er stefnan í karlamálum?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða íslensku jurt má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fluga er alræmd fyrir að breiða út svefnsýki?

2.  Hvaða hljómsveit samdi og flutti lagið Stairway to Heaven?

3.  Hvað rannsaka þeir sem leggja stund á felinology?

4.  Gilli, Sjúrður og Símun gegndu fyrir mörgum öldum tilteknu embætti, sem enn er reyndar til. Sá sem gegnir embættinu nú heitir Aksel Johannesen. Hvaða embætti er þetta?

5.  Til hvers og hvernig notar sverðfiskurinn „sverð“ sitt?

6.  Hvað hét áróðursmálaráðherra Hitlers?

7.  Hver er stærsta eyjan í Eystrasalti?

8.  Aðeins ein evrópsk höfuðborg er ekki jafnframt fjölmennasta borg viðkomandi ríkis. Hvaða ríki er það?

9.  Í hvaða bók Halldórs Laxness kemur við sögu persónan Snæfríður Íslandssól?

10.  Á einum stað í bókinni setur Íslandssól þessi fram skýra og skorinorða stefnu sína í karlamálum. Hver er sú stefna?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá kort af úrslitum forsetakosninga í Bandaríkjunum einhvern tíma síðustu 50 árin. Ljóst má vera að annar frambjóðandinn hefur unnið stórsigur því hann vinnur öll ríkin nema eitt og svo höfuðborgina Washington. Hvaða ár fóru þessar mjög svo ójöfnu kosningar fram?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tse tse flugan.

2.  Led Zeppelin.

3.  Ketti.

4.  Lögmaður Færeyja.

5.  Hann slær fiska með því, rotar þá þannig og étur þá síðan. Hann stingur sem sagt EKKI með því, heldur SLÆR.

6.  Goebbels.

7.  Sjáland. Eyjan sú er meira en helmingi stærri en Gotland. Sjáland er vitaskuld í Eystrasalti sem telst ná frá dönsku eyjunum (þar á meðal Sjálandi) og inn í botnana í norðri og austri.

8.  Sviss. Höfuðborgin er Bern. Ankara er ekki evropsk borg.

9.  Íslandsklukkunni.

10.  „Heldur þann versta en þann næstbesta.“

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er vallhumall.

Neðri myndin sýnir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1984.

Þá vann Ronald Reagan forseti stórsigur á Minnesota-manninum Walter Mondale.

Minnesota er einmitt bláa ríkið á kortinu.

En þið þurfið bara að hafa ártalið rétt.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Úps! Höfuðborg Möltu, Valetta, er fjarri því að vera stærsta borg landsins... hún er, held ég, í 5. eða 6. sæti. Já, og Malta er í Evrópu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár