Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1058. spurningaþraut: Hver er stefnan í karlamálum?

1058. spurningaþraut: Hver er stefnan í karlamálum?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða íslensku jurt má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fluga er alræmd fyrir að breiða út svefnsýki?

2.  Hvaða hljómsveit samdi og flutti lagið Stairway to Heaven?

3.  Hvað rannsaka þeir sem leggja stund á felinology?

4.  Gilli, Sjúrður og Símun gegndu fyrir mörgum öldum tilteknu embætti, sem enn er reyndar til. Sá sem gegnir embættinu nú heitir Aksel Johannesen. Hvaða embætti er þetta?

5.  Til hvers og hvernig notar sverðfiskurinn „sverð“ sitt?

6.  Hvað hét áróðursmálaráðherra Hitlers?

7.  Hver er stærsta eyjan í Eystrasalti?

8.  Aðeins ein evrópsk höfuðborg er ekki jafnframt fjölmennasta borg viðkomandi ríkis. Hvaða ríki er það?

9.  Í hvaða bók Halldórs Laxness kemur við sögu persónan Snæfríður Íslandssól?

10.  Á einum stað í bókinni setur Íslandssól þessi fram skýra og skorinorða stefnu sína í karlamálum. Hver er sú stefna?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá kort af úrslitum forsetakosninga í Bandaríkjunum einhvern tíma síðustu 50 árin. Ljóst má vera að annar frambjóðandinn hefur unnið stórsigur því hann vinnur öll ríkin nema eitt og svo höfuðborgina Washington. Hvaða ár fóru þessar mjög svo ójöfnu kosningar fram?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tse tse flugan.

2.  Led Zeppelin.

3.  Ketti.

4.  Lögmaður Færeyja.

5.  Hann slær fiska með því, rotar þá þannig og étur þá síðan. Hann stingur sem sagt EKKI með því, heldur SLÆR.

6.  Goebbels.

7.  Sjáland. Eyjan sú er meira en helmingi stærri en Gotland. Sjáland er vitaskuld í Eystrasalti sem telst ná frá dönsku eyjunum (þar á meðal Sjálandi) og inn í botnana í norðri og austri.

8.  Sviss. Höfuðborgin er Bern. Ankara er ekki evropsk borg.

9.  Íslandsklukkunni.

10.  „Heldur þann versta en þann næstbesta.“

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er vallhumall.

Neðri myndin sýnir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1984.

Þá vann Ronald Reagan forseti stórsigur á Minnesota-manninum Walter Mondale.

Minnesota er einmitt bláa ríkið á kortinu.

En þið þurfið bara að hafa ártalið rétt.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Úps! Höfuðborg Möltu, Valetta, er fjarri því að vera stærsta borg landsins... hún er, held ég, í 5. eða 6. sæti. Já, og Malta er í Evrópu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár